Össur stofnar móðurfélagið Embla Medical Atli Ísleifsson skrifar 21. febrúar 2024 07:45 Í tilkynningu segir að starfsemi Össurar verði óbreytt með þróun, framleiðslu og sölu á stoð- og stuðningstækjum. Össur Stjórn Össurar hf. hefur lagt til við aðalfund Össurar sem fram fer í næsta mánuði að móðurfélag félagsins taki upp nafnið Embla Medical hf. Í tilkynningu frá Össuri segir að markmiðið með þessum breytingum sé að styðja við stefnu og vöxt félagsins. „Á síðustu árum hefur félagið haslað sér völl á fleiri sviðum heilbrigðistækninnar. Sérstaðan er sem fyrr vörur og þjónusta við einstaklinga sem glíma við varanlega takmörkun á hreyfanleika. Fyrirtækjakaup hafa verið stór þáttur í þessari þróun og starfrækir félagið nú nokkur vörumerki, sem öll hafa mismunandi hlutverk. Samþykki aðalfundurinn breytinguna munu vörumerkin Össur, ForMotion, College Park og Fior & Gentz starfa undir hatti Emblu Medical, en kaup Össurar á Fior & Gentz voru kynnt í byrjun þessa árs. Þá er það mat stjórnarinnar að með breyttu skipulagi verði félagið betur í stakk búið til að halda áfram sókn sinni á stærri markaði. Starfsemi Össurar verður óbreytt með þróun, framleiðslu og sölu á stoð- og stuðningstækjum. Nafnið Embla varð fyrir valinu þar sem uppruni félagsins hér á landi er stór hluti af menningu þess og gildum. Með stofnun nýja móðurfélagsins Emblu Medical verði skrifaður næsti kafli í sögu fyrirtækisins sem hófst með uppfinningu stoðtækjafræðingsins Össurar Kristinssonar fyrir 53 árum. Höfuðstöðvar Emblu Medical verða áfram á Íslandi. Heildarfjöldi starfsfólks á heimsvísu er um 4.000, þar af um 700 á Íslandi. Félagið verður áfram skráð í kauphöllinni í Kaupmannahöfn undir merkjum Emblu Medical,“ segir í tilkynningunni. Sveinn Sölvason er forstjóri Össurar.Vísir/Vilhelm Stækkar og þróast Haft er eftir Sveini Sölvasyni, forstjóra Össurar, að um sé að ræða stóran áfanga í sögu Össurar. „Breytingarnar eru til marks um að fyrirtækið er að stækka og þróast. Embla Medical er alþjóðlegt heilbrigðistæknifyrirtæki sem þróar og framleiðir fjölbreyttar vörur sem eiga það allar sameiginlegt að bæta hreyfanleika fólks og auka lífsgæði. Auk þess vinnum við beint með sjúklingum og notendum víða um heim. Markmiðið er að koma lausnum okkar til sem flestra og þannig stuðla að því að fólk geti lifað lífi sínu án takmarkana. Á því byggir öll okkar starfsemi. Með þessum breytingum erum við að stilla skipulag saman við stefnu, “ segir Sveinn. Össur Mest lesið Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Viðskipti innlent Viðskiptavinurinn alltaf í fókus Samstarf Bein útsending: Framsýn forysta Viðskipti innlent Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Viðskipti innlent Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Sjá meira
Í tilkynningu frá Össuri segir að markmiðið með þessum breytingum sé að styðja við stefnu og vöxt félagsins. „Á síðustu árum hefur félagið haslað sér völl á fleiri sviðum heilbrigðistækninnar. Sérstaðan er sem fyrr vörur og þjónusta við einstaklinga sem glíma við varanlega takmörkun á hreyfanleika. Fyrirtækjakaup hafa verið stór þáttur í þessari þróun og starfrækir félagið nú nokkur vörumerki, sem öll hafa mismunandi hlutverk. Samþykki aðalfundurinn breytinguna munu vörumerkin Össur, ForMotion, College Park og Fior & Gentz starfa undir hatti Emblu Medical, en kaup Össurar á Fior & Gentz voru kynnt í byrjun þessa árs. Þá er það mat stjórnarinnar að með breyttu skipulagi verði félagið betur í stakk búið til að halda áfram sókn sinni á stærri markaði. Starfsemi Össurar verður óbreytt með þróun, framleiðslu og sölu á stoð- og stuðningstækjum. Nafnið Embla varð fyrir valinu þar sem uppruni félagsins hér á landi er stór hluti af menningu þess og gildum. Með stofnun nýja móðurfélagsins Emblu Medical verði skrifaður næsti kafli í sögu fyrirtækisins sem hófst með uppfinningu stoðtækjafræðingsins Össurar Kristinssonar fyrir 53 árum. Höfuðstöðvar Emblu Medical verða áfram á Íslandi. Heildarfjöldi starfsfólks á heimsvísu er um 4.000, þar af um 700 á Íslandi. Félagið verður áfram skráð í kauphöllinni í Kaupmannahöfn undir merkjum Emblu Medical,“ segir í tilkynningunni. Sveinn Sölvason er forstjóri Össurar.Vísir/Vilhelm Stækkar og þróast Haft er eftir Sveini Sölvasyni, forstjóra Össurar, að um sé að ræða stóran áfanga í sögu Össurar. „Breytingarnar eru til marks um að fyrirtækið er að stækka og þróast. Embla Medical er alþjóðlegt heilbrigðistæknifyrirtæki sem þróar og framleiðir fjölbreyttar vörur sem eiga það allar sameiginlegt að bæta hreyfanleika fólks og auka lífsgæði. Auk þess vinnum við beint með sjúklingum og notendum víða um heim. Markmiðið er að koma lausnum okkar til sem flestra og þannig stuðla að því að fólk geti lifað lífi sínu án takmarkana. Á því byggir öll okkar starfsemi. Með þessum breytingum erum við að stilla skipulag saman við stefnu, “ segir Sveinn.
Össur Mest lesið Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Viðskipti innlent Viðskiptavinurinn alltaf í fókus Samstarf Bein útsending: Framsýn forysta Viðskipti innlent Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Viðskipti innlent Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Sjá meira