Ratcliffe: „Ekki viss um að Sjeikinn sé til“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. febrúar 2024 12:01 Sir Jim Ratcliffe er staðráðinn í að koma Manchester United aftur á toppinn. getty/Martin Rickett Sir Jim Ratcliffe grínaðist með að hann væri ekki viss um að Sjeik Jassim Bin Hamad Al Thani, sem keppti við hann um kaup á hlut í Manchester United, sé til í raun og veru. Í fyrradag voru kaup Ratcliffes á 27,7 prósent hluta í United staðfest. Félagið INEOS, sem er í eigu Ratcliffes, mun taka yfir allan fótboltatengdan rekstur United. Ratcliffe barðist við Sjeik Jassim um kaup í United. Lengi vel leit út fyrir að Sjeikinn myndi kaupa öll hlutabréf United af Glazer-fjölskyldunni. Ratcliffe skaut á Sjeikinn í viðtali eftir að kaup hans á rúmlega fjórðungshluta í United voru staðfest. „Enn hefur enginn séð hann. Glazerarnir hittu hann aldrei. Ég er ekki viss um að hann sé til,“ sagði Ratcliffe. Sjeikinn dró sig út úr kapphlaupinu um kaup á United í október síðastliðinn. Talið er að tilboð hans hafi hljóðað upp á fimm og hálfan milljarð punda. Í viðtalinu sagðist Ratcliffe vilja fella Manchester City og Liverpool af stalli sínum og koma United aftur í fremstu röð. Liðið hefur ekki orðið Englandsmeistari síðan Sir Alex Ferguson hætti þjálfun þess vorið 2013. „Ég vil ekkert frekar en að henda þeim báðum af stallinum. Við erum þrjú félög í norðri sem erum mjög nálægt hvert öðru. Þau hafa verið á góðum stað í nokkurn tíma og við getum lært af þeim. Þeir eru með gott skipulag, gott fólk innan sinna raða og þar ríkir gott og kappsfullt andrúmsloft,“ sagði Ratcliffe um samkeppnina við City og Liverpool. United hefur unnið fimm leiki í röð í öllum keppnum. Liðið er í 6. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 44 stig eftir 25 leiki. Enski boltinn Mest lesið Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Fótbolti Fyrrum forkólfar KSÍ á eftir Fjallinu á toppi tekjulistans Sport Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Enski boltinn Svona er hópur Íslands sem fer á EM Körfubolti Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila Handbolti Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Íslenski boltinn Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Enski boltinn Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Fótbolti Ein frægasta íþróttakona Úkraínu dæmd í fjögurra ára bann Sport Hóta að sniðganga NFL leiki vegna karlkyns klappstýra Sport Fleiri fréttir Sóla ekki skemmt yfir Owen-treyju: „Vil ekki sjá hana“ Eze fari til Spurs fyrir vikulok Sjáðu mark Chiesa frá öllum vinklum og öll hin mörkin Isak skrópar á verðlaunahátíð Úlfarnir kaupa hraðasta leikmann Ítalíu Klárlega búið að vanmeta Man. City Chiesa núna ákveðinn í að vera áfram hjá Liverpool Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Sjáðu vítadóminn sem færði Leeds sigurinn í gærkvöldi Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Bauð öllum frían bjór fyrir leik kvöldsins Forest heldur áfram að versla „Getur sungið í sturtunni heima en ekki víst að þú getir gert það á La Scala í Mílanó“ „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Forest fær nýjan markahrók Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti „Ekki trúa öllu sem þið lesið, sérstaklega á netinu“ Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Eze og Guehi byrja hjá Palace þrátt fyrir óvissuna Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Sjá meira
Í fyrradag voru kaup Ratcliffes á 27,7 prósent hluta í United staðfest. Félagið INEOS, sem er í eigu Ratcliffes, mun taka yfir allan fótboltatengdan rekstur United. Ratcliffe barðist við Sjeik Jassim um kaup í United. Lengi vel leit út fyrir að Sjeikinn myndi kaupa öll hlutabréf United af Glazer-fjölskyldunni. Ratcliffe skaut á Sjeikinn í viðtali eftir að kaup hans á rúmlega fjórðungshluta í United voru staðfest. „Enn hefur enginn séð hann. Glazerarnir hittu hann aldrei. Ég er ekki viss um að hann sé til,“ sagði Ratcliffe. Sjeikinn dró sig út úr kapphlaupinu um kaup á United í október síðastliðinn. Talið er að tilboð hans hafi hljóðað upp á fimm og hálfan milljarð punda. Í viðtalinu sagðist Ratcliffe vilja fella Manchester City og Liverpool af stalli sínum og koma United aftur í fremstu röð. Liðið hefur ekki orðið Englandsmeistari síðan Sir Alex Ferguson hætti þjálfun þess vorið 2013. „Ég vil ekkert frekar en að henda þeim báðum af stallinum. Við erum þrjú félög í norðri sem erum mjög nálægt hvert öðru. Þau hafa verið á góðum stað í nokkurn tíma og við getum lært af þeim. Þeir eru með gott skipulag, gott fólk innan sinna raða og þar ríkir gott og kappsfullt andrúmsloft,“ sagði Ratcliffe um samkeppnina við City og Liverpool. United hefur unnið fimm leiki í röð í öllum keppnum. Liðið er í 6. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 44 stig eftir 25 leiki.
Enski boltinn Mest lesið Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Fótbolti Fyrrum forkólfar KSÍ á eftir Fjallinu á toppi tekjulistans Sport Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Enski boltinn Svona er hópur Íslands sem fer á EM Körfubolti Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila Handbolti Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Íslenski boltinn Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Enski boltinn Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Fótbolti Ein frægasta íþróttakona Úkraínu dæmd í fjögurra ára bann Sport Hóta að sniðganga NFL leiki vegna karlkyns klappstýra Sport Fleiri fréttir Sóla ekki skemmt yfir Owen-treyju: „Vil ekki sjá hana“ Eze fari til Spurs fyrir vikulok Sjáðu mark Chiesa frá öllum vinklum og öll hin mörkin Isak skrópar á verðlaunahátíð Úlfarnir kaupa hraðasta leikmann Ítalíu Klárlega búið að vanmeta Man. City Chiesa núna ákveðinn í að vera áfram hjá Liverpool Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Sjáðu vítadóminn sem færði Leeds sigurinn í gærkvöldi Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Bauð öllum frían bjór fyrir leik kvöldsins Forest heldur áfram að versla „Getur sungið í sturtunni heima en ekki víst að þú getir gert það á La Scala í Mílanó“ „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Forest fær nýjan markahrók Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti „Ekki trúa öllu sem þið lesið, sérstaklega á netinu“ Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Eze og Guehi byrja hjá Palace þrátt fyrir óvissuna Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Sjá meira