Guðni segir kjaftasögur einn af löstunum í litlu samfélagi Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 16. febrúar 2024 14:31 Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands. Vísir/Vilhelm Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, ræddi kosti og galla smæðar íslensks samfélags á dögunum í sérstöku erindi þegar Stjórnunarverðlaun Stjórnvísis voru veitt á Grand Hótel. Þar vísaði hann til kjaftagangs sem algengur væri í íslensku samfélagi vegna smæðar þess. „Mér hefur alltaf þótt vænt um þennan viðburð. Minnt á kraftinn og áræðnina í íslensku samfélagi,“ sagði Guðni í ávarpi sínu. Þar sagði hann að það sem einkennt hefði íslenskt samfélag væri það hvernig smæðinni væri snúið í styrk. „Það sem einkennir okkar ágæta samfélag er að við reynum að snúa smæð okkar í styrk, reynum að horfa á og efla styrkleikana sem búa hvar sem þeir kunna að vera og viðurkennum jafnvel líka veikleikana. Þetta samfélag okkar er sterkt, og lítið og nýtur góðs af smæðinni. En smæðinni geta líka fylgt ókostir,“ sagði Guðni. Að allir þekktu hvort annað. Ísland væri eins og lítið þorp. Þar gæti verið erfitt fyrir aðra að komast inn í samfélagið. Þetta geti verið íslensku samfélagi fjötur um fót. „Smæðin getur líka alið á öðrum löstum. Þessi nánd,“ sagði Guðni og lék eftir fólki að slúðra. „Ja, hafðu mig nú ekki fyrir því en veistu hvað var að gerast? Veistu hvað ég var að heyra?“ sagði Guðni í gervi Íslendinga að slúðra. Hann hélt ekki lengra með leikþátt sinn og sagðist ekki nenna að eyða frekari orðum í að ræða slúður. Reynum að hefja okkur yfir lestina „En þá reynum við að hefja okkur yfir lestina og snúa smæðinni í styrk eins og áður sagði og gera okkur betri dag frá degi, sem einstaklingar og sem samfélag,“ segir Guðni. Hann segir að góður stjórnandi horfi á styrkleika og efli þá. Sé snöggur til ákvarðana en hafi líka undirbúið sig. „Sú var tíðin á Íslandi að talað var um hinn íslenska stjórnunarstíl. Stuttar boðleiðir. Snögg að taka ákvarðanir. Þetta var mjög vinsælt 2007. En svo kom bara 2008. Ég hef heyrt lítið talað um hinn íslenska stjórnunarstíl eftir það,“ sagði Guðni. Vísaði hann þar til hruns fjármálakerfsisins sem hafði farið með himinskautum árin á undan og náð hápunkti 2007 fyrir fallið ári síðar. Guðni Th. Jóhannesson Forseti Íslands Mest lesið Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Lífið Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl Lífið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Lífið Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Lífið Langar að prófa „anal“ en er stressuð Lífið Upplifir skotin oftast sem hrós Tíska og hönnun Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Lífið Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Tónlist Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Lífið Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands Lífið Fleiri fréttir Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Óða boðflennan fangelsuð Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Sjá meira
„Mér hefur alltaf þótt vænt um þennan viðburð. Minnt á kraftinn og áræðnina í íslensku samfélagi,“ sagði Guðni í ávarpi sínu. Þar sagði hann að það sem einkennt hefði íslenskt samfélag væri það hvernig smæðinni væri snúið í styrk. „Það sem einkennir okkar ágæta samfélag er að við reynum að snúa smæð okkar í styrk, reynum að horfa á og efla styrkleikana sem búa hvar sem þeir kunna að vera og viðurkennum jafnvel líka veikleikana. Þetta samfélag okkar er sterkt, og lítið og nýtur góðs af smæðinni. En smæðinni geta líka fylgt ókostir,“ sagði Guðni. Að allir þekktu hvort annað. Ísland væri eins og lítið þorp. Þar gæti verið erfitt fyrir aðra að komast inn í samfélagið. Þetta geti verið íslensku samfélagi fjötur um fót. „Smæðin getur líka alið á öðrum löstum. Þessi nánd,“ sagði Guðni og lék eftir fólki að slúðra. „Ja, hafðu mig nú ekki fyrir því en veistu hvað var að gerast? Veistu hvað ég var að heyra?“ sagði Guðni í gervi Íslendinga að slúðra. Hann hélt ekki lengra með leikþátt sinn og sagðist ekki nenna að eyða frekari orðum í að ræða slúður. Reynum að hefja okkur yfir lestina „En þá reynum við að hefja okkur yfir lestina og snúa smæðinni í styrk eins og áður sagði og gera okkur betri dag frá degi, sem einstaklingar og sem samfélag,“ segir Guðni. Hann segir að góður stjórnandi horfi á styrkleika og efli þá. Sé snöggur til ákvarðana en hafi líka undirbúið sig. „Sú var tíðin á Íslandi að talað var um hinn íslenska stjórnunarstíl. Stuttar boðleiðir. Snögg að taka ákvarðanir. Þetta var mjög vinsælt 2007. En svo kom bara 2008. Ég hef heyrt lítið talað um hinn íslenska stjórnunarstíl eftir það,“ sagði Guðni. Vísaði hann þar til hruns fjármálakerfsisins sem hafði farið með himinskautum árin á undan og náð hápunkti 2007 fyrir fallið ári síðar.
Guðni Th. Jóhannesson Forseti Íslands Mest lesið Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Lífið Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl Lífið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Lífið Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Lífið Langar að prófa „anal“ en er stressuð Lífið Upplifir skotin oftast sem hrós Tíska og hönnun Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Lífið Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Tónlist Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Lífið Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands Lífið Fleiri fréttir Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Óða boðflennan fangelsuð Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Sjá meira