Mahomes biður fyrir Kansas City Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. febrúar 2024 06:31 Patrick Mahomes og félagar hans í liði Kansas City Chiefs sluppu ómeiddir frá skotárásinni. Getty/Marc Sanchez Sigurhátíð Kansas City Chiefs liðsins breyttist í martröð í gær þegar skotið var á fjölda fólks í meistaraskrúðgöngu liðsins. Chiefs liðið var að fagna sigri í Super Bowl leiknum en það varð fyrsta félagið í NFL í nítján ár til að vinna tvö ár í röð. Það var gríðarlegur fjöldi samankominn í miðborg Kansas City til að fagna með leikmönnum og þjálfurum en skotin hljómuðu undir lok hátíðarinnar. Kansas City Police Chief Stacey Graves says 22 are wounded from gunshots in the shooting after the Chiefs Super Bowl parade. One person has died. Graves also said three people are now detained and "under investigation." pic.twitter.com/IiVuRDWZgj— MSNBC (@MSNBC) February 14, 2024 Leikmenn og starfsmenn Chiefs liðsins sluppu óhultir frá skotárásinni en allir voru ekki svo heppnir. Einn lést og 21 einn varð fyrir skoti. Lögreglan handtók þrjá aðila. Lögreglustjórinn Stacey Graves staðfesti þessar tölur á blaðamannafundi. Átta þeirra sem urðu fyrir skoti voru í lífshættu en sex þeirra fengu minniháttar sár. „Ég er reið yfir því sem gerðist í dag. Fólkið sem kom hingað til að fagna liðinu ættu að búast við öruggu umhverfi,“ sagði Stacey Graves, lögreglustjóri Kansas City. Útvarpsstöðin KKFI greindi frá því að einn plötusnúður hennar, Lisa Lopez-Galvan, hafi látist í skotárásinni. Hún var tveggja barna móðir. Mercy barnaspítalinn staðfesti það að hann hafi fengið ellefu börn inn til sín sem höfðu særst í skotárásinni. Þau voru á aldrinum sex til fimmtán ára en eiga öll að ná sér af sárum sínum. Leikmennirnir sluppu óhultir en voru mjög slegnir yfir fréttunum. Praying for Kansas City — Patrick Mahomes II (@PatrickMahomes) February 14, 2024 „Ég bið fyrir Kansas City,“ skrifaði leikstjórnandinn Patrick Mahomes á samfélagsmiðilinn X. „Við skulum biðja fyrir fórnarlömbum þessa andstyggilega verknaðs. Biðjum fyrir því að læknar og viðbragðsaðilar hafi traustar hendur og að það verði í lagi með alla,“ skrifaði liðsfélagi hans Drue Tranquill. Travis Kelce sagðist vera harmi lostinn yfir atburðunum í gær. „Hjarta mitt er hjá öllum sem komu til að fagna með okkur en urðu fyrir áhrifum af þessari árás. KC mig þykir svo vænt um þig,“ skrifaði Kelce. I am heartbroken over the tragedy that took place today. My heart is with all who came out to celebrate with us and have been affected. KC, you mean the world to me.— Travis Kelce (@tkelce) February 15, 2024 NFL Ofurskálin Mest lesið Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti Fleiri fréttir Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Síðasti dansinn hjá Kelce? Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Sjá meira
Chiefs liðið var að fagna sigri í Super Bowl leiknum en það varð fyrsta félagið í NFL í nítján ár til að vinna tvö ár í röð. Það var gríðarlegur fjöldi samankominn í miðborg Kansas City til að fagna með leikmönnum og þjálfurum en skotin hljómuðu undir lok hátíðarinnar. Kansas City Police Chief Stacey Graves says 22 are wounded from gunshots in the shooting after the Chiefs Super Bowl parade. One person has died. Graves also said three people are now detained and "under investigation." pic.twitter.com/IiVuRDWZgj— MSNBC (@MSNBC) February 14, 2024 Leikmenn og starfsmenn Chiefs liðsins sluppu óhultir frá skotárásinni en allir voru ekki svo heppnir. Einn lést og 21 einn varð fyrir skoti. Lögreglan handtók þrjá aðila. Lögreglustjórinn Stacey Graves staðfesti þessar tölur á blaðamannafundi. Átta þeirra sem urðu fyrir skoti voru í lífshættu en sex þeirra fengu minniháttar sár. „Ég er reið yfir því sem gerðist í dag. Fólkið sem kom hingað til að fagna liðinu ættu að búast við öruggu umhverfi,“ sagði Stacey Graves, lögreglustjóri Kansas City. Útvarpsstöðin KKFI greindi frá því að einn plötusnúður hennar, Lisa Lopez-Galvan, hafi látist í skotárásinni. Hún var tveggja barna móðir. Mercy barnaspítalinn staðfesti það að hann hafi fengið ellefu börn inn til sín sem höfðu særst í skotárásinni. Þau voru á aldrinum sex til fimmtán ára en eiga öll að ná sér af sárum sínum. Leikmennirnir sluppu óhultir en voru mjög slegnir yfir fréttunum. Praying for Kansas City — Patrick Mahomes II (@PatrickMahomes) February 14, 2024 „Ég bið fyrir Kansas City,“ skrifaði leikstjórnandinn Patrick Mahomes á samfélagsmiðilinn X. „Við skulum biðja fyrir fórnarlömbum þessa andstyggilega verknaðs. Biðjum fyrir því að læknar og viðbragðsaðilar hafi traustar hendur og að það verði í lagi með alla,“ skrifaði liðsfélagi hans Drue Tranquill. Travis Kelce sagðist vera harmi lostinn yfir atburðunum í gær. „Hjarta mitt er hjá öllum sem komu til að fagna með okkur en urðu fyrir áhrifum af þessari árás. KC mig þykir svo vænt um þig,“ skrifaði Kelce. I am heartbroken over the tragedy that took place today. My heart is with all who came out to celebrate with us and have been affected. KC, you mean the world to me.— Travis Kelce (@tkelce) February 15, 2024
NFL Ofurskálin Mest lesið Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti Fleiri fréttir Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Síðasti dansinn hjá Kelce? Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Sjá meira