Ekkert Jordan-móment hjá Elvari: „Það var einhver misskilningur“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. febrúar 2024 14:01 Elvar Már Friðriksson er mjög spenntur fyrir því að spila fyrir framan fulla Laugardalshöll í kvöld. Vísir/Vilhelm Elvar Már Friðriksson er ánægður með lífið í Grikklandi þar sem hann hefur spilað með PAOK Þessalóníku í vetur. Elvar verður í sviðsljósinu í kvöld þegar Ísland mætir Ungverjalandi í undankeppni EM í Laugardalshöllinni. Þetta er fyrsti leikur liðsins í undankeppninni og einn sá allra mikilvægasti því búist er við því að Ungverjar berjist við íslensku strákana um laust sæti á EM. Elvar var spurður út í lífið sem leikmaður gríska stórliðsins þegar Valur Páll Eiríksson hitti hann á æfingu íslenska landsliðsins í Laugardalshöllinni. Hvernig gengur lífið í Grikklandi? Lífið utan körfuboltans æðislegt „Bara ótrúlega vel. Ég bý á mjög góðum stað í strandarbæ þannig að lífið utan körfuboltans er bara æðislegt. Svo í sambandi við körfuboltann þá er þetta nýtt stig af körfuboltamenningu fyrir mér. Það eru blóðheitir stuðningsmenn þarna og mikil ástríða í þessu. Þetta er búin að vera skemmtileg reynsla,“ sagði Elvar Már Friðriksson. Er þetta hærra getustig en hann er búinn að vera á undanfarin ár? „Já klárlega. Gríska deildin er mjög sterk í ár og með þeim betri í Evrópu. Hver einasti leikur sem maður spilar þarna er mjög agressífur og mikil líkamleg átök. Þetta er mjög hátt getustig og klárlega það hæsta sem ég hef verið á,“ sagði Elvar. Vanur því að lifa þessum lífsstíl Elvar hefur verið á miklum Evróputúr þar sem hefur verið nýtt lið og nýtt land á hverju ári. „Það er mikið af leikmannahreyfingum í Evrópu og sumir leikmenn eru í tveimur til þremur liðum á einu tímabili. Ég er þakklátur fyrir að geta klárið heilt ár með hverju liði en svo fer maður kannski að reyna að finna einhverja festu þegar rétta augnablikið og rétta tækifærið býst. Ég er vanur því að lifa þessum lífsstíl og ég er reynslunni ríkari fyrir vikið,“ sagði Elvar. Klippa: Viðtal við Elvar fyrir Ungverjaleik Það hljóta samt að fylgja því áskoranir að þurfa að festa rætur í nýju landi á hverju ári. „Þetta eru nýir menningarheimar, alls konar leikmenn frá alls konar löndum sem maður þarf að aðlagast og maður þarf að vinna með ólíkum karakterum. Það gefur manni mikla reynslu og hjálpar manni mikið,“ sagði Elvar. Við erum því fljótir að smella saman Nú er mikilvægur landsleikur framundan og hann getur gefið liðinu mikið í þessari undankeppni. „Við erum gríðarlega spenntir og það er mjög gott að fá að koma heim á þessum tímapunkti á tímabilinu. Hlaða batteríin aðeins og hitta strákana. Við erum mjög fljótir að klikka saman. Það er mikið af góðum vinum í þessu liði og kjarninn er búinn að vera sá sami í mörg ár. Við erum því fljótir að smella saman og ég hlakka til að spila fyrir uppselda höll. Við ætlum að nýta þann meðbyr og ná í góðan sigur,“ sagði Elvar. Elvar náði þrennu í Meistaradeildinni fyrr í vetur og það voru fréttir um að hann hafi spilað leikinn veikur. Var þetta svona Jordan-móment hjá honum? Flensuleikurinn hans Jordan í lokaúrslitum NBA árið 1997 er mörgum í fersku minni. Einhver misskilningur „Það var einhver misskilningur. Ég var ekkert hundlasinn í þeim leik. Mér var smá flökurt og hafði tilfinninguna að ég þurfti að æla. Ég var ekki upp á mitt besta fyrir leik en svo þegar leikurinn byrjaði þá var maður í fínum gír. Ég náði góðum takti í þeim leik, út allan leikinn. Við settum saman í þrusu leik og unnum risaliðið Galatasaray sem var mjög stórt fyrir klúbbinn,“ sagði Elvar. „Það var geðveik upplifun. Ég hlakka til að fara aftur í þá höll því við spilum aftur á móti tyrknesku liði í þeirri höll. Það verður gaman að fara þangað aftur,“ sagði Elvar. Hann fagnar því að vera að fara spila fyrir framan troðfulla höll. „Það er eins og við viljum hafa það. Það er greinilega góður áhugi fyrir þessum leik og við munum nýta þann stuðning okkur til góðs. Það er klárt mál,“ sagði Elvar. Það má horfa á viðtalið við hann hér fyrir ofan. Leikur Íslands og Ungverjalands hefst klukkan 19.30 í kvöld. Landslið karla í körfubolta EM 2025 í körfubolta Mest lesið Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Fótbolti Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Fótbolti Valur - ÍR | Toppslagur fyrir landsleikjahlé Handbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú Fótbolti Fleiri fréttir Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Ísland - Serbía | Stelpurnar okkar stefna á EM Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Sjá meira
Þetta er fyrsti leikur liðsins í undankeppninni og einn sá allra mikilvægasti því búist er við því að Ungverjar berjist við íslensku strákana um laust sæti á EM. Elvar var spurður út í lífið sem leikmaður gríska stórliðsins þegar Valur Páll Eiríksson hitti hann á æfingu íslenska landsliðsins í Laugardalshöllinni. Hvernig gengur lífið í Grikklandi? Lífið utan körfuboltans æðislegt „Bara ótrúlega vel. Ég bý á mjög góðum stað í strandarbæ þannig að lífið utan körfuboltans er bara æðislegt. Svo í sambandi við körfuboltann þá er þetta nýtt stig af körfuboltamenningu fyrir mér. Það eru blóðheitir stuðningsmenn þarna og mikil ástríða í þessu. Þetta er búin að vera skemmtileg reynsla,“ sagði Elvar Már Friðriksson. Er þetta hærra getustig en hann er búinn að vera á undanfarin ár? „Já klárlega. Gríska deildin er mjög sterk í ár og með þeim betri í Evrópu. Hver einasti leikur sem maður spilar þarna er mjög agressífur og mikil líkamleg átök. Þetta er mjög hátt getustig og klárlega það hæsta sem ég hef verið á,“ sagði Elvar. Vanur því að lifa þessum lífsstíl Elvar hefur verið á miklum Evróputúr þar sem hefur verið nýtt lið og nýtt land á hverju ári. „Það er mikið af leikmannahreyfingum í Evrópu og sumir leikmenn eru í tveimur til þremur liðum á einu tímabili. Ég er þakklátur fyrir að geta klárið heilt ár með hverju liði en svo fer maður kannski að reyna að finna einhverja festu þegar rétta augnablikið og rétta tækifærið býst. Ég er vanur því að lifa þessum lífsstíl og ég er reynslunni ríkari fyrir vikið,“ sagði Elvar. Klippa: Viðtal við Elvar fyrir Ungverjaleik Það hljóta samt að fylgja því áskoranir að þurfa að festa rætur í nýju landi á hverju ári. „Þetta eru nýir menningarheimar, alls konar leikmenn frá alls konar löndum sem maður þarf að aðlagast og maður þarf að vinna með ólíkum karakterum. Það gefur manni mikla reynslu og hjálpar manni mikið,“ sagði Elvar. Við erum því fljótir að smella saman Nú er mikilvægur landsleikur framundan og hann getur gefið liðinu mikið í þessari undankeppni. „Við erum gríðarlega spenntir og það er mjög gott að fá að koma heim á þessum tímapunkti á tímabilinu. Hlaða batteríin aðeins og hitta strákana. Við erum mjög fljótir að klikka saman. Það er mikið af góðum vinum í þessu liði og kjarninn er búinn að vera sá sami í mörg ár. Við erum því fljótir að smella saman og ég hlakka til að spila fyrir uppselda höll. Við ætlum að nýta þann meðbyr og ná í góðan sigur,“ sagði Elvar. Elvar náði þrennu í Meistaradeildinni fyrr í vetur og það voru fréttir um að hann hafi spilað leikinn veikur. Var þetta svona Jordan-móment hjá honum? Flensuleikurinn hans Jordan í lokaúrslitum NBA árið 1997 er mörgum í fersku minni. Einhver misskilningur „Það var einhver misskilningur. Ég var ekkert hundlasinn í þeim leik. Mér var smá flökurt og hafði tilfinninguna að ég þurfti að æla. Ég var ekki upp á mitt besta fyrir leik en svo þegar leikurinn byrjaði þá var maður í fínum gír. Ég náði góðum takti í þeim leik, út allan leikinn. Við settum saman í þrusu leik og unnum risaliðið Galatasaray sem var mjög stórt fyrir klúbbinn,“ sagði Elvar. „Það var geðveik upplifun. Ég hlakka til að fara aftur í þá höll því við spilum aftur á móti tyrknesku liði í þeirri höll. Það verður gaman að fara þangað aftur,“ sagði Elvar. Hann fagnar því að vera að fara spila fyrir framan troðfulla höll. „Það er eins og við viljum hafa það. Það er greinilega góður áhugi fyrir þessum leik og við munum nýta þann stuðning okkur til góðs. Það er klárt mál,“ sagði Elvar. Það má horfa á viðtalið við hann hér fyrir ofan. Leikur Íslands og Ungverjalands hefst klukkan 19.30 í kvöld.
Landslið karla í körfubolta EM 2025 í körfubolta Mest lesið Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Fótbolti Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Fótbolti Valur - ÍR | Toppslagur fyrir landsleikjahlé Handbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú Fótbolti Fleiri fréttir Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Ísland - Serbía | Stelpurnar okkar stefna á EM Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Sjá meira