Afturelding gerði góða ferð til Eyja Smári Jökull Jónsson skrifar 17. febrúar 2024 16:17 Sylvía Björt Blöndal skoraði þrjú mörk fyrir Aftureldingu í dag. Vísir/Hulda Margrét Afturelding gerði heldur betur góða ferð til Vestmannaeyja í dag því liðið vann sigur á ÍBV í Olís-deild kvenna í handknattleik. Fyrir leikinn í dag var ÍBV í 4. sæti Olís-deildarinnar en langt var upp í lið Hauka í 3. sæti en ÍR var í 5. sætinu með jafnmörg stig og Eyjakonur. Afturelding var hins vegar í 6. sæti átta stigum þar á eftir. Eyjakonur byrjuðu betur í dag og komust í 8-3. Mosfellingar gáfust hins vegar ekki upp þrátt fyrir erfiða byrjun. Aftureldingu tókst smátt og smátt að minnka muninn og voru búnar að ná forystunni fyrir hálfleik. Staðan þá 15-14 gestunum í vil. Saga Sif Gísladóttir var að verja vel í marki Aftureldingar en hún var með 45% vörslu í leiknum. Í síðari hálfleik var Afturelding skrefinu á undan. Liðið náði í nokkur skipti þriggja marka forskoti en ÍBV var þó aldrei langt undan án þess þó að ná að jafna metin. Afturelding komst í 26-24 þegar fjórar mínútur voru eftir en ÍBV minnkaði muninn í eitt mark skömmu síðar. Eyjakonur fengu síðan þrjár sóknir til að jafna metin en tókst ekki. Afturelding fagnaði því góðum eins marks sigri, lokatölur 26-25. Eins og áður segir átti Saga Sif Gísladóttir stórleik í marki Aftureldingar. Hún varði 16 skot eða 45% þeirra skota sem hún fékk á sig. Hildur Lilja Jónsdóttir og Ragnhildur Hjartardóttir voru markahæstar með 5 mörk hvor hjá Aftureldingu. Hjá ÍBV skoraði Sara Dröfn Ríkharðsdóttir sömuleiðis 5 mörk líkt og Sunna Jónsdóttir. Marta Wawrzykowska varði 10 skot í markinu. Olís-deild kvenna ÍBV Afturelding Mest lesið McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sport Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Körfubolti Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Körfubolti Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Handbolti Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Körfubolti Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Handbolti Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Íslenski boltinn Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Handbolti Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Sport Fleiri fréttir Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Sjá meira
Fyrir leikinn í dag var ÍBV í 4. sæti Olís-deildarinnar en langt var upp í lið Hauka í 3. sæti en ÍR var í 5. sætinu með jafnmörg stig og Eyjakonur. Afturelding var hins vegar í 6. sæti átta stigum þar á eftir. Eyjakonur byrjuðu betur í dag og komust í 8-3. Mosfellingar gáfust hins vegar ekki upp þrátt fyrir erfiða byrjun. Aftureldingu tókst smátt og smátt að minnka muninn og voru búnar að ná forystunni fyrir hálfleik. Staðan þá 15-14 gestunum í vil. Saga Sif Gísladóttir var að verja vel í marki Aftureldingar en hún var með 45% vörslu í leiknum. Í síðari hálfleik var Afturelding skrefinu á undan. Liðið náði í nokkur skipti þriggja marka forskoti en ÍBV var þó aldrei langt undan án þess þó að ná að jafna metin. Afturelding komst í 26-24 þegar fjórar mínútur voru eftir en ÍBV minnkaði muninn í eitt mark skömmu síðar. Eyjakonur fengu síðan þrjár sóknir til að jafna metin en tókst ekki. Afturelding fagnaði því góðum eins marks sigri, lokatölur 26-25. Eins og áður segir átti Saga Sif Gísladóttir stórleik í marki Aftureldingar. Hún varði 16 skot eða 45% þeirra skota sem hún fékk á sig. Hildur Lilja Jónsdóttir og Ragnhildur Hjartardóttir voru markahæstar með 5 mörk hvor hjá Aftureldingu. Hjá ÍBV skoraði Sara Dröfn Ríkharðsdóttir sömuleiðis 5 mörk líkt og Sunna Jónsdóttir. Marta Wawrzykowska varði 10 skot í markinu.
Olís-deild kvenna ÍBV Afturelding Mest lesið McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sport Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Körfubolti Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Körfubolti Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Handbolti Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Körfubolti Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Handbolti Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Íslenski boltinn Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Handbolti Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Sport Fleiri fréttir Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Sjá meira