Eðlilegt að þolinmæði björgunarsveitarmanna þverri Bjarki Sigurðsson skrifar 3. febrúar 2024 13:01 Jón Þór Víglundsson upplýsingafulltrúi Landsbjargar segist hafa fengið góð viðbrögð við beiðni um að fleiri björgunarsveitir taki þátt í aðgerðum við Grindavík. Í fyrsta sinn í sögunni geta björgunarsveitir ekki mætt óskum viðbragðsaðila um mannskap og ná ekki að manna vaktir í Grindavík. Upplýsingafulltrúi Landsbjargar segir eðlilegt að þolinmæði björgunarsveitarmanna og aðstandenda þeirra þverri. Land heldur áfram að rísa við Svartsengi og Grindavík og eru enn taldar svipaðar líkur á gosi og áður. Kvika gæti komið upp á yfirborðið með skömmum fyrirvara á næstu dögum. Skjálftavirkni á svæðinu var afar lítil í nótt. Fjögur ár af hamförum Reykjanesi Eftir tæp fjögur ár af jarðhræringum og eldgosum á Reykjanesskaga geta björgunarsveitir landsins í fyrsta sinn í sögunni ekki mætt óskum viðbragðsaðila um aðstoð að fullu. Álagið hefur verið mikið og að sögn Jóns Þórs Víglundssonar, upplýsingafulltrúa Landsbjargar, eru verkefnin í Grindavík af öðrum toga en björgunarsveitarmenn eru vanir. „Björgunarsveitir eru fyrst og fremst hugsaðar fyrir átaksverkefni, viðbragð við leit og björgun sem stendur yfir í takmarkaðan tíma og er yfirleitt fyrirsjáanlegt. Hér erum við kominn í einhvern annan fasa og það er kannski bara eðlilegt að þolinmæði fólks og sérstaklega fjölskyldu og vinnuveitenda sé aðeins farin að þverra,“ segir Jón Þór. Vilja leita og bjarga Þrátt fyrir að erfiðlega hafi gengið að manna vaktir tengdar Grindavík hefur það ekki komið niður á viðbragðsgetu björgunarsveita. Það sannaðist í nótt þegar björgunarsveitir sinntu fjölda verkefna víða um land vegna veðurs. „Fólk brennur fyrir þeirri grunnhugsun sem björgunarsveitirnar snúast um, sem er leit og björgun. Það er tilbúið til þess að nota tíma sinn í það og kasta öllu frá sér þegar þannig stendur á,“ segir Jón Þór. Erfitt að fá fólk utan af landi Hann telur það vanta smá fyrirsjáanleika fyrir björgunarsveitir. „Þegar við ætlum að draga fólk lengra af landinu þarna suður eftir, þá þurfum við að hafa smá fyrirsjáanleika og fólk þarf að geta skipulagt sig þegar það er að koma langan veg. Þannig við höfum verið svolítið að manna þetta frá degi til dags og þá reynir á fólki hérna í nærumhverfinu,“ segir Jón Þór. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Björgunarsveitir Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Sjá meira
Land heldur áfram að rísa við Svartsengi og Grindavík og eru enn taldar svipaðar líkur á gosi og áður. Kvika gæti komið upp á yfirborðið með skömmum fyrirvara á næstu dögum. Skjálftavirkni á svæðinu var afar lítil í nótt. Fjögur ár af hamförum Reykjanesi Eftir tæp fjögur ár af jarðhræringum og eldgosum á Reykjanesskaga geta björgunarsveitir landsins í fyrsta sinn í sögunni ekki mætt óskum viðbragðsaðila um aðstoð að fullu. Álagið hefur verið mikið og að sögn Jóns Þórs Víglundssonar, upplýsingafulltrúa Landsbjargar, eru verkefnin í Grindavík af öðrum toga en björgunarsveitarmenn eru vanir. „Björgunarsveitir eru fyrst og fremst hugsaðar fyrir átaksverkefni, viðbragð við leit og björgun sem stendur yfir í takmarkaðan tíma og er yfirleitt fyrirsjáanlegt. Hér erum við kominn í einhvern annan fasa og það er kannski bara eðlilegt að þolinmæði fólks og sérstaklega fjölskyldu og vinnuveitenda sé aðeins farin að þverra,“ segir Jón Þór. Vilja leita og bjarga Þrátt fyrir að erfiðlega hafi gengið að manna vaktir tengdar Grindavík hefur það ekki komið niður á viðbragðsgetu björgunarsveita. Það sannaðist í nótt þegar björgunarsveitir sinntu fjölda verkefna víða um land vegna veðurs. „Fólk brennur fyrir þeirri grunnhugsun sem björgunarsveitirnar snúast um, sem er leit og björgun. Það er tilbúið til þess að nota tíma sinn í það og kasta öllu frá sér þegar þannig stendur á,“ segir Jón Þór. Erfitt að fá fólk utan af landi Hann telur það vanta smá fyrirsjáanleika fyrir björgunarsveitir. „Þegar við ætlum að draga fólk lengra af landinu þarna suður eftir, þá þurfum við að hafa smá fyrirsjáanleika og fólk þarf að geta skipulagt sig þegar það er að koma langan veg. Þannig við höfum verið svolítið að manna þetta frá degi til dags og þá reynir á fólki hérna í nærumhverfinu,“ segir Jón Þór.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Björgunarsveitir Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Sjá meira