Bandaríkjamenn veðja meira en 23 milljörðum dollara á Super Bowl Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. febrúar 2024 17:01 NFL áhugakona stillir sér upp á milli mynda af leikstjórnendunum, Patrick Mahomes og Brock Purdy. Getty/Candice Ward Super Bowl leikurinn fer fram í Las Vegas í ár, „höfuðborg“ veðmála og spilavíta í Bandaríkjunum. Það vantar heldur ekki veðmálin á leikinn á sunnudaginn. Í raun verða sett alls konar met í veðmálum á stærsta íþróttaleik ársins í Bandaríkjunum. Það er búist við því 68 milljónir Bandaríkjamanna veðji á leikinn eða einn af hverjum fjórum. A record number of Americans are expected to wager an estimated $23.1 billion on the Super Bowl LVIII game, according to an American Gaming Association survey.That's 26% of all American adults. #SuperBowl pic.twitter.com/SQ8Xciq4zh— DW Sports (@dw_sports) February 6, 2024 Spáð er að þeir veðji meira en 23 milljörðum dollara á Super Bowl eða meira en þrjú þúsund og eitt hundrað milljörðum íslenskra króna. Það er 35 prósent aukning frá því á leiknum í fyrra en þetta eru spátölur frá American Gaming Association eða bandaríska veðmálasambandinu. Þótt að búist sé við því að meira en 23 milljarðar Bandaríkjadala verði veðjað á leikinn þá eru aðeins 1,5 milljarður af þeim hluti af löglegum veðmálum. Fjöldi veðjar nefnilega á leikinn á svörtum markaði til að forðast bæði gjöld og skatta af vinningunum. Spár AGA taka þau veðmál engu að síður með í útreikninga sína. AGA estimates Super Bowl LVIII wagers could reach $23.1bn https://t.co/aBzC72yKMX— Gaming America (@_GamingAmerica) February 6, 2024 Ellefu prósent Bandaríkjamanna eða 28,7 milljónir manna, munu veðja á leikinn hjá löglegum aðilum. Flestir veðja á leikinn í Las Vegas eða 12,8 prósent hópsins en 12,4 prósent veðja á hann í New York og 9,6 prósent í New Jersey. Það er líka hægt að veðja á allt milli himins og jarðar þegar kemur að þessum leik hvort sem það eru hlutir í leiknum sjálfum eða það sem er í gangi í kringum leikinn og í hálfleik. Bandaríkjamenn flykkjast líkja að sjónvarpinu á sunnudagskvöldið og um 73 prósent þeirra ætla að horfa á leikinn samkvæmt könnunum. Það er tíu prósent aukning frá því í fyrra og flestir skrifa það á áhrifin frá Taylor Swift sem er kærasta stjörnuleikmanns Kansas City Chiefs. San Francisco 49ers og Kansas City Chiefs mætast í leiknum um Ofurskálina í ár en Super Bowl hátíðin er að sjálfsögðu sýnd beint á Stöð 2 Sport 2. Útsendingin hefst klukkan 22.00 á sunnudaginn með upphitun fyrir leikinn en leikurinn sjálfur byrjar síðan upp úr klukkan 23.30. NFL Mest lesið Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti Fleiri fréttir Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Síðasti dansinn hjá Kelce? Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Sjá meira
Í raun verða sett alls konar met í veðmálum á stærsta íþróttaleik ársins í Bandaríkjunum. Það er búist við því 68 milljónir Bandaríkjamanna veðji á leikinn eða einn af hverjum fjórum. A record number of Americans are expected to wager an estimated $23.1 billion on the Super Bowl LVIII game, according to an American Gaming Association survey.That's 26% of all American adults. #SuperBowl pic.twitter.com/SQ8Xciq4zh— DW Sports (@dw_sports) February 6, 2024 Spáð er að þeir veðji meira en 23 milljörðum dollara á Super Bowl eða meira en þrjú þúsund og eitt hundrað milljörðum íslenskra króna. Það er 35 prósent aukning frá því á leiknum í fyrra en þetta eru spátölur frá American Gaming Association eða bandaríska veðmálasambandinu. Þótt að búist sé við því að meira en 23 milljarðar Bandaríkjadala verði veðjað á leikinn þá eru aðeins 1,5 milljarður af þeim hluti af löglegum veðmálum. Fjöldi veðjar nefnilega á leikinn á svörtum markaði til að forðast bæði gjöld og skatta af vinningunum. Spár AGA taka þau veðmál engu að síður með í útreikninga sína. AGA estimates Super Bowl LVIII wagers could reach $23.1bn https://t.co/aBzC72yKMX— Gaming America (@_GamingAmerica) February 6, 2024 Ellefu prósent Bandaríkjamanna eða 28,7 milljónir manna, munu veðja á leikinn hjá löglegum aðilum. Flestir veðja á leikinn í Las Vegas eða 12,8 prósent hópsins en 12,4 prósent veðja á hann í New York og 9,6 prósent í New Jersey. Það er líka hægt að veðja á allt milli himins og jarðar þegar kemur að þessum leik hvort sem það eru hlutir í leiknum sjálfum eða það sem er í gangi í kringum leikinn og í hálfleik. Bandaríkjamenn flykkjast líkja að sjónvarpinu á sunnudagskvöldið og um 73 prósent þeirra ætla að horfa á leikinn samkvæmt könnunum. Það er tíu prósent aukning frá því í fyrra og flestir skrifa það á áhrifin frá Taylor Swift sem er kærasta stjörnuleikmanns Kansas City Chiefs. San Francisco 49ers og Kansas City Chiefs mætast í leiknum um Ofurskálina í ár en Super Bowl hátíðin er að sjálfsögðu sýnd beint á Stöð 2 Sport 2. Útsendingin hefst klukkan 22.00 á sunnudaginn með upphitun fyrir leikinn en leikurinn sjálfur byrjar síðan upp úr klukkan 23.30.
NFL Mest lesið Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti Fleiri fréttir Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Síðasti dansinn hjá Kelce? Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Sjá meira