Flestum flugferðum frestað og enginn á vellinum Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 31. janúar 2024 11:34 Frá Keflavíkurflugvelli, þar sem var fámennt í morgun. Vísir/Vilhelm Flestum flugferðum til og frá Keflavíkurflugvelli hefur verið frestað í dag. Komur og brottfarir verða ekki fyrr en síðdegis og eða í kvöld og nótt, eftir að óveður sem spáð hefur verið á suðvesturhorninu er gengið yfir. Þá hefur röskun orðið á innanlandsflugi. Þetta má sjá á vef Keflavíkurflugvallar. Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, segir í samtali við Vísi að enginn sé nú á Keflavíkurflugvelli. Að öðru leyti sé það flugfélaga að taka ákvarðanir um breytingar á flugtímum. Eins og fram hefur komið er gul veðurviðvörun í gildi frá 11:00 í dag til 19:00 í kvöld. Tuttugu flugferðum sem væntanlegar voru til landsins frá kl. 09:50 til 15:55 hefur verið seinkað. Áætluð koma flestra flugferða er nú um klukkan 17:00 til 19:00. Er um að ræða ferðir á vegum Wizz Air, EasyJet, Play og Icelandair svo einhver flugfélög séu nefnd á nöfn. Sex flugferðum frá landinu hefur verið seinkað. Um er að ræða flugferðir sem fara áttu frá landinu um hádegisbil, frá 10:45 til 14:25, meðal annars á vegum Wizz Air, EasyJet og Tui Airways. Áætlaðar brottfarir þeirra eru nú frá 19:10 og allt þar til klukkan 02:05 í nótt. Röskun innanlands Þá hefur veðurspáin einnig haft áhrif á innanlandsflug, að því er má sjá á vef Reykjavíkurflugvallar. Flugferðum til og frá Ísafirði, Akureyri og Vestmannaeyjum hefur verið aflýst. Flugferðum síðdegis hefur auk þess verið frestað. Flugvél frá Reykjavík til Akureyrar sem lenda átti klukkan 17:30 er nú ekki áætluð til Reykjavíkur fyrr en klukkan 19:00. Að sama skapi er áætluð brottför flugvélar sem átti að fara kl. 15:30 til Akureyrar nú áætluð klukkan 17:00. Fréttir af flugi Veður Keflavíkurflugvöllur Reykjavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Margir vegir á óvissustigi vegna veðurs Veðurstofa Íslands hefur gefið út gula veður viðvörun í dag 31. janúar fyrir vestanvert landið og eru því margir vegir á óvissustigi á milli 9:00 og 20:00 og gætu lokast með stuttum fyrirvara. Þetta kemur fram inn á vef Vegagerðarinnar. 31. janúar 2024 10:29 Varar við að bílar muni sitja fastir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur segir að erfitt ástand gæti myndast á götunum á höfuðborgarsvæðinu eftir hádegi vegna skafrennings og hvassviðrisins. Hann segir allar líkur á að einhverjir bílar muni festast. 31. janúar 2024 10:21 Mest lesið Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Fleiri fréttir Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Sjá meira
Þetta má sjá á vef Keflavíkurflugvallar. Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, segir í samtali við Vísi að enginn sé nú á Keflavíkurflugvelli. Að öðru leyti sé það flugfélaga að taka ákvarðanir um breytingar á flugtímum. Eins og fram hefur komið er gul veðurviðvörun í gildi frá 11:00 í dag til 19:00 í kvöld. Tuttugu flugferðum sem væntanlegar voru til landsins frá kl. 09:50 til 15:55 hefur verið seinkað. Áætluð koma flestra flugferða er nú um klukkan 17:00 til 19:00. Er um að ræða ferðir á vegum Wizz Air, EasyJet, Play og Icelandair svo einhver flugfélög séu nefnd á nöfn. Sex flugferðum frá landinu hefur verið seinkað. Um er að ræða flugferðir sem fara áttu frá landinu um hádegisbil, frá 10:45 til 14:25, meðal annars á vegum Wizz Air, EasyJet og Tui Airways. Áætlaðar brottfarir þeirra eru nú frá 19:10 og allt þar til klukkan 02:05 í nótt. Röskun innanlands Þá hefur veðurspáin einnig haft áhrif á innanlandsflug, að því er má sjá á vef Reykjavíkurflugvallar. Flugferðum til og frá Ísafirði, Akureyri og Vestmannaeyjum hefur verið aflýst. Flugferðum síðdegis hefur auk þess verið frestað. Flugvél frá Reykjavík til Akureyrar sem lenda átti klukkan 17:30 er nú ekki áætluð til Reykjavíkur fyrr en klukkan 19:00. Að sama skapi er áætluð brottför flugvélar sem átti að fara kl. 15:30 til Akureyrar nú áætluð klukkan 17:00.
Fréttir af flugi Veður Keflavíkurflugvöllur Reykjavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Margir vegir á óvissustigi vegna veðurs Veðurstofa Íslands hefur gefið út gula veður viðvörun í dag 31. janúar fyrir vestanvert landið og eru því margir vegir á óvissustigi á milli 9:00 og 20:00 og gætu lokast með stuttum fyrirvara. Þetta kemur fram inn á vef Vegagerðarinnar. 31. janúar 2024 10:29 Varar við að bílar muni sitja fastir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur segir að erfitt ástand gæti myndast á götunum á höfuðborgarsvæðinu eftir hádegi vegna skafrennings og hvassviðrisins. Hann segir allar líkur á að einhverjir bílar muni festast. 31. janúar 2024 10:21 Mest lesið Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Fleiri fréttir Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Sjá meira
Margir vegir á óvissustigi vegna veðurs Veðurstofa Íslands hefur gefið út gula veður viðvörun í dag 31. janúar fyrir vestanvert landið og eru því margir vegir á óvissustigi á milli 9:00 og 20:00 og gætu lokast með stuttum fyrirvara. Þetta kemur fram inn á vef Vegagerðarinnar. 31. janúar 2024 10:29
Varar við að bílar muni sitja fastir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur segir að erfitt ástand gæti myndast á götunum á höfuðborgarsvæðinu eftir hádegi vegna skafrennings og hvassviðrisins. Hann segir allar líkur á að einhverjir bílar muni festast. 31. janúar 2024 10:21