Farið yfir forgangsröðun vegna mögulegs goss Oddur Ævar Gunnarsson og Bjarki Sigurðsson skrifa 2. febrúar 2024 12:15 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. Vísir/Ívar Forsætisráðherra mun funda með almannavörnum um stöðuna í og við Grindavík síðar í dag. Hún segist vona að línur skýrist fyrir Grindvíkinga í næstu viku þegar von sé á að frumvarp um stuðning þeim til handa verður kynnt. „Við erum að fara að funda með almannavörnum um stöðuna í Grindavík. Það er búið að standa yfir mikil vinna í stjórnkerfinu,“ segir Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra í samtali við fréttastofu. Hún segir vinnuna hafa farið fram hjá almannavörnum, Veðurstofu, jarðvísindamönnum á sviði eldfjallafræði og stjórnkerfinu öllu. Verið sé að meta ástand innviða og mögulega þróun mála í Grindavík. „Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum eiga vísindamennirnir von á nýjum eldsumbrotum á næstunni. Þannig að við erum að fara yfir forgangsröðun verkefna í dag, næstu daga og vikur í Grindavík.“ Allar sviðsmyndir teknar til greina Katrín segir að við gerð frumvarps um stuðning til handa Grindvíkingum sé reynt að líta til allra sviðsmynda. Meðal annars þeirrar að ekki verði hægt að búa áfram í Grindavík. „Og það er auðvitað ástæðan fyrir því að ríkisstjórnin er að undirbúa þessa tillögur um að í raun og veru ráðast í uppgjör á öllu íbúðarhúsnæði í Grindavík,“ segir Katrín. Búið verði þannig um hnútana að Grindvíkingar geti komið sér upp varanlegu húsnæði annars staðar. „En líka þannig að þegar línur vonandi fara að skýrast, því auðvitað bindum við líka vonir við að þessari hrinu linni einhvern tímann, að það verði þá hægt að snúa aftur. Þannig að við erum að reyna að halda þessari heildarmynd í því frumvarpi sem við eigum von á að verði kynnt í næstu viku.“ Hún segir stjórnvöld eiga í samtali við banka og lífeyrissjóði um uppgjör vegna eigna í Grindavík. Það geti vonandi verið sameiginlegt verkefni ríkissjóðs, fjármálafyrirtækja og Náttúruhamfaratryggingar. Unnið að varnargörðum í áföngum Katrín segir liggja fyrir að haldið verði áfram að reisa varnargarða við Grindavík. Þeirri vinnu verði haldið áfram í áföngum. „Síðan er verið að kortleggja í raun og veru önnur svæði, það er að segja hvar þarf að ráðast í nánari greiningarvinnu til þess að geta undirbúið mögulega varnagarða í framtíðinni en þetta er núna stóra verkefnið, það er hvernig við göngum frá málum gagnvart Grindavík.“ Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Innlent Fleiri fréttir Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Sjá meira
„Við erum að fara að funda með almannavörnum um stöðuna í Grindavík. Það er búið að standa yfir mikil vinna í stjórnkerfinu,“ segir Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra í samtali við fréttastofu. Hún segir vinnuna hafa farið fram hjá almannavörnum, Veðurstofu, jarðvísindamönnum á sviði eldfjallafræði og stjórnkerfinu öllu. Verið sé að meta ástand innviða og mögulega þróun mála í Grindavík. „Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum eiga vísindamennirnir von á nýjum eldsumbrotum á næstunni. Þannig að við erum að fara yfir forgangsröðun verkefna í dag, næstu daga og vikur í Grindavík.“ Allar sviðsmyndir teknar til greina Katrín segir að við gerð frumvarps um stuðning til handa Grindvíkingum sé reynt að líta til allra sviðsmynda. Meðal annars þeirrar að ekki verði hægt að búa áfram í Grindavík. „Og það er auðvitað ástæðan fyrir því að ríkisstjórnin er að undirbúa þessa tillögur um að í raun og veru ráðast í uppgjör á öllu íbúðarhúsnæði í Grindavík,“ segir Katrín. Búið verði þannig um hnútana að Grindvíkingar geti komið sér upp varanlegu húsnæði annars staðar. „En líka þannig að þegar línur vonandi fara að skýrast, því auðvitað bindum við líka vonir við að þessari hrinu linni einhvern tímann, að það verði þá hægt að snúa aftur. Þannig að við erum að reyna að halda þessari heildarmynd í því frumvarpi sem við eigum von á að verði kynnt í næstu viku.“ Hún segir stjórnvöld eiga í samtali við banka og lífeyrissjóði um uppgjör vegna eigna í Grindavík. Það geti vonandi verið sameiginlegt verkefni ríkissjóðs, fjármálafyrirtækja og Náttúruhamfaratryggingar. Unnið að varnargörðum í áföngum Katrín segir liggja fyrir að haldið verði áfram að reisa varnargarða við Grindavík. Þeirri vinnu verði haldið áfram í áföngum. „Síðan er verið að kortleggja í raun og veru önnur svæði, það er að segja hvar þarf að ráðast í nánari greiningarvinnu til þess að geta undirbúið mögulega varnagarða í framtíðinni en þetta er núna stóra verkefnið, það er hvernig við göngum frá málum gagnvart Grindavík.“
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Innlent Fleiri fréttir Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Sjá meira