Sat eftir alblóðug í leik Athletic og Betis Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 25. febrúar 2024 23:31 Guadalupe Porras hefur dæmt þægilegri leiki en viðureign Real Betis og Athletic Bilbao. Twitter@marca Leikur Real Betis og Athetic Bilbao var athyglisverður fyrir margar sakir. Betis vann góðan 3-1 sigur en ótrúlegt atvik skildi Guadalupe Porras, annan af aðstoðardómurum leiksins, eftir alblóðuga. Sigur Betis þýðir að nú munar aðeins sjö stigum á liðunum í 5. og 6. sæti La Liga, spænsku úrvalsdeildar karla í knattspyrnu. Það var þó ótrúlegt atvik sem stal senunni ef svo má að orði komast þegar ein af myndtökuvélum leiksins rataði þangað sem hún átti ekki að fara. Fór það svo að Porras skall á vélinni í þann mund sem Chimy Avila hafði komið Betis yfir á 13. mínútu leiksins. Þurfti að stöðva leikinn í kjölfarið því aðstoðardómarinn sat alblóðug eftir. Var hún borin af velli og send með sjúkrabíl upp á sjúkrahús. Así ha quedado el rostro de Guadalupe Porras. Ha tenido que ser retirada en camilla y evacuada en ambulancia. https://t.co/BO7fmQsF9K pic.twitter.com/6fUG55ZHRf— MARCA (@marca) February 25, 2024 Fyrst var óljóst hvað gerðist en síðan kom í ljós að ein af myndbandsupptökuvélum leiksins var í hlaupalínu Porras. Þegar Porras var að horfa á það sem var að eiga sér stað á vellinum á meðan hún hljóp eftir hliðarlínunni varð harður árekstur. Leikurinn tafðist um drykklanga stund en fjórði dómari tók við stöðu Porras á hliðarlínunni. „Vinsamlegast leyfið aðstoðardómurunum að vinna vinnuna sína líkt og þið leyfið leikmönnum að vinna vinnuna sína,“ sagði Eduardo Iturralde Gonzalez, fyrrverandi dómari í La Liga, um málið og beindi skilaboðum sínum til Javier Tebas, forseta deildarinnar. Desde el #RealBetis queremos enviar nuestro ánimo a la juez de línea Guadalupe Porras por el desafortunado accidente vivido hoy en el Benito Villamarín.Un abrazo fuerte de todo el beticismo. pic.twitter.com/FPa54wVynA— Real Betis Balompié (@RealBetis) February 25, 2024 Bilbao hefði með sigri jafnað Atlético Madríd að stigum en Atlético situr í fjórða og síðasta sætinu sem veitir þátttökurétt í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. Sem stendur er Atl. Madríd með 52 stig í 4. sæti, Athletic með 49 sæti neðar og Betis með 42 stig í 6. sæti. Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Kominn með einkaleyfi á kaldasta fagnið í bransanum Enski boltinn Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Enski boltinn Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Körfubolti Spilaði í NFL-deildinni nýbúinn að greinast með krabbamein Sport Dagskráin í dag: VARsjáin skoðar markið og Lokasóknin sækir til Nashville Sport „Vont að vakna einn daginn og geta ekki gert það sem ég vil“ Sport Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn Fleiri fréttir Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Gummi Ben fékk hláturskast ársins Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kominn með einkaleyfi á kaldasta fagnið í bransanum Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Sjá meira
Sigur Betis þýðir að nú munar aðeins sjö stigum á liðunum í 5. og 6. sæti La Liga, spænsku úrvalsdeildar karla í knattspyrnu. Það var þó ótrúlegt atvik sem stal senunni ef svo má að orði komast þegar ein af myndtökuvélum leiksins rataði þangað sem hún átti ekki að fara. Fór það svo að Porras skall á vélinni í þann mund sem Chimy Avila hafði komið Betis yfir á 13. mínútu leiksins. Þurfti að stöðva leikinn í kjölfarið því aðstoðardómarinn sat alblóðug eftir. Var hún borin af velli og send með sjúkrabíl upp á sjúkrahús. Así ha quedado el rostro de Guadalupe Porras. Ha tenido que ser retirada en camilla y evacuada en ambulancia. https://t.co/BO7fmQsF9K pic.twitter.com/6fUG55ZHRf— MARCA (@marca) February 25, 2024 Fyrst var óljóst hvað gerðist en síðan kom í ljós að ein af myndbandsupptökuvélum leiksins var í hlaupalínu Porras. Þegar Porras var að horfa á það sem var að eiga sér stað á vellinum á meðan hún hljóp eftir hliðarlínunni varð harður árekstur. Leikurinn tafðist um drykklanga stund en fjórði dómari tók við stöðu Porras á hliðarlínunni. „Vinsamlegast leyfið aðstoðardómurunum að vinna vinnuna sína líkt og þið leyfið leikmönnum að vinna vinnuna sína,“ sagði Eduardo Iturralde Gonzalez, fyrrverandi dómari í La Liga, um málið og beindi skilaboðum sínum til Javier Tebas, forseta deildarinnar. Desde el #RealBetis queremos enviar nuestro ánimo a la juez de línea Guadalupe Porras por el desafortunado accidente vivido hoy en el Benito Villamarín.Un abrazo fuerte de todo el beticismo. pic.twitter.com/FPa54wVynA— Real Betis Balompié (@RealBetis) February 25, 2024 Bilbao hefði með sigri jafnað Atlético Madríd að stigum en Atlético situr í fjórða og síðasta sætinu sem veitir þátttökurétt í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. Sem stendur er Atl. Madríd með 52 stig í 4. sæti, Athletic með 49 sæti neðar og Betis með 42 stig í 6. sæti.
Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Kominn með einkaleyfi á kaldasta fagnið í bransanum Enski boltinn Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Enski boltinn Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Körfubolti Spilaði í NFL-deildinni nýbúinn að greinast með krabbamein Sport Dagskráin í dag: VARsjáin skoðar markið og Lokasóknin sækir til Nashville Sport „Vont að vakna einn daginn og geta ekki gert það sem ég vil“ Sport Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn Fleiri fréttir Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Gummi Ben fékk hláturskast ársins Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kominn með einkaleyfi á kaldasta fagnið í bransanum Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Sjá meira