Halda leit áfram þriðja daginn í röð Lovísa Arnardóttir skrifar 15. febrúar 2024 09:08 Jón Þröstur Jónsson hefur ekki sést síðan hann gekk út af hóteli sínu í Dyflinni þann 9. febrúar árið 2019. vísir/Getty/Brian Lawless Leit heldur áfram þriðja daginn í röð að Jóni Þresti Jónssyni í Santry Demense almenningsgarðinum í Dyflinni á Írlandi. Lögreglan er byrjuð að grafa í skóglendi sem afgirt var í gær í garðinum. Ekkert hefur spurst til Jóns Þrastar síðan í febrúar 2019 eftir að hann fór gangandi frá Bonnington hótelinu. Þar hafði hann dvalið ásamt unnustu sinni en þau komu til borgarinnar til að spila póker. Á kortinu má sjá fjarlægðina frá hótelinu sem Jón Þröstur gisti á að garðinum.Þá eru einnig merktar inn á mögulegar gönguleiðir samkvæmt Google maps.Vísir/Grafík Greint var frá því í gær að lögreglan í Dyflinni teldi líklegt að Jón Þröstur hafi farið í Santry Demense garðinn til að hitta einhvern til að fjármagna áframhaldandi pókerspil. Sá fundur hafi endað illa. Lögreglan er sögð byggja það á tveimur nafnlausum bréfum sem voru annars vegar send á lögreglu og hins vegar á prest. Lögreglan hefur hvatt þá sem sendu bréfin til að hafa samband og lofað þeim nafnleynd. Umfangsmikil leit hefur farið fram í almenningsgarðinum í tvo daga og hafa komið að leitinni leitarhundar og kafarar. Skóglendi í garðinum var girt af í gær eftir að leitarhundar fóru yfir svæðið og brugðust við lykt á svæðinu. Lögreglan hefur ekkert gefið upp um leitina en mikið er fjallað um málið í írskum fjölmiðlum. Á vef Newstalk segir að leit verði haldið áfram í dag og á vef RTE, írska ríkismiðilsins, segir að réttarmeinafræðingar séu við störf í garðinum. Á vef Dublin Live segir að lögreglan sé byrjuð að grafa á vettvangi. Systkini Jóns í Dyflinni Systir og bróðir Jóns Þrastar Jónssonar sem hvarf sporlaust í Dyflinni fyrir fimm árum síðan segjast finna fyrir viðhorfsbreytingu írsku lögreglunnar vegna rannsóknar á hvarfi hans. Þetta kom fram í Kastljósi í gærkvöldi þar sem rætt var við þau Önnu Hildi Jónsdóttur og Davíð Karl Wiium sem stödd eru í Dublin. Fréttin var uppfærð klukkan 10.15 með tilvísun í frétt Dublin Live um að það sé byrjað að grafa í garðinum. Leitin að Jóni Þresti Írland Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Lögregla girðir af svæði í almenningsgarðinum Lögreglan í Dublin hefur nú girt af skóglendi í Santry Demense almenningsgarðinum í Dublin þar sem leit stendur yfir að Jóni Þresti Jónssyni. Það kemur fram á írska miðlinum Independent. 14. febrúar 2024 14:53 Kafarar og hundar koma að í leitinni í almenningsgarðinum Lögreglan hefur hafið leit á ný að Jóni Þresti Jónssyni í Santry Demense almenningsgarðinum í Dublin. Leit hófst í gær en vegna stærðar garðsins er talið líklegt að það þurfi í það minnsta tvo daga í leitina. 14. febrúar 2024 11:54 Hafi ætlað að hitta einhvern í garðinum Lögregluyfirvöld í Dublin telja nú líklegt að Jón Þröstur Jónsson hafi ætlað sér að hitta einhvern í almenningsgarðinum Santry Demense. Hann hafi látist í kjölfar þess fundar. Þetta herma heimildir írska miðilsins Dublin Live. 13. febrúar 2024 23:11 Leitin að Jóni Þresti færist í almenningsgarð í Dublin Írska lögreglan hefur efnt til leitaraðgerða í almenningsgarði með skóglendi og vatni í Dublin í tengslum við rannsókn sína á mannshvarfi Jóns Þrastar Jónssonar í írsku höfuðborginni fyrir fimm árum. 13. febrúar 2024 16:24 Nýjar vísbendingar varðandi hvarf Jóns Þrastar Systkini Jóns Þrastar Jónssonar sem hvarf í Dublin á Írlandi fyrir fimm árum eru mætt til írsku höfuðborgarinnar í þeim tilgangi að aðstoða við rannsókn lögreglu á málinu. Írska lögreglan segir tvær nýjar vísbendingar hafa borist og leitar til almennings. 9. febrúar 2024 15:05 Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Fleiri fréttir Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Sjá meira
Ekkert hefur spurst til Jóns Þrastar síðan í febrúar 2019 eftir að hann fór gangandi frá Bonnington hótelinu. Þar hafði hann dvalið ásamt unnustu sinni en þau komu til borgarinnar til að spila póker. Á kortinu má sjá fjarlægðina frá hótelinu sem Jón Þröstur gisti á að garðinum.Þá eru einnig merktar inn á mögulegar gönguleiðir samkvæmt Google maps.Vísir/Grafík Greint var frá því í gær að lögreglan í Dyflinni teldi líklegt að Jón Þröstur hafi farið í Santry Demense garðinn til að hitta einhvern til að fjármagna áframhaldandi pókerspil. Sá fundur hafi endað illa. Lögreglan er sögð byggja það á tveimur nafnlausum bréfum sem voru annars vegar send á lögreglu og hins vegar á prest. Lögreglan hefur hvatt þá sem sendu bréfin til að hafa samband og lofað þeim nafnleynd. Umfangsmikil leit hefur farið fram í almenningsgarðinum í tvo daga og hafa komið að leitinni leitarhundar og kafarar. Skóglendi í garðinum var girt af í gær eftir að leitarhundar fóru yfir svæðið og brugðust við lykt á svæðinu. Lögreglan hefur ekkert gefið upp um leitina en mikið er fjallað um málið í írskum fjölmiðlum. Á vef Newstalk segir að leit verði haldið áfram í dag og á vef RTE, írska ríkismiðilsins, segir að réttarmeinafræðingar séu við störf í garðinum. Á vef Dublin Live segir að lögreglan sé byrjuð að grafa á vettvangi. Systkini Jóns í Dyflinni Systir og bróðir Jóns Þrastar Jónssonar sem hvarf sporlaust í Dyflinni fyrir fimm árum síðan segjast finna fyrir viðhorfsbreytingu írsku lögreglunnar vegna rannsóknar á hvarfi hans. Þetta kom fram í Kastljósi í gærkvöldi þar sem rætt var við þau Önnu Hildi Jónsdóttur og Davíð Karl Wiium sem stödd eru í Dublin. Fréttin var uppfærð klukkan 10.15 með tilvísun í frétt Dublin Live um að það sé byrjað að grafa í garðinum.
Leitin að Jóni Þresti Írland Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Lögregla girðir af svæði í almenningsgarðinum Lögreglan í Dublin hefur nú girt af skóglendi í Santry Demense almenningsgarðinum í Dublin þar sem leit stendur yfir að Jóni Þresti Jónssyni. Það kemur fram á írska miðlinum Independent. 14. febrúar 2024 14:53 Kafarar og hundar koma að í leitinni í almenningsgarðinum Lögreglan hefur hafið leit á ný að Jóni Þresti Jónssyni í Santry Demense almenningsgarðinum í Dublin. Leit hófst í gær en vegna stærðar garðsins er talið líklegt að það þurfi í það minnsta tvo daga í leitina. 14. febrúar 2024 11:54 Hafi ætlað að hitta einhvern í garðinum Lögregluyfirvöld í Dublin telja nú líklegt að Jón Þröstur Jónsson hafi ætlað sér að hitta einhvern í almenningsgarðinum Santry Demense. Hann hafi látist í kjölfar þess fundar. Þetta herma heimildir írska miðilsins Dublin Live. 13. febrúar 2024 23:11 Leitin að Jóni Þresti færist í almenningsgarð í Dublin Írska lögreglan hefur efnt til leitaraðgerða í almenningsgarði með skóglendi og vatni í Dublin í tengslum við rannsókn sína á mannshvarfi Jóns Þrastar Jónssonar í írsku höfuðborginni fyrir fimm árum. 13. febrúar 2024 16:24 Nýjar vísbendingar varðandi hvarf Jóns Þrastar Systkini Jóns Þrastar Jónssonar sem hvarf í Dublin á Írlandi fyrir fimm árum eru mætt til írsku höfuðborgarinnar í þeim tilgangi að aðstoða við rannsókn lögreglu á málinu. Írska lögreglan segir tvær nýjar vísbendingar hafa borist og leitar til almennings. 9. febrúar 2024 15:05 Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Fleiri fréttir Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Sjá meira
Lögregla girðir af svæði í almenningsgarðinum Lögreglan í Dublin hefur nú girt af skóglendi í Santry Demense almenningsgarðinum í Dublin þar sem leit stendur yfir að Jóni Þresti Jónssyni. Það kemur fram á írska miðlinum Independent. 14. febrúar 2024 14:53
Kafarar og hundar koma að í leitinni í almenningsgarðinum Lögreglan hefur hafið leit á ný að Jóni Þresti Jónssyni í Santry Demense almenningsgarðinum í Dublin. Leit hófst í gær en vegna stærðar garðsins er talið líklegt að það þurfi í það minnsta tvo daga í leitina. 14. febrúar 2024 11:54
Hafi ætlað að hitta einhvern í garðinum Lögregluyfirvöld í Dublin telja nú líklegt að Jón Þröstur Jónsson hafi ætlað sér að hitta einhvern í almenningsgarðinum Santry Demense. Hann hafi látist í kjölfar þess fundar. Þetta herma heimildir írska miðilsins Dublin Live. 13. febrúar 2024 23:11
Leitin að Jóni Þresti færist í almenningsgarð í Dublin Írska lögreglan hefur efnt til leitaraðgerða í almenningsgarði með skóglendi og vatni í Dublin í tengslum við rannsókn sína á mannshvarfi Jóns Þrastar Jónssonar í írsku höfuðborginni fyrir fimm árum. 13. febrúar 2024 16:24
Nýjar vísbendingar varðandi hvarf Jóns Þrastar Systkini Jóns Þrastar Jónssonar sem hvarf í Dublin á Írlandi fyrir fimm árum eru mætt til írsku höfuðborgarinnar í þeim tilgangi að aðstoða við rannsókn lögreglu á málinu. Írska lögreglan segir tvær nýjar vísbendingar hafa borist og leitar til almennings. 9. febrúar 2024 15:05