Breiðablik og Breiðablik með örugga sigra í kvöld Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 23. febrúar 2024 22:30 Rakel Hönnudóttir setti óvænt á sig markmannshanska í kvöld og stóð vaktina með prýði. VÍSIR/VILHELM Karla- og kvennalið unnu leiki kvöldsins í Lengjubikarnum í fótbolta örugglega. Karlarnir unnu einstaklega þægilegan 5-0 sigur á Gróttu sem leikur í Lengjudeildinni á næstu leiktíð á meðan Blikar vonast til að berjast á toppi Bestu deildarinnar. Gamla brýnið Kristinn Steindórsson fór hreinlega á kostum í kvöld og skoraði þrennu á aðeins 13 mínútna kafla. Blikar leiddu með þremur mörkum í hálfleik og bættu við tveimur mörkum á fimm mínútna kafla í síðari hálfleik. Dagur Örn Fjeldsted með fyrra og Damir Muminovic það seinna. Lokatölur 5-0 Blikum í vil. Leikur hafinn gegn Gróttu. pic.twitter.com/D7T6wU8Uz1— Blikar.is (@blikar_is) February 23, 2024 Breiðablik hefur nú unnið tvo af þremur leikjum sínum í riðli 1 í A-deild. Á sama tíma er Grótta á botninum eftir að fá á sig 10 mörk í þremur leikjum. Kvennalið Breiðabliks átti ekki í vandræðum með Selfoss. Það vakti athygli að Rakel Hönnudóttir, fyrrverandi landsliðskona, stóð vaktina í marki Breiðabliks en hún spilar vanalega á miðjunni. Breiðablik, sem reikna má að verði í toppbaráttu Bestu deildarinnar í sumar, fór nokkuð létt með Selfyssinga sem leika í Lengjudeildinni eftir fall úr þeirri Bestu síðasta haust. Barbára Sól Gísladóttir kom Blikum yfir snemma leiks en það reyndist eina mark fyrri hálfleiks. Í þeim síðari bættu Margrét Lea Gísladóttir, Vigdís Lilja Kristjánsdóttir og Birta Georgsdóttir við einu marki hver og lokatölur 4-0. Breiðablik hefur unnið báða leiki sína í riðli 1 í A-deild. Selfoss hefur hins vegar tapað báðum sínum leikjum og fengið á sig átta mörk. Þá gerðu Afturelding og Leiknir Reykjavík 3-3 jafntefli í riðli 4 í A-deild.. Elmar Kári Enesson Cogic skoraði öll mörk Aftureldingar og er greinilega enn í sömu markaskóm á síðustu leiktíð þar sem hann skoraði 17 mörk í 24 leikjum. Andi Hoti skoraði tvö fyrir Leikni R. og Omar Sowe eitt. Leiknir er með 5 stig í 2. sæti riðils 4 að loknum þremur leikjum á meðan Afturelding er í 4. sæti með fjögur stig. Fótbolti Íslenski boltinn Breiðablik Lengjubikar karla Lengjubikar kvenna Grótta UMF Selfoss Mest lesið Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Íslenski boltinn Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Sport Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Íslenski boltinn Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enski boltinn Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Besta deild karla á sviðið Sport Fleiri fréttir Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild McLagan framlengir við Framara Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Sjá meira
Karlarnir unnu einstaklega þægilegan 5-0 sigur á Gróttu sem leikur í Lengjudeildinni á næstu leiktíð á meðan Blikar vonast til að berjast á toppi Bestu deildarinnar. Gamla brýnið Kristinn Steindórsson fór hreinlega á kostum í kvöld og skoraði þrennu á aðeins 13 mínútna kafla. Blikar leiddu með þremur mörkum í hálfleik og bættu við tveimur mörkum á fimm mínútna kafla í síðari hálfleik. Dagur Örn Fjeldsted með fyrra og Damir Muminovic það seinna. Lokatölur 5-0 Blikum í vil. Leikur hafinn gegn Gróttu. pic.twitter.com/D7T6wU8Uz1— Blikar.is (@blikar_is) February 23, 2024 Breiðablik hefur nú unnið tvo af þremur leikjum sínum í riðli 1 í A-deild. Á sama tíma er Grótta á botninum eftir að fá á sig 10 mörk í þremur leikjum. Kvennalið Breiðabliks átti ekki í vandræðum með Selfoss. Það vakti athygli að Rakel Hönnudóttir, fyrrverandi landsliðskona, stóð vaktina í marki Breiðabliks en hún spilar vanalega á miðjunni. Breiðablik, sem reikna má að verði í toppbaráttu Bestu deildarinnar í sumar, fór nokkuð létt með Selfyssinga sem leika í Lengjudeildinni eftir fall úr þeirri Bestu síðasta haust. Barbára Sól Gísladóttir kom Blikum yfir snemma leiks en það reyndist eina mark fyrri hálfleiks. Í þeim síðari bættu Margrét Lea Gísladóttir, Vigdís Lilja Kristjánsdóttir og Birta Georgsdóttir við einu marki hver og lokatölur 4-0. Breiðablik hefur unnið báða leiki sína í riðli 1 í A-deild. Selfoss hefur hins vegar tapað báðum sínum leikjum og fengið á sig átta mörk. Þá gerðu Afturelding og Leiknir Reykjavík 3-3 jafntefli í riðli 4 í A-deild.. Elmar Kári Enesson Cogic skoraði öll mörk Aftureldingar og er greinilega enn í sömu markaskóm á síðustu leiktíð þar sem hann skoraði 17 mörk í 24 leikjum. Andi Hoti skoraði tvö fyrir Leikni R. og Omar Sowe eitt. Leiknir er með 5 stig í 2. sæti riðils 4 að loknum þremur leikjum á meðan Afturelding er í 4. sæti með fjögur stig.
Fótbolti Íslenski boltinn Breiðablik Lengjubikar karla Lengjubikar kvenna Grótta UMF Selfoss Mest lesið Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Íslenski boltinn Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Sport Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Íslenski boltinn Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enski boltinn Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Besta deild karla á sviðið Sport Fleiri fréttir Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild McLagan framlengir við Framara Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Sjá meira