Missti ekki einu sinni hattinn sinn þegar þrír menn réðust á hann Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. febrúar 2024 16:01 Cam Newton elskar hattana sína. Hann var um tíma ein allra stærsta stjarnan í NFL deildinni. Getty/Christopher Polk Myndbönd af slagsmálum hjá fyrrum NFL stórstjörnu fóru á mikið flug á netmiðlum um helgina. Þrír menn réðust þá á Cam Newton á unglingamóti í Atalanta en kappinn missti ekki einu sinni hattinn sinn í slagsmálunum. ESPN segir frá. Þetta var unglingamót með sjö manna liðum í amerískum fótbolta. Mótið heitir We Ball Sports x DynastyU 7v7 tournament. Newton er þekktur fyrir sérhönnuðu hattana sínu sem eru eins og klipptir út úr galdramannasögum. Það fór því ekkert á milli mála hver var þarna á ferðinni. Cam Newton led Auburn to a Natty with 1 O-lineman that started an NFL game and no one else recording a NFL reception, rush attempt or pass attempt. He s used to being a one man army, so you are delulu if you thought some guys jumping him was gonna phase him. Hat didn t even move. pic.twitter.com/i321xmZTyE— Robert Griffin III (@RGIII) February 25, 2024 Margir voru því með símana á lofti þegar slagsmálin hófust. Newton togaði árásarmennina til og frá en lét þá að mestu um hnefahöggin. Það þurfti marga menn til að eiga við hann og komust þeir samt lítið áleiðis enda hélt Newton hattinum sínum allan tímann. Atvikið varð efst í tröppum og endaði út við grindverk eftir að öryggisverðir og lögreglumaður á svæðinu náðu að skilja á milli mannanna. Cam Newton var valinn besti leikmaður NFL-deildarinnar árið 2015 og þótti á sínum einstakur leikstjórnandi í deildinni. Hann var valinn fyrstur í nýliðavalinu þegar hann kom inn í deildina. Hraustur með eindæmum og skoraði margoft sjálfur með því að hlaupa með boltann í markið. Hann er frá Atlanta og rekur þar C1N fyrirtækið sem hjálpar ungum leikmönnum að fá tækifæri til að sýna hæfileika sína í ameríska fótboltanum í gegnum sjö á móti sjö boltanum. Þess vegna var hann staddur á þessu móti. Eitthvað hefur orðið til þess að allt fór í bál og brand milli hans og mannanna en hvað það er kemur ekki fram í bandarískum fjölmiðlum sem fjalla um atvikið. Hér fyrir ofan og neðan má sjá myndbönd af atvikinu. Cam Newton fighting off 3 dudes while dressed as the wicked witch of the west was not on my 2024 bingo card pic.twitter.com/IU08ii0ojY— Courtney McKinney (@CourtAnne1225) February 25, 2024 NFL Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Rayo Vallecano - Real Madrid | Geta styrkt stöðuna á toppnum Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Snævar setti heimsmet Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Sjá meira
Þrír menn réðust þá á Cam Newton á unglingamóti í Atalanta en kappinn missti ekki einu sinni hattinn sinn í slagsmálunum. ESPN segir frá. Þetta var unglingamót með sjö manna liðum í amerískum fótbolta. Mótið heitir We Ball Sports x DynastyU 7v7 tournament. Newton er þekktur fyrir sérhönnuðu hattana sínu sem eru eins og klipptir út úr galdramannasögum. Það fór því ekkert á milli mála hver var þarna á ferðinni. Cam Newton led Auburn to a Natty with 1 O-lineman that started an NFL game and no one else recording a NFL reception, rush attempt or pass attempt. He s used to being a one man army, so you are delulu if you thought some guys jumping him was gonna phase him. Hat didn t even move. pic.twitter.com/i321xmZTyE— Robert Griffin III (@RGIII) February 25, 2024 Margir voru því með símana á lofti þegar slagsmálin hófust. Newton togaði árásarmennina til og frá en lét þá að mestu um hnefahöggin. Það þurfti marga menn til að eiga við hann og komust þeir samt lítið áleiðis enda hélt Newton hattinum sínum allan tímann. Atvikið varð efst í tröppum og endaði út við grindverk eftir að öryggisverðir og lögreglumaður á svæðinu náðu að skilja á milli mannanna. Cam Newton var valinn besti leikmaður NFL-deildarinnar árið 2015 og þótti á sínum einstakur leikstjórnandi í deildinni. Hann var valinn fyrstur í nýliðavalinu þegar hann kom inn í deildina. Hraustur með eindæmum og skoraði margoft sjálfur með því að hlaupa með boltann í markið. Hann er frá Atlanta og rekur þar C1N fyrirtækið sem hjálpar ungum leikmönnum að fá tækifæri til að sýna hæfileika sína í ameríska fótboltanum í gegnum sjö á móti sjö boltanum. Þess vegna var hann staddur á þessu móti. Eitthvað hefur orðið til þess að allt fór í bál og brand milli hans og mannanna en hvað það er kemur ekki fram í bandarískum fjölmiðlum sem fjalla um atvikið. Hér fyrir ofan og neðan má sjá myndbönd af atvikinu. Cam Newton fighting off 3 dudes while dressed as the wicked witch of the west was not on my 2024 bingo card pic.twitter.com/IU08ii0ojY— Courtney McKinney (@CourtAnne1225) February 25, 2024
NFL Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Rayo Vallecano - Real Madrid | Geta styrkt stöðuna á toppnum Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Snævar setti heimsmet Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Sjá meira