Sprautufíklarnir mínir Árni Tómas Ragnarsson skrifar 28. febrúar 2024 12:30 Eins og mörgum er kunnugt um og hefur mikið verið rætt að undanförnu sinnti ég morfínsprautufíklum um 2-3 ára skeið þar til Alma Möller landlæknir stöðvaði starfsemi mína í haust. Skjólstæðingar mínir hafa margir liðið vítiskvalir síðan eða eru komnir aftur á götuna, stelandi til að kaupa óhrein efni, sem valda dauða um 100 ungs fólks á ári. Af mínum 50-60 skjólstæðingum dó enginn og allir fengu þeir betra líf eins og margir þeirra hafa borið opinberlega vitni um. Þeir fengu hreint efni í apótekum, 1 skammt á dag af hreinu efni. Þeir náðu sér á strik í lífinu, fjölskyldan og vinirnir gömlu, sem höfðu verið í sárum í langan tíma (flestir fíklanna minna, 30-40 ára gamlir, áttu um 20 fíkni ár að baki) tóku þeim fegins hendi. Hið hörmulega líf, - gildra fíkninnar, sem þeir höfðu lifað, var ekki jafn stórt vandamál og áður. Ég hef margoft tjáð mig um hið góða starf sem Vogur hefur staðið fyrir. Það er hins vegar alger blekking, sem yfirlæknir Vogs beitir þegar hún ræðir um skjólstæðinga mína. Nær allir þeirra höfðu farið í 15-20 meðferðir á Vog án árangurs (voru með vottorð upp á það) og voru hættir að gera sér nokkra von um að þangað væri neitt að sækja. Yfirlæknir Vogs neitar að horfast í augu við það að sumir sprautufíklar hafa ekkert gagn af þeirri meðferð, sem þeim stendur til boða á Vogi, því miður. Þeim hópi þarf líka að sinna af okkur læknum til að bæta líðan þeirra og auka lífslíkur þeirra auk þess samfélagslega árangurs, sem meðferð mín gaf. Það er mér ákaflega sárt að heyra nú í þessum skjólstæðingum mínum, sem biðja um hjálp, sem ég get ekki veitt þeim. Hér hefur illvirki verið framið gagnvart þeim, vanhugsað og vanbúið. En vonandi hefur þetta framlag mitt orðið til þess að vekja athygli á líðan og stöðu þessa hóps og þá hefur starf mitt ekki verið unnið til einskis. Ég vil þakka öllum þeim mörgu, sem hafa veitt mér stuðning og hvatningu í þessu máli. Höfundur er læknir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Tómas Ragnarsson Heilbrigðismál Lyf Fíkn Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Réttindi launafólks og frelsið Orri Páll Jóhannsson Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Skoðun Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Sjá meira
Eins og mörgum er kunnugt um og hefur mikið verið rætt að undanförnu sinnti ég morfínsprautufíklum um 2-3 ára skeið þar til Alma Möller landlæknir stöðvaði starfsemi mína í haust. Skjólstæðingar mínir hafa margir liðið vítiskvalir síðan eða eru komnir aftur á götuna, stelandi til að kaupa óhrein efni, sem valda dauða um 100 ungs fólks á ári. Af mínum 50-60 skjólstæðingum dó enginn og allir fengu þeir betra líf eins og margir þeirra hafa borið opinberlega vitni um. Þeir fengu hreint efni í apótekum, 1 skammt á dag af hreinu efni. Þeir náðu sér á strik í lífinu, fjölskyldan og vinirnir gömlu, sem höfðu verið í sárum í langan tíma (flestir fíklanna minna, 30-40 ára gamlir, áttu um 20 fíkni ár að baki) tóku þeim fegins hendi. Hið hörmulega líf, - gildra fíkninnar, sem þeir höfðu lifað, var ekki jafn stórt vandamál og áður. Ég hef margoft tjáð mig um hið góða starf sem Vogur hefur staðið fyrir. Það er hins vegar alger blekking, sem yfirlæknir Vogs beitir þegar hún ræðir um skjólstæðinga mína. Nær allir þeirra höfðu farið í 15-20 meðferðir á Vog án árangurs (voru með vottorð upp á það) og voru hættir að gera sér nokkra von um að þangað væri neitt að sækja. Yfirlæknir Vogs neitar að horfast í augu við það að sumir sprautufíklar hafa ekkert gagn af þeirri meðferð, sem þeim stendur til boða á Vogi, því miður. Þeim hópi þarf líka að sinna af okkur læknum til að bæta líðan þeirra og auka lífslíkur þeirra auk þess samfélagslega árangurs, sem meðferð mín gaf. Það er mér ákaflega sárt að heyra nú í þessum skjólstæðingum mínum, sem biðja um hjálp, sem ég get ekki veitt þeim. Hér hefur illvirki verið framið gagnvart þeim, vanhugsað og vanbúið. En vonandi hefur þetta framlag mitt orðið til þess að vekja athygli á líðan og stöðu þessa hóps og þá hefur starf mitt ekki verið unnið til einskis. Ég vil þakka öllum þeim mörgu, sem hafa veitt mér stuðning og hvatningu í þessu máli. Höfundur er læknir.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar