„Ég held að fólk ætti að reyna að setja sig í þessi spor“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 7. febrúar 2024 11:03 Mynd af Taylor Swift sem búin er til með einföldu og aðgengilegu gervigreindarforriti. Kynferðislegar gervigreindarmyndir af henni af svipuðum toga vöktu marga til umhugsunar í síðustu viku. Kynferðislegar myndir af bandarísku poppstjörnunni Taylor Swift, sem skapaðar voru af gervigreind, fóru eins og eldur í sinu um samfélagsmiðla á dögunum. Tæknin hefur þróast á ógnarhraða síðustu misseri og hver sem er getur í raun beitt henni. Talskona Stígamóta segir nýjan veruleika blasa við. Mál Taylor Swift, einnar alskærustu stjörnu hins vestræna heims um þessar mundir, vakti mikla athygli nú um mánaðamótin. Niðurstöður rannsóknar á uppruna myndanna voru birtar í fyrradag - flest bendir til þess að þær megi rekja til áskorunar sem gekk milli notenda á vefsíðunni 4Chan, spjallborði þar sem ýmislegt misjafnt hefur grasserað gegnum tíðina. Brot úr umfjöllun Íslands í dag um stafrænt kynferðisofbeldi og gervigreind má horfa á hér fyrir neðan. Notendur hafi þar skorað hver á annan að búa til kynferðislegar og ofbeldisfullar myndir af frægum konum, þar á meðal Swift, með gervigreindarforritum á borð við DALL-E og Microsoft Designer. Þetta eru forrit sem sem opin eru öllum og afar auðvelt er að nota. Drífa Snædal talskona Stígamóta segir málið birtingarmynd nýs og óhugnanlegs veruleika. „Já, ég reikna með því, við vitum að allar framfarir í tækni, klámiðnaðurinn er fljótur að tileinka sér þær. Líka þeir sem vilja beita annað fólk ofbeldi eða einelti. Þannig að það má búast við því. Við vitum öll hvernig okkur varð við þegar við sáum Hemma Gunn birtast lifandi í áramótaskaupinu, það fékk á suma og vakti marga til umhugsunar. Ég held að fólk ætti að reyna að setja sig í þessi spor, að það séu allt í einu komnar nektarmyndir af þér, vídjó, eða klámmyndbönd. Við myndum skilgreina það sem ofbeldi, að birta slíkt.“ Gervigreind Hollywood Kynferðisofbeldi Ísland í dag Stafrænt ofbeldi Tengdar fréttir Nektarmyndir af Swift skapaðar af gervigreind í dreifingu Klámfengnar myndir af bandarísku poppstjörnunni Taylor Swift, sem skapaðar voru af gervigreind, dreifðust eins og eldur í sinu um samfélagsmiðla á dögunum. Þingmenn í fulltrúadeild Bandaríkjanna hafa síðan gert ákall eftir löggjöf gegn fölsuðu myndefni af þessu tagi. 27. janúar 2024 12:14 Mest lesið Lögmálið um lítil typpi Lífið „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lífið Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ Lífið Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Lífið „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Lífið George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Menning Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Lífið Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tónlist Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Lífið Fleiri fréttir Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Sjá meira
Mál Taylor Swift, einnar alskærustu stjörnu hins vestræna heims um þessar mundir, vakti mikla athygli nú um mánaðamótin. Niðurstöður rannsóknar á uppruna myndanna voru birtar í fyrradag - flest bendir til þess að þær megi rekja til áskorunar sem gekk milli notenda á vefsíðunni 4Chan, spjallborði þar sem ýmislegt misjafnt hefur grasserað gegnum tíðina. Brot úr umfjöllun Íslands í dag um stafrænt kynferðisofbeldi og gervigreind má horfa á hér fyrir neðan. Notendur hafi þar skorað hver á annan að búa til kynferðislegar og ofbeldisfullar myndir af frægum konum, þar á meðal Swift, með gervigreindarforritum á borð við DALL-E og Microsoft Designer. Þetta eru forrit sem sem opin eru öllum og afar auðvelt er að nota. Drífa Snædal talskona Stígamóta segir málið birtingarmynd nýs og óhugnanlegs veruleika. „Já, ég reikna með því, við vitum að allar framfarir í tækni, klámiðnaðurinn er fljótur að tileinka sér þær. Líka þeir sem vilja beita annað fólk ofbeldi eða einelti. Þannig að það má búast við því. Við vitum öll hvernig okkur varð við þegar við sáum Hemma Gunn birtast lifandi í áramótaskaupinu, það fékk á suma og vakti marga til umhugsunar. Ég held að fólk ætti að reyna að setja sig í þessi spor, að það séu allt í einu komnar nektarmyndir af þér, vídjó, eða klámmyndbönd. Við myndum skilgreina það sem ofbeldi, að birta slíkt.“
Gervigreind Hollywood Kynferðisofbeldi Ísland í dag Stafrænt ofbeldi Tengdar fréttir Nektarmyndir af Swift skapaðar af gervigreind í dreifingu Klámfengnar myndir af bandarísku poppstjörnunni Taylor Swift, sem skapaðar voru af gervigreind, dreifðust eins og eldur í sinu um samfélagsmiðla á dögunum. Þingmenn í fulltrúadeild Bandaríkjanna hafa síðan gert ákall eftir löggjöf gegn fölsuðu myndefni af þessu tagi. 27. janúar 2024 12:14 Mest lesið Lögmálið um lítil typpi Lífið „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lífið Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ Lífið Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Lífið „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Lífið George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Menning Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Lífið Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tónlist Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Lífið Fleiri fréttir Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Sjá meira
Nektarmyndir af Swift skapaðar af gervigreind í dreifingu Klámfengnar myndir af bandarísku poppstjörnunni Taylor Swift, sem skapaðar voru af gervigreind, dreifðust eins og eldur í sinu um samfélagsmiðla á dögunum. Þingmenn í fulltrúadeild Bandaríkjanna hafa síðan gert ákall eftir löggjöf gegn fölsuðu myndefni af þessu tagi. 27. janúar 2024 12:14