Þýskaland lögleiðir kannabis Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 25. febrúar 2024 23:13 Olaf Scholz kanslari Þýskalands ásamt Karl Lauterbacher heilbrigðisráðherra í þýska þinghúsinu. EPA/Clemens Bilan Löglegt verður að ganga um með allt að 25 grömm af kannabis í Þýskalandi frá og með fyrsta apríl. Einnig má rækta allt að þrjár kannabisplöntur og eiga fimmtíu grömm heima til einkanota. Nýju lögin voru samþykkt á þýska þinginu fyrir helgi og segir Karl Lauterbach heilbrigðisráðherra Þýskalands að ætlunin sé með þeim að draga úr umsvifum svarts grasmarkaðs og gæta betur kannabisnotkunar barna og ungs fólks. Hann segir orðræðu andstæðinga löggjafarinnar jafngilda því að „stinga höfðinu í sandinn.“ Grasneysla ungmenna hefur vaxið gífurlega í Þýskalandi unfanfarin ár og ofneysla efnisins getur haft skaðlegar afleiðingar á heilaþroska í för með sér. Kannabisefnin sem eru til sölu ólöglega í dag séu orðin töluvert sterkari en þau voru og erfitt að fylgjast með gæðum þessara efna sem ungt fólk og börn nota í svo ríkulegum mæli. Lögleiðing kannabisefna hefur verið til umræðu í Þýskalandi í mörg ár. Frumvarpiðvar að lokum samþykkt með 407 atkvæðum gegn 226. Samkvæmt umfjöllun Guardian nota um sjö milljón Þjóðverjar kannabis með reglulegu millibili og þar af margir í lækningaskyni. Kannabisnotkun barna verður áfram ólögleg sem og notkun efnisins í grennd við skóla og leikskóla. Ekki eru allir á eitt sáttir við þessa þróun og hefur landstjórn Bæjaralands hreyft mótbárum. Hinn íhaldssami Kristilegi demókrataflokkur sem er þar í meirihluta hefur til að mynda beðið ríkisstjórnina um að endurhugsa löggjöfina. Þessi nýja löggjöf gerir Þýskaland að þriðja Evrópusambandsríkinu til að lögleiða kannabis til einkanota á eftir Möltu og Lúxemborg. Þýskaland Kannabis Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Fleiri fréttir Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sjá meira
Nýju lögin voru samþykkt á þýska þinginu fyrir helgi og segir Karl Lauterbach heilbrigðisráðherra Þýskalands að ætlunin sé með þeim að draga úr umsvifum svarts grasmarkaðs og gæta betur kannabisnotkunar barna og ungs fólks. Hann segir orðræðu andstæðinga löggjafarinnar jafngilda því að „stinga höfðinu í sandinn.“ Grasneysla ungmenna hefur vaxið gífurlega í Þýskalandi unfanfarin ár og ofneysla efnisins getur haft skaðlegar afleiðingar á heilaþroska í för með sér. Kannabisefnin sem eru til sölu ólöglega í dag séu orðin töluvert sterkari en þau voru og erfitt að fylgjast með gæðum þessara efna sem ungt fólk og börn nota í svo ríkulegum mæli. Lögleiðing kannabisefna hefur verið til umræðu í Þýskalandi í mörg ár. Frumvarpiðvar að lokum samþykkt með 407 atkvæðum gegn 226. Samkvæmt umfjöllun Guardian nota um sjö milljón Þjóðverjar kannabis með reglulegu millibili og þar af margir í lækningaskyni. Kannabisnotkun barna verður áfram ólögleg sem og notkun efnisins í grennd við skóla og leikskóla. Ekki eru allir á eitt sáttir við þessa þróun og hefur landstjórn Bæjaralands hreyft mótbárum. Hinn íhaldssami Kristilegi demókrataflokkur sem er þar í meirihluta hefur til að mynda beðið ríkisstjórnina um að endurhugsa löggjöfina. Þessi nýja löggjöf gerir Þýskaland að þriðja Evrópusambandsríkinu til að lögleiða kannabis til einkanota á eftir Möltu og Lúxemborg.
Þýskaland Kannabis Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Fleiri fréttir Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sjá meira