Þjálfarinn talaði ekki við Albert í þrjá daga: „Nýju kaupin okkar“ Sindri Sverrisson skrifar 2. febrúar 2024 15:01 Albert Guðmundsson á ferðinni í leik með Genoa í vetur. Getty/Francesco Pecoraro Alberto Gilardino, þjálfari ítalska knattspyrnufélagsins Genoa, er hæstánægður með að fá áfram að þjálfa nafna sinn, Albert Guðmundsson, eftir óvissu síðustu sólarhringa. Lengi virtist útlit fyrir að Albert yrði seldur til Fiorentina sem gerði nokkrar tilraunir til að ná samkomulagi við Genoa um kaupverð. Hæsta boðið í gær var upp á 22 milljónir evra, auk 3 milljóna evra í bónusgreiðslur, eða samtals jafnvirði 3,7 milljarða króna. Því hafnaði Genoa og mun hafa viljað 30 milljónir evra. Albert Gudmundsson stays at Genoa. Final proposal from Fiorentina worth 22m plus 3m add-ons has been rejected.Gudmundsson will stay at Genoa until the end of the season and then he could leave in case of important proposal in the summer. pic.twitter.com/VURMvSfLot— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) February 1, 2024 Gilardino var spurður að því í dag hvort að hann hefði óttast að missa Albert, sem skorað hefur níu mörk í ítölsku A-deildinni í vetur: „Ég hef ekki sagt orð við hann síðustu þrjá daga. Ég skildi við hann mjög rólegan og í dag mun ég faðma hann. Hann er nýju kaupin okkar fyrir seinni hluta leiktíðarinnar. Hann hefur ekki látið tal síðustu vikna trufla sig neitt og það sýnir að hann er toppleikmaður, einnig hvað hugarfarið snertir,“ sagði Gilardino. „Það er heppilegt fyrir hann að hann verði áfram í Genoa því hér er hann dáður og vel liðinn af liðsfélögunum. Núna þarf hann að draga liðið áfram því hæfileikarnir til þess búa í honum. Við erum ánægðir með að hann skyldi halda kyrru fyrir og það sýnir sig í því að félagið gaf ekki þumlung eftir,“ bætti þessi fyrrverandi landsliðsframherji Ítalíu við. Næsti leikur Genoa er á útivelli gegn Empoli klukkan 14 á morgun. Þess má geta að leikurinn er sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2. Ítalski boltinn Mest lesið Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Fótbolti Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Íslenski boltinn Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Fótbolti Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Fótbolti Drap Messi-drauminn í fæðingu: „Ekki raunhæft“ Fótbolti Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Enski boltinn Aserar áhugalitlir og völlurinn hálftómur Sport Fleiri fréttir Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ 23 ára forseti ítalsks félags: „Þú þarft ekki að vera karlmaður til að reka félag“ Franski rapparinn segir deilurnar við Mbappé bara misskilning „Þetta er mjög steikt“ Drap Messi-drauminn í fæðingu: „Ekki raunhæft“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Sjáðu Glódísi Perlu tryggja sigur á Evrópumeisturum í tímamótaleik „Veit ekki alveg hvort þetta standist lög og reglur“ Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona EM án Anfield og Old Trafford byrjar í Wales og endar á Wembley Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Sjálfsmark Cecilíu skildi á milli í tapi Inter Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Arna Sif aftur heim Leiðin á HM: Þetta er hálfpartinn eins og á Manhattan Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Segir að Yamal sé afar sorgmæddur og sár Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Leikmaður Keflavíkur kallaður inn í landslið Palestínu Mikael ekki með í leikjunum mikilvægu og Logi er lasinn Strákarnir æfðu í sólinni í Bakú Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Sjá meira
Lengi virtist útlit fyrir að Albert yrði seldur til Fiorentina sem gerði nokkrar tilraunir til að ná samkomulagi við Genoa um kaupverð. Hæsta boðið í gær var upp á 22 milljónir evra, auk 3 milljóna evra í bónusgreiðslur, eða samtals jafnvirði 3,7 milljarða króna. Því hafnaði Genoa og mun hafa viljað 30 milljónir evra. Albert Gudmundsson stays at Genoa. Final proposal from Fiorentina worth 22m plus 3m add-ons has been rejected.Gudmundsson will stay at Genoa until the end of the season and then he could leave in case of important proposal in the summer. pic.twitter.com/VURMvSfLot— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) February 1, 2024 Gilardino var spurður að því í dag hvort að hann hefði óttast að missa Albert, sem skorað hefur níu mörk í ítölsku A-deildinni í vetur: „Ég hef ekki sagt orð við hann síðustu þrjá daga. Ég skildi við hann mjög rólegan og í dag mun ég faðma hann. Hann er nýju kaupin okkar fyrir seinni hluta leiktíðarinnar. Hann hefur ekki látið tal síðustu vikna trufla sig neitt og það sýnir að hann er toppleikmaður, einnig hvað hugarfarið snertir,“ sagði Gilardino. „Það er heppilegt fyrir hann að hann verði áfram í Genoa því hér er hann dáður og vel liðinn af liðsfélögunum. Núna þarf hann að draga liðið áfram því hæfileikarnir til þess búa í honum. Við erum ánægðir með að hann skyldi halda kyrru fyrir og það sýnir sig í því að félagið gaf ekki þumlung eftir,“ bætti þessi fyrrverandi landsliðsframherji Ítalíu við. Næsti leikur Genoa er á útivelli gegn Empoli klukkan 14 á morgun. Þess má geta að leikurinn er sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2.
Ítalski boltinn Mest lesið Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Fótbolti Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Íslenski boltinn Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Fótbolti Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Fótbolti Drap Messi-drauminn í fæðingu: „Ekki raunhæft“ Fótbolti Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Enski boltinn Aserar áhugalitlir og völlurinn hálftómur Sport Fleiri fréttir Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ 23 ára forseti ítalsks félags: „Þú þarft ekki að vera karlmaður til að reka félag“ Franski rapparinn segir deilurnar við Mbappé bara misskilning „Þetta er mjög steikt“ Drap Messi-drauminn í fæðingu: „Ekki raunhæft“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Sjáðu Glódísi Perlu tryggja sigur á Evrópumeisturum í tímamótaleik „Veit ekki alveg hvort þetta standist lög og reglur“ Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona EM án Anfield og Old Trafford byrjar í Wales og endar á Wembley Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Sjálfsmark Cecilíu skildi á milli í tapi Inter Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Arna Sif aftur heim Leiðin á HM: Þetta er hálfpartinn eins og á Manhattan Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Segir að Yamal sé afar sorgmæddur og sár Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Leikmaður Keflavíkur kallaður inn í landslið Palestínu Mikael ekki með í leikjunum mikilvægu og Logi er lasinn Strákarnir æfðu í sólinni í Bakú Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Sjá meira