Fagnar sigri gegn kerfinu eftir fimm ára baráttu Vésteinn Örn Pétursson skrifar 24. febrúar 2024 21:12 Sunna Valdís og Sigurður, sem hjóla mikið saman. Nýja hjólið sem loks fékkst samþykkt af Sjúkratryggingum er feðginunum mikið fagnaðarefni. Vísir/Steingrímur Dúi Fimm ára baráttu ungrar konu með sjaldgæfan taugasjúkdóm við kerfið er lokið. Sjúkratryggingar hafa staðfest að hún eigi rétt á hjólastólahjóli, eftir að hafa hafnað henni tvisvar áður. Sunna Valdís Sigurðardóttir er 18 ára, og er með AHC-taugasjúkdóminn, sem er afar sjaldgæfur. Hún sótti árið 2019 um hjólastólahjól frá Sjúkratryggingum Íslands. Umsókninni var neitað á grundvelli þess að hún gæti ekki hjólað sjálf án aðstoðarmanns. Tveimur árum síðar sótti hún aftur um hjól, en þá parhjól, sem bæði hún og aðstoðarmanneskja gætu hjólað á. Þeirri umsókn var hafnað á grundvelli þess að ekki væri um stoðtæki að ræða, heldur væri hjólið aðeins til afþreyingar. Eftir að úrskurðanefnd velferðamála staðfesti þá niðurstöðu var farið með málið til Umboðsmanns Alþingis, sem taldi Sunnu eiga rétt á hjólinu sem sótt var um í upphafi. Nefndin tók málið því aftur upp. „Og sendi það aftur til Sjúkratrygginga, sem komast að lokum að niðurstöðu um að hún hafi allan tímann átt rétt á þessu hjóli. Þetta er svona stutta sagan, en þetta er náttúrulega búið að taka fimm ár,“ segir Sigurður Hólmar Jóhannesson, faðir Sunnu. Rætt var við Sunnu og fjölskyldu hennar í fréttablaðinu árið 2016: Fáránlegur tími Sigurður segir það mikinn létti að baráttunni við kerfið sé lokið, og með farsælum endi. „En náttúrulega bara fáránlegt að hún þurfi að bíða í fimm ár eftir þessari niðurstöðu.“ Sigurður leyfir sér að vera bjartsýnn á framtíðina í þessum málum, fyrir börn í sömu stöðu. „Heilbrigðisráðherra hefur verið okkur mjög hliðhollur í þessu máli og hefur gert allt sem í hans valdi stendur, við vitum það, og við vitum að hann vill að kerfið virki betur,“ segir Sigurður. Nýja hjólið væntanlegt Hjólið sem Sunna notast við nú, og sést í fréttinni að ofan, keyptu foreldrar hennar, en það er komið til ára sinna. Nýja hjólið ætti að koma til landsins eftir um tvo mánuði. Sunna, sem þykir fátt skemmtilegra en að fara út að hjóla, er búin að ákveða hvernig nýja hjólið á að líta út. Það á að vera fjólublátt. En í bili verður gamla hjólið að duga til að hjóla um bæinn. Málefni fatlaðs fólks Félagsmál Hjólreiðar Sjúkratryggingar Heilbrigðismál Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Fleiri fréttir „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Sjá meira
Sunna Valdís Sigurðardóttir er 18 ára, og er með AHC-taugasjúkdóminn, sem er afar sjaldgæfur. Hún sótti árið 2019 um hjólastólahjól frá Sjúkratryggingum Íslands. Umsókninni var neitað á grundvelli þess að hún gæti ekki hjólað sjálf án aðstoðarmanns. Tveimur árum síðar sótti hún aftur um hjól, en þá parhjól, sem bæði hún og aðstoðarmanneskja gætu hjólað á. Þeirri umsókn var hafnað á grundvelli þess að ekki væri um stoðtæki að ræða, heldur væri hjólið aðeins til afþreyingar. Eftir að úrskurðanefnd velferðamála staðfesti þá niðurstöðu var farið með málið til Umboðsmanns Alþingis, sem taldi Sunnu eiga rétt á hjólinu sem sótt var um í upphafi. Nefndin tók málið því aftur upp. „Og sendi það aftur til Sjúkratrygginga, sem komast að lokum að niðurstöðu um að hún hafi allan tímann átt rétt á þessu hjóli. Þetta er svona stutta sagan, en þetta er náttúrulega búið að taka fimm ár,“ segir Sigurður Hólmar Jóhannesson, faðir Sunnu. Rætt var við Sunnu og fjölskyldu hennar í fréttablaðinu árið 2016: Fáránlegur tími Sigurður segir það mikinn létti að baráttunni við kerfið sé lokið, og með farsælum endi. „En náttúrulega bara fáránlegt að hún þurfi að bíða í fimm ár eftir þessari niðurstöðu.“ Sigurður leyfir sér að vera bjartsýnn á framtíðina í þessum málum, fyrir börn í sömu stöðu. „Heilbrigðisráðherra hefur verið okkur mjög hliðhollur í þessu máli og hefur gert allt sem í hans valdi stendur, við vitum það, og við vitum að hann vill að kerfið virki betur,“ segir Sigurður. Nýja hjólið væntanlegt Hjólið sem Sunna notast við nú, og sést í fréttinni að ofan, keyptu foreldrar hennar, en það er komið til ára sinna. Nýja hjólið ætti að koma til landsins eftir um tvo mánuði. Sunna, sem þykir fátt skemmtilegra en að fara út að hjóla, er búin að ákveða hvernig nýja hjólið á að líta út. Það á að vera fjólublátt. En í bili verður gamla hjólið að duga til að hjóla um bæinn.
Málefni fatlaðs fólks Félagsmál Hjólreiðar Sjúkratryggingar Heilbrigðismál Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Fleiri fréttir „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Sjá meira