Hlaut sex ára dóm fyrir smygl og forðast enn fangelsi fyrir að stinga frænda Sindri Sverrisson skrifar 14. febrúar 2024 16:30 Quincy Promes lék með Hollendingum á EM 2021, ári eftir að hafa skipulagt stórfellt kókaínsmygl. Getty/Dmitriy Golubovich Knattspyrnumaðurinn Quincy Promes, sem leikið hefur fimmtíu A-landsleiki fyrir Holland, var í dag dæmdur í sex ára fangelsi fyrir aðild sína að kókaínsmygli. Dómurinn bætist við eins og hálfs árs dóm sem Promes hlaut síðasta sumar fyrir að stinga frænda sinn í hnéð. Hann hefur hins vegar ekki setið í fangelsi, og mætti ekki til dómsuppkvaðningar í dag, því hann hefur haldið sig í Rússlandi og er raunar enn að spila fótbolta, með Spartak Moskvu. Promes, sem er 32 ára, hlaut eins og fyrr segir sex ára dóm vegna smygls á 1.350 kg af kókaíni, í lok janúar 2020. Um var að ræða tvær sendingar sem faldar voru í saltpokum, í gámaskipi sem kom til hafnar í Antwerpen í Belgíu frá Brasilíu. Spartak Moscow forward Quincy Promes has been sentenced in his absence to six years in prison by a Dutch court for his involvement in smuggling 1,350kgs of cocaine.https://t.co/AYjn49aRav— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) February 14, 2024 Promes var dæmdur fyrir sinn þátt í að stýra innflutningnum og fjármagna hann. Af skilaboðum hans til annarra sem smyglinu tengdust mátti sjá að Promes hefði varið til þess 75.000 evrum. Samkvæmt dómnum vildi Promes einfaldlega eignast meiri auðæfi en hann hafði þó gert sem atvinnumaður í fótbolta. Hann var á þessum tíma leikmaður Ajax í Hollandi en var áður hjá Sevilla á Spáni. Hann lék þar áður með Spartak Moskvu 2014-2018 og sneri svo aftur til Rússlands 2021, árið sem hann spilaði síðast fyrir Hollands hönd. Promes hefur skorað sex mörk í sautján deildarleikjum fyrir Spartak í vetur. Samningur hans við félagið rennur út í sumar. Fótbolti Hollenski boltinn Mest lesið „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Enski boltinn Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Íslenski boltinn Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Enski boltinn Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Enski boltinn Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Sport Vilja dæma skíðastökkvarana í bann vegna saumaskandalsins Sport Fleiri fréttir Spánn skiptir þjálfaranum út Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Barcelona rúllaði yfir Como Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Brøndby náði í sigur heimafyrir Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Ísak nældi í gult í tapi Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Ólafur skoraði en Aalesund fékk skell Ísak skoraði en Lyngby tapaði Sjá meira
Dómurinn bætist við eins og hálfs árs dóm sem Promes hlaut síðasta sumar fyrir að stinga frænda sinn í hnéð. Hann hefur hins vegar ekki setið í fangelsi, og mætti ekki til dómsuppkvaðningar í dag, því hann hefur haldið sig í Rússlandi og er raunar enn að spila fótbolta, með Spartak Moskvu. Promes, sem er 32 ára, hlaut eins og fyrr segir sex ára dóm vegna smygls á 1.350 kg af kókaíni, í lok janúar 2020. Um var að ræða tvær sendingar sem faldar voru í saltpokum, í gámaskipi sem kom til hafnar í Antwerpen í Belgíu frá Brasilíu. Spartak Moscow forward Quincy Promes has been sentenced in his absence to six years in prison by a Dutch court for his involvement in smuggling 1,350kgs of cocaine.https://t.co/AYjn49aRav— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) February 14, 2024 Promes var dæmdur fyrir sinn þátt í að stýra innflutningnum og fjármagna hann. Af skilaboðum hans til annarra sem smyglinu tengdust mátti sjá að Promes hefði varið til þess 75.000 evrum. Samkvæmt dómnum vildi Promes einfaldlega eignast meiri auðæfi en hann hafði þó gert sem atvinnumaður í fótbolta. Hann var á þessum tíma leikmaður Ajax í Hollandi en var áður hjá Sevilla á Spáni. Hann lék þar áður með Spartak Moskvu 2014-2018 og sneri svo aftur til Rússlands 2021, árið sem hann spilaði síðast fyrir Hollands hönd. Promes hefur skorað sex mörk í sautján deildarleikjum fyrir Spartak í vetur. Samningur hans við félagið rennur út í sumar.
Fótbolti Hollenski boltinn Mest lesið „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Enski boltinn Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Íslenski boltinn Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Enski boltinn Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Enski boltinn Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Sport Vilja dæma skíðastökkvarana í bann vegna saumaskandalsins Sport Fleiri fréttir Spánn skiptir þjálfaranum út Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Barcelona rúllaði yfir Como Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Brøndby náði í sigur heimafyrir Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Ísak nældi í gult í tapi Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Ólafur skoraði en Aalesund fékk skell Ísak skoraði en Lyngby tapaði Sjá meira