Emma Hayes: Skortur á kvenkyns þjálfurum risastórt vandamál Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 5. febrúar 2024 21:30 Emma Hayes á hliðarlínunni. Angel Martinez/Getty Images Emma Hayes, fráfarandi þjálfari Englandsmeistara Chelsea í knattspyrnu, segir skort á kvenkyns þjálfurum vera risastórt vandamál. Hvetur hún knattspyrnuhreyfinguna til að finna lausnir. Hin 47 ára gamla Hayes hefur stýrt Chelsea í meira en áratug og ítrekað sýnt snilli sína á hliðarlínunni. Undir hennar stjórn hefur liðið sex sinnum orðið Englandsmeistari og fimm sinnum bikarmeistari. Þá var hún kosin besti þjálfari heims af FIFA árið 2021 og ári síðar fékk hún OBE-orðu frá bresku krúninni. Thanks to all the fans that came to see the Chelsea tonight. We heard every single one of you @ChelseaFCW pic.twitter.com/Scb9QWeq5p— Emma Hayes OBE (@emmahayes1) December 20, 2023 Þrátt fyrir að taka við bandaríska kvennalandsliðinu að leiktíðinni lokinni þá er ljóst að Emma er alltaf með hugann við enska knattspyrnu. Hún segir að það sé gríðarleg vinna framundan þegar kemur að því að minnka bilið milli karla og kvenna í þjálfun. Aðeins þriðjungur liða (fjögur) í efstu deild kvenna á Englandi eru með kvenkyns þjálfara. Þá eru aðeins 21 kona í Englandi með UEFA Pro-þjálfaragráðu. „Við þurfum að horfast í augu við að tækifærin eru af skornum skammti. Við þurfum að hugsa upp nýjar leiðir til að mennta stelpur frá unga aldri,“ sagði Hayes í viðtali við BBC. „Við þurfum að horfa í hvað það kostar að mennta sig. Það kostar um 10 þúsund pund (1,7 milljónir íslenskra króna) að taka Pro-gráðuna. Launin í kvennaknattspyrnu eru ekkert samanborið við launin karla megin.“ „Við þurfum mennta konur og stelpur fyrr á ferli þeirra. Við þurfum að setja meira fjármagn í þjálfun.“ Aðspurð hvort hún vildi að arftaki sinn hjá Chelsea yrði kvenkyns þá sagði Hayes best að hún myndi ekki skipta sér að því. Elísabet Gunnarsdóttir hefur verið orðuð við starfið en enn er ekki ljóst hver þarf að fylla það stóra skarð sem Hayes skilur eftir sig. Chelsea er á toppi ensku deildarinnar með 34 stig, þremur stigum meira en Arsenal, og stefnir hraðbyr á fimmta Englandsmeistaratitilinn í röð. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Fótbolti Fyrrum forkólfar KSÍ á eftir Fjallinu á toppi tekjulistans Sport Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Enski boltinn Svona er hópur Íslands sem fer á EM Körfubolti Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila Handbolti Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Íslenski boltinn Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Enski boltinn Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Fótbolti Ein frægasta íþróttakona Úkraínu dæmd í fjögurra ára bann Sport Sóla ekki skemmt yfir Owen-treyju: „Vil ekki sjá hana“ Enski boltinn Fleiri fréttir Sóla ekki skemmt yfir Owen-treyju: „Vil ekki sjá hana“ Eze fari til Spurs fyrir vikulok Sjáðu mark Chiesa frá öllum vinklum og öll hin mörkin Isak skrópar á verðlaunahátíð Úlfarnir kaupa hraðasta leikmann Ítalíu Klárlega búið að vanmeta Man. City Chiesa núna ákveðinn í að vera áfram hjá Liverpool Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Sjáðu vítadóminn sem færði Leeds sigurinn í gærkvöldi Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Bauð öllum frían bjór fyrir leik kvöldsins Forest heldur áfram að versla „Getur sungið í sturtunni heima en ekki víst að þú getir gert það á La Scala í Mílanó“ „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Forest fær nýjan markahrók Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti „Ekki trúa öllu sem þið lesið, sérstaklega á netinu“ Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Eze og Guehi byrja hjá Palace þrátt fyrir óvissuna Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Sjá meira
Hin 47 ára gamla Hayes hefur stýrt Chelsea í meira en áratug og ítrekað sýnt snilli sína á hliðarlínunni. Undir hennar stjórn hefur liðið sex sinnum orðið Englandsmeistari og fimm sinnum bikarmeistari. Þá var hún kosin besti þjálfari heims af FIFA árið 2021 og ári síðar fékk hún OBE-orðu frá bresku krúninni. Thanks to all the fans that came to see the Chelsea tonight. We heard every single one of you @ChelseaFCW pic.twitter.com/Scb9QWeq5p— Emma Hayes OBE (@emmahayes1) December 20, 2023 Þrátt fyrir að taka við bandaríska kvennalandsliðinu að leiktíðinni lokinni þá er ljóst að Emma er alltaf með hugann við enska knattspyrnu. Hún segir að það sé gríðarleg vinna framundan þegar kemur að því að minnka bilið milli karla og kvenna í þjálfun. Aðeins þriðjungur liða (fjögur) í efstu deild kvenna á Englandi eru með kvenkyns þjálfara. Þá eru aðeins 21 kona í Englandi með UEFA Pro-þjálfaragráðu. „Við þurfum að horfast í augu við að tækifærin eru af skornum skammti. Við þurfum að hugsa upp nýjar leiðir til að mennta stelpur frá unga aldri,“ sagði Hayes í viðtali við BBC. „Við þurfum að horfa í hvað það kostar að mennta sig. Það kostar um 10 þúsund pund (1,7 milljónir íslenskra króna) að taka Pro-gráðuna. Launin í kvennaknattspyrnu eru ekkert samanborið við launin karla megin.“ „Við þurfum mennta konur og stelpur fyrr á ferli þeirra. Við þurfum að setja meira fjármagn í þjálfun.“ Aðspurð hvort hún vildi að arftaki sinn hjá Chelsea yrði kvenkyns þá sagði Hayes best að hún myndi ekki skipta sér að því. Elísabet Gunnarsdóttir hefur verið orðuð við starfið en enn er ekki ljóst hver þarf að fylla það stóra skarð sem Hayes skilur eftir sig. Chelsea er á toppi ensku deildarinnar með 34 stig, þremur stigum meira en Arsenal, og stefnir hraðbyr á fimmta Englandsmeistaratitilinn í röð.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Fótbolti Fyrrum forkólfar KSÍ á eftir Fjallinu á toppi tekjulistans Sport Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Enski boltinn Svona er hópur Íslands sem fer á EM Körfubolti Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila Handbolti Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Íslenski boltinn Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Enski boltinn Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Fótbolti Ein frægasta íþróttakona Úkraínu dæmd í fjögurra ára bann Sport Sóla ekki skemmt yfir Owen-treyju: „Vil ekki sjá hana“ Enski boltinn Fleiri fréttir Sóla ekki skemmt yfir Owen-treyju: „Vil ekki sjá hana“ Eze fari til Spurs fyrir vikulok Sjáðu mark Chiesa frá öllum vinklum og öll hin mörkin Isak skrópar á verðlaunahátíð Úlfarnir kaupa hraðasta leikmann Ítalíu Klárlega búið að vanmeta Man. City Chiesa núna ákveðinn í að vera áfram hjá Liverpool Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Sjáðu vítadóminn sem færði Leeds sigurinn í gærkvöldi Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Bauð öllum frían bjór fyrir leik kvöldsins Forest heldur áfram að versla „Getur sungið í sturtunni heima en ekki víst að þú getir gert það á La Scala í Mílanó“ „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Forest fær nýjan markahrók Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti „Ekki trúa öllu sem þið lesið, sérstaklega á netinu“ Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Eze og Guehi byrja hjá Palace þrátt fyrir óvissuna Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Sjá meira