Kláraði háskólanám meðfram atvinnumennsku: „Hefði verið synd að láta þetta sitja á hakanum“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 2. mars 2024 09:00 Viggó Kristjánsson náði sér í BA-gráðu meðfram atvinnumennsku í handbolta. vísir/vilhelm Viggó Kristjánsson, landsliðsmaður í handbolta, útskrifaðist á dögunum úr námi í þroskaþjálfafræði við Háskóla Íslands. Viggó leikur með Leipzig í þýsku úrvalsdeildinni og skoraði fjórtán mörk þegar liðið sigraði Bergischer, 33-22, í fyrradag. Seltirningurinn er fimmti markahæsti leikmaður deildarinnar en hann hefur skorað 141 mark í vetur. Viggó er ýmislegt annað til lista lagt en að spila handbolta. Fótboltasaga hans er nokkuð þekkt og þá er hann búinn að klára BA-nám í þroskaþjálfafræði við Háskóla Íslands. „Eftir menntaskóla vann ég tvö ár sem stuðningsfulltrúi með handboltanum. Þar kviknaði áhuginn á sínum tíma. Yfirmaðurinn minn í skólanum hvatti mig svo til að kíkja á þetta nám sem ég og gerði,“ sagði Viggó í samtali við Vísi. „Ég byrjaði á náminu heima en fór svo út til Danmerkur í atvinnumennsku eftir fyrsta árið. Ég kláraði annað árið í fjarnámi. Svo kom smá babb í bátinn og ég fékk ekki leyfi til að halda áfram í fjarnámi. Ég reyndi að þrýsta þessu í gegn en það gekk ekki þannig ég setti þetta til hliðar í svolítinn tíma.“ Kláraði þetta litla sem eftir var Í kórónuveirufaraldrinum voru reglurnar varðandi fjarnám rýmkaðar og það gaf Viggó tækifæri á að halda áfram með námið. „Ég kannaði þetta aftur eftir covid hvort það væri möguleiki á að klára þetta litla sem eftir var. Ég fékk leyfi til þess og hef verið að dútla í því síðasta árið og það gekk vel,“ sagði Viggó sem útskrifaðist svo á dögunum. Viggó var markahæsti leikmaður Íslands á EM í janúar.vísir/vilhelm „Ég var búinn með ritgerðina og allt á sínum tíma þannig það hefði verið synd að láta þetta sitja á hakanum. Svo verður bara að koma í ljós hvort maður fylgi þessu eitthvað í framtíðinni en það er gott að vera búinn með þetta og þurfa ekki að pæla í því meira.“ Heldur öllu opnu Eins og staðan er núna kveðst Viggó þó ekki vera að hugsa um meistaranám í þroskaþjálfafræði. „Ekki alveg strax. Það er líka langt síðan ég byrjaði í þessu og margt breyst síðan þá. Maður hefði kannski farið í eitthvað allt annað í dag. Ég held öllu opnu en ég ætla að bíða aðeins með þetta. Það er nóg að gera í handboltanum og með lítil börn,“ sagði Viggó. Tilvalið að nýta tímann Hann segir að henti vel að vera í námi meðfram atvinnumennsku í íþróttum. „Sérstaklega ef fólk er barnlaust, þá er meira en nógur tími til að gera eitthvað. Það er um að gera að nýta tímann í eitthvað uppbyggilegt, hvort sem það er nám eða eitthvað annað. Það segir sig sjálft að það er auðveldara fyrir okkur að finna tíma en einhvern sem er í átta til fjögur vinnu fimm daga vikunnar,“ sagði Viggó. Viggó hefur leikið sem atvinnumaður síðan 2016, fyrst í Danmörku, svo Austurríki og í Þýskalandi undanfarin fimm ár.getty/Jan Woitas Hann verður væntanlega í eldlínunni þegar Leipzig tekur á móti Melsungen í Íslendingaslag í þýsku úrvalsdeildinni á morgun. Leipzig er í 13. sæti en Melsungen í því fimmta. Þýski handboltinn Landslið karla í handbolta Háskólar Mest lesið Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Fótbolti Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sport Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Fótbolti Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Körfubolti „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Formúla 1 Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Handbolti Sanngjarn heimasigur Enski boltinn „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fleiri fréttir Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Sjá meira
Viggó leikur með Leipzig í þýsku úrvalsdeildinni og skoraði fjórtán mörk þegar liðið sigraði Bergischer, 33-22, í fyrradag. Seltirningurinn er fimmti markahæsti leikmaður deildarinnar en hann hefur skorað 141 mark í vetur. Viggó er ýmislegt annað til lista lagt en að spila handbolta. Fótboltasaga hans er nokkuð þekkt og þá er hann búinn að klára BA-nám í þroskaþjálfafræði við Háskóla Íslands. „Eftir menntaskóla vann ég tvö ár sem stuðningsfulltrúi með handboltanum. Þar kviknaði áhuginn á sínum tíma. Yfirmaðurinn minn í skólanum hvatti mig svo til að kíkja á þetta nám sem ég og gerði,“ sagði Viggó í samtali við Vísi. „Ég byrjaði á náminu heima en fór svo út til Danmerkur í atvinnumennsku eftir fyrsta árið. Ég kláraði annað árið í fjarnámi. Svo kom smá babb í bátinn og ég fékk ekki leyfi til að halda áfram í fjarnámi. Ég reyndi að þrýsta þessu í gegn en það gekk ekki þannig ég setti þetta til hliðar í svolítinn tíma.“ Kláraði þetta litla sem eftir var Í kórónuveirufaraldrinum voru reglurnar varðandi fjarnám rýmkaðar og það gaf Viggó tækifæri á að halda áfram með námið. „Ég kannaði þetta aftur eftir covid hvort það væri möguleiki á að klára þetta litla sem eftir var. Ég fékk leyfi til þess og hef verið að dútla í því síðasta árið og það gekk vel,“ sagði Viggó sem útskrifaðist svo á dögunum. Viggó var markahæsti leikmaður Íslands á EM í janúar.vísir/vilhelm „Ég var búinn með ritgerðina og allt á sínum tíma þannig það hefði verið synd að láta þetta sitja á hakanum. Svo verður bara að koma í ljós hvort maður fylgi þessu eitthvað í framtíðinni en það er gott að vera búinn með þetta og þurfa ekki að pæla í því meira.“ Heldur öllu opnu Eins og staðan er núna kveðst Viggó þó ekki vera að hugsa um meistaranám í þroskaþjálfafræði. „Ekki alveg strax. Það er líka langt síðan ég byrjaði í þessu og margt breyst síðan þá. Maður hefði kannski farið í eitthvað allt annað í dag. Ég held öllu opnu en ég ætla að bíða aðeins með þetta. Það er nóg að gera í handboltanum og með lítil börn,“ sagði Viggó. Tilvalið að nýta tímann Hann segir að henti vel að vera í námi meðfram atvinnumennsku í íþróttum. „Sérstaklega ef fólk er barnlaust, þá er meira en nógur tími til að gera eitthvað. Það er um að gera að nýta tímann í eitthvað uppbyggilegt, hvort sem það er nám eða eitthvað annað. Það segir sig sjálft að það er auðveldara fyrir okkur að finna tíma en einhvern sem er í átta til fjögur vinnu fimm daga vikunnar,“ sagði Viggó. Viggó hefur leikið sem atvinnumaður síðan 2016, fyrst í Danmörku, svo Austurríki og í Þýskalandi undanfarin fimm ár.getty/Jan Woitas Hann verður væntanlega í eldlínunni þegar Leipzig tekur á móti Melsungen í Íslendingaslag í þýsku úrvalsdeildinni á morgun. Leipzig er í 13. sæti en Melsungen í því fimmta.
Þýski handboltinn Landslið karla í handbolta Háskólar Mest lesið Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Fótbolti Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sport Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Fótbolti Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Körfubolti „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Formúla 1 Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Handbolti Sanngjarn heimasigur Enski boltinn „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fleiri fréttir Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Sjá meira