Algjörlega ljóst að ekki sé búandi í Grindavík Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 1. febrúar 2024 17:00 Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði við HÍ var á meðal gesta í Pallborðinu á Vísi í dag. Vísir/Vilhelm Prófessor í jarðeðlisfræði segir að gera verði greinarmun á búsetu og vinnu í Grindavík. Við núverandi aðstæður sé algjörlega ljóst að ekki sé ekki hægt að búa í bænum, en að hans mati sé ásættanleg áhætta að hafa starfsemi þar. Hópstjóri náttúruvár segir að ekki sé tímabært að velta búsetu í bænum fyrir sér fyrr en kvika sé hætt að streyma inn undir Svartsengi. Kristín Jónsdóttir hópstjóri náttúruvár á Veðurstofu Íslands og Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði við HÍ voru gestir Kristjáns Más Unnarssonar í Pallborðinu á Vísi í dag, þar sem jarðhræringar síðustu mánuða voru til umræðu. Aðspurð um hvenær íbúar Grindavíkur gætu snúið aftur til síns heima, segir Kristín ljóst að á meðan kvika streymi inn undir Svartsengi, sé hætta á ítrekuðum kvikuhlaupum og eldgosum í nágreni við Grindavík. „Og þessar sprungur sem hafa myndast í Grindavík eru heldur ekki að fara gróa saman af sjálfum sér. Ég held að við getum sagt að þegar við sjáum fram á að kvikuflæði inn undir Svartsengi lýkur og við sjáum allt róast, skjálftavirkni og svoleiðis, þá er hugsanlega tími til að fara að velta því fyrir sér.“ Algjörlega ljóst að ekki sé búandi í Grindavík Magnús Tumi segir að gera verði greinarmun á búsetu í Grindavík eða því að nýta bæinn til vinnu. „Það er gríðarlega mikill munur á þessu. Þarna er mikið af innviðum, fiskvinnsla, höfn og allskonar. Það yrði gríðarlegt tjón ef þetta er allt látið ónýtast. Þess vegna verður að spyrja sig hvernig hægt sé að spila úr stöðunni.“ Við núverandi aðstæður gangi ekki að nokkur búi í Grindavík. En að fara inn í bæinn í átta til tíu tíma til að vinna sé allt annað. „ Ef það kemur aftur af stað hrina, þá kemur viðvörun. Þú ert kominn út í bíl eftir tíu mínútur, korter.“ Miðað við hvernig fyrri gos hafi hagað segir Magnús Tumi að hægt sé að gera ráð fyrir góðum fyrirvara, komi til eldgoss á ný. Sá fyrirvari hafi reyndar verið í lágmarki síðustu tvo gos. „Miðað við viðbragðstíma, þá er hægt að vera með starfsemi í bænum. Þar sem allir eru tilbúnir að yfirgefa staðinn ef eitthvað gerist.“ En ef einhver býr þarna, þarftu að geta slakað á, þarft að geta sofið og átt skemmtilegar stundir. „Það er bara ekki í boði í dag.“ Það þurfi því að lágmarka tjónið, nýta atvinnutæki í Grindavík eins og kostur er með ásættanlegri áhættu. „Það er algjörlega ljóst að við núverandi ástæður ekki hægt að búa í Grindavík. En það er hægt að vera þar í vinnu.“ Hér má sjá myndskeið úr Pallborðinu þar sem jarðvísindamennirnir eru spurðir hvað þurfi að gerast til að Grindvíkingar geti aftur flutt heim til sín: Grindavík Pallborðið Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent Fleiri fréttir Kvartanir vegna bílastæðamála daglegt brauð hjá Neytendastofu Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Sjá meira
Kristín Jónsdóttir hópstjóri náttúruvár á Veðurstofu Íslands og Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði við HÍ voru gestir Kristjáns Más Unnarssonar í Pallborðinu á Vísi í dag, þar sem jarðhræringar síðustu mánuða voru til umræðu. Aðspurð um hvenær íbúar Grindavíkur gætu snúið aftur til síns heima, segir Kristín ljóst að á meðan kvika streymi inn undir Svartsengi, sé hætta á ítrekuðum kvikuhlaupum og eldgosum í nágreni við Grindavík. „Og þessar sprungur sem hafa myndast í Grindavík eru heldur ekki að fara gróa saman af sjálfum sér. Ég held að við getum sagt að þegar við sjáum fram á að kvikuflæði inn undir Svartsengi lýkur og við sjáum allt róast, skjálftavirkni og svoleiðis, þá er hugsanlega tími til að fara að velta því fyrir sér.“ Algjörlega ljóst að ekki sé búandi í Grindavík Magnús Tumi segir að gera verði greinarmun á búsetu í Grindavík eða því að nýta bæinn til vinnu. „Það er gríðarlega mikill munur á þessu. Þarna er mikið af innviðum, fiskvinnsla, höfn og allskonar. Það yrði gríðarlegt tjón ef þetta er allt látið ónýtast. Þess vegna verður að spyrja sig hvernig hægt sé að spila úr stöðunni.“ Við núverandi aðstæður gangi ekki að nokkur búi í Grindavík. En að fara inn í bæinn í átta til tíu tíma til að vinna sé allt annað. „ Ef það kemur aftur af stað hrina, þá kemur viðvörun. Þú ert kominn út í bíl eftir tíu mínútur, korter.“ Miðað við hvernig fyrri gos hafi hagað segir Magnús Tumi að hægt sé að gera ráð fyrir góðum fyrirvara, komi til eldgoss á ný. Sá fyrirvari hafi reyndar verið í lágmarki síðustu tvo gos. „Miðað við viðbragðstíma, þá er hægt að vera með starfsemi í bænum. Þar sem allir eru tilbúnir að yfirgefa staðinn ef eitthvað gerist.“ En ef einhver býr þarna, þarftu að geta slakað á, þarft að geta sofið og átt skemmtilegar stundir. „Það er bara ekki í boði í dag.“ Það þurfi því að lágmarka tjónið, nýta atvinnutæki í Grindavík eins og kostur er með ásættanlegri áhættu. „Það er algjörlega ljóst að við núverandi ástæður ekki hægt að búa í Grindavík. En það er hægt að vera þar í vinnu.“ Hér má sjá myndskeið úr Pallborðinu þar sem jarðvísindamennirnir eru spurðir hvað þurfi að gerast til að Grindvíkingar geti aftur flutt heim til sín:
Grindavík Pallborðið Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent Fleiri fréttir Kvartanir vegna bílastæðamála daglegt brauð hjá Neytendastofu Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Sjá meira