Ísland skýst upp í veðbönkum: Einvígið gæti komið í bakið á Bashar Oddur Ævar Gunnarsson og Jakob Bjarnar skrifa 29. febrúar 2024 11:27 Bashar Murad er talinn langlíklegastur til að bera sigur úr býtum í Söngvakeppninni samkvæmt veðbönkum. Þeir hafa þó ekki alltaf rétt fyrir sér. RÚV Ísland hefur á rúmri viku skotist upp um fimm sæti í veðbönkum þar sem spáð er fyrir um gengi laganna í Eurovision-söngvakeppninni. Menn eru löngu hættir að spá í það hvort Söngvakeppnin sé sjálfstætt fyrirbæri, menn beintengja hana við þátttöku í Eurovision. Þetta þýðir ekki að átök Ísrael og Palestínu skipti ekki máli. Því það gera þau svo sannarlega. Menn grínast ekki með peningana sína og það kemur fram hver hugur áhorfenda er nú á vef EurovisionWorld þar sem spár veðbanka eru teknar saman. Svo virðist vera sem síðari undankeppni Söngvakeppninnar sem fram fór síðastliðinn laugardag hafi haft afgerandi áhrif á spár veðbanka. Þar komust áfram í símakosningu þau Bashar Murad og Hera Björk. Sigga Ózk var svo valin af stjórn Söngvakeppninnar sem svokallað „wild-card“ í úrslitum. Bashar hefur drifið spár veðbanka áfram undanfarnar vikur eftir að fram kom að hann yrði keppandi og var Ísland um tíma í efsta sæti Eurovision veðbanka. Bashar spáð öruggum sigri á Íslandi Þá eru spár veðbanka vegna úrslita Söngvakeppninnar sem fram fara á laugardag einnig teknar saman á vef EurovisionWorld. Þar er Bashar talinn langlíklegastur til að fara með sigur af hólmi enda hefur hann vakið mikla athygli út fyrir landsteina. Á eftir honum koma bræðurnir í Væb með lag sitt Bíómynd. Anítu með lagið Downfall er svo spáð þriðja sæti. Þeim sem fylgdu Bashar svo upp úr undankeppninni þeim Heru Björk og Siggu Ózk er svo ekki spáð nema næst síðasta og síðasta sæti í úrslitum Söngvakeppninnar þetta árið. Heru Björk er spáð sama sæti í Söngvakeppninni í ár og Systrum árið 2022. RÚV En þetta segir ekki alla söguna því eins og Íslendingar þekkja þá er splæst í sérstaka aukasímakosningu milli tveggja þeirra laga sem efst eru og þar getur eitt og annað gerst. Endurtekur sagan sig? Sé litið til spár veðbanka í Söngvakeppninni undanfarin ár er ljóst að það er ekki alltaf að marka það þegar keppanda er spáð öruggum sigri. Þannig á Bashar ekki sigurinn vísan þó veðbankar líti svo á að sigur hans á laugardag svo gott sem formsatriði. Veðbankar höfðu hárrétt fyrir sér í fyrra þegar þau spáðu Diljá sigri. Það varð og eftir að Diljá bar sigur úr býtum í einvíginu svokallaða í úrslitum gegn Langa Sela & Skuggunum, sem einmitt var spáð öðru sæti í keppninni. Hins vegar eru úrslit Söngvakeppninnar fyrir tveimur árum gott dæmi um að veðbankar fari út af sporinu, þær taka ekki einvígið sem innbyggt er í Söngvakeppnina inn í reikninginn. Þá var Reykjavíkurdætrum spáð öruggum sigri en veðbankar töldu 58 prósent líkur á að þær myndu bera sigur úr býtum í Söngvakeppninni. Þær komust áfram í einvígið svokallaða. Öllum að óvörum komust Systur, þær Sigga, Beta & Elín áfram gegn Reykjavíkurdætrum í einvígið með lag sitt Með hækkandi sól. Veðbankar höfðu fyrirfram spáð þeim næst síðasta sætinu og töldu einungis níu prósent líkur á sigri þeirra í keppninni. Einvígi setur strik í reikninginn Þessi aukasímakosning setur sem sagt strik í reikninginn og veðbankar sjá ekki fyrir hug þjóðarinnar þegar að því kemur. Eftir að bæði atriðin voru flutt aftur í keppninni þurftu Reykjavíkurdætur að sætta sig við annað sætið þrátt fyrir að hafa verið með langflest atkvæði í keppninni fram að einvíginu. Systur fóru út til Tórínó. Og Hanna Björg Vilhjálmsdóttir framhaldsskólakennari lét fleyg ummæli falla þess efnis að femínisminn hafi mátt líða fyrir þetta fyrirkomulag, jafnvel þó kvenfólk kæmi að málum á flestum póstum með Systurnar. Fleiri dæmi um að einvígið setji strik í reikninginn Spár veðbanka eru þannig ekki skotheldar. Þrátt fyrir að taldar séu helmingslíkur á að Bashar beri sigur úr býtum er allt eins líklegt að einvígið í úrslitum geti þar sett strik í reikninginn. Þess ber að geta að sá keppandi sem nú situr í sama sæti og Systur í spám veðbanka er Hera Björk með lag sitt Scared of Heights. Sem er nákvæmlega sama staðan og var uppi með Reykjavíkurdætur og Systur. Annað dæmi sem má nefna í þessu sambandi er þegar Íslendingar sendu Ara Ólafs út, en hetjutenórinn Dagur Sig sigraði hins vegar keppnina sjálfa. Og frægasta dæmið er líklega þegar sjálfur Friðrik Dór sigraði keppnina 2015 en María Ólafs var í öðru sæti. Hún sigraði svo einvígið og fór út með sitt lag. Þannig getur einvígið sett strik í reikninginn. Mun afstaða Íslendinga til deilunnar fyrir botni Miðjarðarhafs hafa áhrif? Það er nánast óhjákvæmilegt. Hvað gerist á laugardaginn mun koma í ljós. Eurovision Mest lesið Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Lífið Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó Menning Glæsihús augnlæknis til sölu Lífið Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Lífið Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Lífið Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Menning Æstur aðdáandi óð í Grande Bíó og sjónvarp Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Lífið Lögmálið um lítil typpi Lífið „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Lífið Fleiri fréttir Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Sjá meira
Þetta þýðir ekki að átök Ísrael og Palestínu skipti ekki máli. Því það gera þau svo sannarlega. Menn grínast ekki með peningana sína og það kemur fram hver hugur áhorfenda er nú á vef EurovisionWorld þar sem spár veðbanka eru teknar saman. Svo virðist vera sem síðari undankeppni Söngvakeppninnar sem fram fór síðastliðinn laugardag hafi haft afgerandi áhrif á spár veðbanka. Þar komust áfram í símakosningu þau Bashar Murad og Hera Björk. Sigga Ózk var svo valin af stjórn Söngvakeppninnar sem svokallað „wild-card“ í úrslitum. Bashar hefur drifið spár veðbanka áfram undanfarnar vikur eftir að fram kom að hann yrði keppandi og var Ísland um tíma í efsta sæti Eurovision veðbanka. Bashar spáð öruggum sigri á Íslandi Þá eru spár veðbanka vegna úrslita Söngvakeppninnar sem fram fara á laugardag einnig teknar saman á vef EurovisionWorld. Þar er Bashar talinn langlíklegastur til að fara með sigur af hólmi enda hefur hann vakið mikla athygli út fyrir landsteina. Á eftir honum koma bræðurnir í Væb með lag sitt Bíómynd. Anítu með lagið Downfall er svo spáð þriðja sæti. Þeim sem fylgdu Bashar svo upp úr undankeppninni þeim Heru Björk og Siggu Ózk er svo ekki spáð nema næst síðasta og síðasta sæti í úrslitum Söngvakeppninnar þetta árið. Heru Björk er spáð sama sæti í Söngvakeppninni í ár og Systrum árið 2022. RÚV En þetta segir ekki alla söguna því eins og Íslendingar þekkja þá er splæst í sérstaka aukasímakosningu milli tveggja þeirra laga sem efst eru og þar getur eitt og annað gerst. Endurtekur sagan sig? Sé litið til spár veðbanka í Söngvakeppninni undanfarin ár er ljóst að það er ekki alltaf að marka það þegar keppanda er spáð öruggum sigri. Þannig á Bashar ekki sigurinn vísan þó veðbankar líti svo á að sigur hans á laugardag svo gott sem formsatriði. Veðbankar höfðu hárrétt fyrir sér í fyrra þegar þau spáðu Diljá sigri. Það varð og eftir að Diljá bar sigur úr býtum í einvíginu svokallaða í úrslitum gegn Langa Sela & Skuggunum, sem einmitt var spáð öðru sæti í keppninni. Hins vegar eru úrslit Söngvakeppninnar fyrir tveimur árum gott dæmi um að veðbankar fari út af sporinu, þær taka ekki einvígið sem innbyggt er í Söngvakeppnina inn í reikninginn. Þá var Reykjavíkurdætrum spáð öruggum sigri en veðbankar töldu 58 prósent líkur á að þær myndu bera sigur úr býtum í Söngvakeppninni. Þær komust áfram í einvígið svokallaða. Öllum að óvörum komust Systur, þær Sigga, Beta & Elín áfram gegn Reykjavíkurdætrum í einvígið með lag sitt Með hækkandi sól. Veðbankar höfðu fyrirfram spáð þeim næst síðasta sætinu og töldu einungis níu prósent líkur á sigri þeirra í keppninni. Einvígi setur strik í reikninginn Þessi aukasímakosning setur sem sagt strik í reikninginn og veðbankar sjá ekki fyrir hug þjóðarinnar þegar að því kemur. Eftir að bæði atriðin voru flutt aftur í keppninni þurftu Reykjavíkurdætur að sætta sig við annað sætið þrátt fyrir að hafa verið með langflest atkvæði í keppninni fram að einvíginu. Systur fóru út til Tórínó. Og Hanna Björg Vilhjálmsdóttir framhaldsskólakennari lét fleyg ummæli falla þess efnis að femínisminn hafi mátt líða fyrir þetta fyrirkomulag, jafnvel þó kvenfólk kæmi að málum á flestum póstum með Systurnar. Fleiri dæmi um að einvígið setji strik í reikninginn Spár veðbanka eru þannig ekki skotheldar. Þrátt fyrir að taldar séu helmingslíkur á að Bashar beri sigur úr býtum er allt eins líklegt að einvígið í úrslitum geti þar sett strik í reikninginn. Þess ber að geta að sá keppandi sem nú situr í sama sæti og Systur í spám veðbanka er Hera Björk með lag sitt Scared of Heights. Sem er nákvæmlega sama staðan og var uppi með Reykjavíkurdætur og Systur. Annað dæmi sem má nefna í þessu sambandi er þegar Íslendingar sendu Ara Ólafs út, en hetjutenórinn Dagur Sig sigraði hins vegar keppnina sjálfa. Og frægasta dæmið er líklega þegar sjálfur Friðrik Dór sigraði keppnina 2015 en María Ólafs var í öðru sæti. Hún sigraði svo einvígið og fór út með sitt lag. Þannig getur einvígið sett strik í reikninginn. Mun afstaða Íslendinga til deilunnar fyrir botni Miðjarðarhafs hafa áhrif? Það er nánast óhjákvæmilegt. Hvað gerist á laugardaginn mun koma í ljós.
Eurovision Mest lesið Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Lífið Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó Menning Glæsihús augnlæknis til sölu Lífið Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Lífið Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Lífið Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Menning Æstur aðdáandi óð í Grande Bíó og sjónvarp Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Lífið Lögmálið um lítil typpi Lífið „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Lífið Fleiri fréttir Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Sjá meira