Ten Hag segir Bruno vera með mjög háan sársaukaþröskuld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. febrúar 2024 12:00 Bruno Fernandes lagði upp markið sem kom Manchester United í næstu umferð enska bikarsins. Getty/ Catherine Ivill Erik ten Hag, knattspyrnustjóri Manchester United, sakaði leikmenn Nottingham Forest um að vera með skotmark á Bruno Fernandes í bikarleiknum í gærkvöldi og segir að gagnrýnin á leikaraskap Portúgalann sé hreinlega aumkunarverð. Fernandes átti aukaspyrnuna sem bjó til sigurmark Casemiro rétt fyrir leikslok. Fyrir vikið tryggði United sér leik á móti Liverpool í átta liða úrslitunum. „Þú sást að leikmenn Forest ætluðu sér að ná honum. Þeir brutu mikið á honum og þeir gáfu honum ekkert pláss þegar hann átti að fá boltann,“ sagði Erik ten Hag. ESPN segir frá. Hinn 29 ára gamli miðjumaður sást haltra í leiknum og Ten Hag talaði um ósanngjarna umræðu um leikaraskap Portúgalans. Bruno Fernandes has now scored or assisted 15 goals this season, he's now been involved in 15+ goals each season he has played for Manchester United:2019/20 ~ 12 8 2020/21 ~ 28 18 2021/22 ~ 10 14 2022/23 ~ 14 13 2023/24 ~ 7 8 Magnifico. pic.twitter.com/g3rFZsrWbI— Statman Dave (@StatmanDave) February 28, 2024 Bruno fékk á sig mikla gagnrýni eftir Fulham leikinn um helgina. Þá lá hann í grasinu eftir að því virtist litla snertingu en stökk síðan upp til að taka þátt í lofandi sókn. „Ég sé að samfélagsmiðlarnir eru að gagnrýna hann. Það er aumkunarvert. Hann meiddist alvarlega en hélt samt áfram að spila á laugardaginn. Hann barðist líka fyrir því að vera hluti af þessum leik,“ sagði Ten Hag. Hollenski stjórinn vildi þó ekki tala um hver þessi alvarlegu meiðsli væru. Ten Hag segir að Bruno hafi verið að spila í gegnum sársaukann í leiknum í gær. „Hann hefur mjög háan sársaukaþröskuld og í fyrra gerði hann svipað á móti Tottenham og að ég held í undanúrslitaleiknum á móti Brighton. Það sýnir leiðtogahæfileika hans,“ sagði Ten Hag. Nuno Espirito Santo, knattspyrnustjóri Nottingham Forest, tók ekki undir þessa gagnrýni Ten Hag. „Ég sá ekki það sem Erik sá. Fernandes er mjög góður leikmaður. Það þarf að hafa stjórn á honum. Við gerðum það á sanngjarnan hátt,“ sagði Nuno Espirito Santo. Is criticism of Bruno Fernandes unfair?#BBCFootball pic.twitter.com/4UeCSJXRUX— Match of the Day (@BBCMOTD) February 28, 2024 Enski boltinn Mest lesið Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Fótbolti Fyrrum forkólfar KSÍ á eftir Fjallinu á toppi tekjulistans Sport Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Enski boltinn Svona er hópur Íslands sem fer á EM Körfubolti Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila Handbolti Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Íslenski boltinn Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Enski boltinn Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Fótbolti Ein frægasta íþróttakona Úkraínu dæmd í fjögurra ára bann Sport Sóla ekki skemmt yfir Owen-treyju: „Vil ekki sjá hana“ Enski boltinn Fleiri fréttir Sóla ekki skemmt yfir Owen-treyju: „Vil ekki sjá hana“ Eze fari til Spurs fyrir vikulok Sjáðu mark Chiesa frá öllum vinklum og öll hin mörkin Isak skrópar á verðlaunahátíð Úlfarnir kaupa hraðasta leikmann Ítalíu Klárlega búið að vanmeta Man. City Chiesa núna ákveðinn í að vera áfram hjá Liverpool Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Sjáðu vítadóminn sem færði Leeds sigurinn í gærkvöldi Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Bauð öllum frían bjór fyrir leik kvöldsins Forest heldur áfram að versla „Getur sungið í sturtunni heima en ekki víst að þú getir gert það á La Scala í Mílanó“ „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Forest fær nýjan markahrók Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti „Ekki trúa öllu sem þið lesið, sérstaklega á netinu“ Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Eze og Guehi byrja hjá Palace þrátt fyrir óvissuna Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Sjá meira
Fernandes átti aukaspyrnuna sem bjó til sigurmark Casemiro rétt fyrir leikslok. Fyrir vikið tryggði United sér leik á móti Liverpool í átta liða úrslitunum. „Þú sást að leikmenn Forest ætluðu sér að ná honum. Þeir brutu mikið á honum og þeir gáfu honum ekkert pláss þegar hann átti að fá boltann,“ sagði Erik ten Hag. ESPN segir frá. Hinn 29 ára gamli miðjumaður sást haltra í leiknum og Ten Hag talaði um ósanngjarna umræðu um leikaraskap Portúgalans. Bruno Fernandes has now scored or assisted 15 goals this season, he's now been involved in 15+ goals each season he has played for Manchester United:2019/20 ~ 12 8 2020/21 ~ 28 18 2021/22 ~ 10 14 2022/23 ~ 14 13 2023/24 ~ 7 8 Magnifico. pic.twitter.com/g3rFZsrWbI— Statman Dave (@StatmanDave) February 28, 2024 Bruno fékk á sig mikla gagnrýni eftir Fulham leikinn um helgina. Þá lá hann í grasinu eftir að því virtist litla snertingu en stökk síðan upp til að taka þátt í lofandi sókn. „Ég sé að samfélagsmiðlarnir eru að gagnrýna hann. Það er aumkunarvert. Hann meiddist alvarlega en hélt samt áfram að spila á laugardaginn. Hann barðist líka fyrir því að vera hluti af þessum leik,“ sagði Ten Hag. Hollenski stjórinn vildi þó ekki tala um hver þessi alvarlegu meiðsli væru. Ten Hag segir að Bruno hafi verið að spila í gegnum sársaukann í leiknum í gær. „Hann hefur mjög háan sársaukaþröskuld og í fyrra gerði hann svipað á móti Tottenham og að ég held í undanúrslitaleiknum á móti Brighton. Það sýnir leiðtogahæfileika hans,“ sagði Ten Hag. Nuno Espirito Santo, knattspyrnustjóri Nottingham Forest, tók ekki undir þessa gagnrýni Ten Hag. „Ég sá ekki það sem Erik sá. Fernandes er mjög góður leikmaður. Það þarf að hafa stjórn á honum. Við gerðum það á sanngjarnan hátt,“ sagði Nuno Espirito Santo. Is criticism of Bruno Fernandes unfair?#BBCFootball pic.twitter.com/4UeCSJXRUX— Match of the Day (@BBCMOTD) February 28, 2024
Enski boltinn Mest lesið Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Fótbolti Fyrrum forkólfar KSÍ á eftir Fjallinu á toppi tekjulistans Sport Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Enski boltinn Svona er hópur Íslands sem fer á EM Körfubolti Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila Handbolti Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Íslenski boltinn Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Enski boltinn Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Fótbolti Ein frægasta íþróttakona Úkraínu dæmd í fjögurra ára bann Sport Sóla ekki skemmt yfir Owen-treyju: „Vil ekki sjá hana“ Enski boltinn Fleiri fréttir Sóla ekki skemmt yfir Owen-treyju: „Vil ekki sjá hana“ Eze fari til Spurs fyrir vikulok Sjáðu mark Chiesa frá öllum vinklum og öll hin mörkin Isak skrópar á verðlaunahátíð Úlfarnir kaupa hraðasta leikmann Ítalíu Klárlega búið að vanmeta Man. City Chiesa núna ákveðinn í að vera áfram hjá Liverpool Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Sjáðu vítadóminn sem færði Leeds sigurinn í gærkvöldi Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Bauð öllum frían bjór fyrir leik kvöldsins Forest heldur áfram að versla „Getur sungið í sturtunni heima en ekki víst að þú getir gert það á La Scala í Mílanó“ „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Forest fær nýjan markahrók Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti „Ekki trúa öllu sem þið lesið, sérstaklega á netinu“ Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Eze og Guehi byrja hjá Palace þrátt fyrir óvissuna Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Sjá meira