Ættum að vera á pari við hin Norðurlöndin Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 30. janúar 2024 14:11 Atli Þór Fanndal Ísland hefur aldrei verið eins neðarlega á lista ríkja yfir vísitölu spillingarásýndar Transparency International og mælist með sjötíu og tvö stig af hundrað mögulegum. Ísland missir tvö stig á milli ára og sker sig verulega úr á meðal Norðurlandanna en Danmörk trónir á toppnum og fær hæstu einkunn. Niðurstaðan er í samræmi við langtímaþróun Íslands í vísitölunni en landið hefur misst sex stig á síðustu fimm árum en tíu síðastliðinn áratug. Atli Þór Fanndal, framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Transparency International, telur að Samherjamálin í Namibíu hafi þarna áhrif en líka óróleiki í stjórnmálum og erfiðleikar í stjórnarsamstarfinu. „Það getur haft þau áhrif að fólk missir aðeins trúna á getu til að viðhalda góðri stjórnsýslu sem hefur auðvitað áhrif á þetta en síðan höfum við líka séð mál á síðasta ári eins og eftirmál einkavæðingar Íslandsbanka sem ég held að sé almennt viðurkennt að hafi ekki tekist eins og eðlilegt hefði verið. Síðan eru stóru tíðindin sem við tókum eftir þau að gríðarlegur fjöldi hefur núna stöðu grunaðs fyrir að mögulega greiða mútur eða taka þeim.“ Þeir voru tæplega tuttugu á síðasta ári. „Þetta eru stór tíðindi á Íslandi. Bæði erum við ofboðslega fámennt samfélag þannig að þessi tala er rosalega há. Það sem er mikilvægara er það að við erum ekki samfélag sem hefur lagt það í vana sinn að rannsaka þegar svona vísbendingar koma fram. Þetta gæti haft áhrif.“ Gæti reynst jákvæð Atli segir samt að þessi laka útkoma gæti á endanum reynst jákvæð. „Þetta er náttúrulega dæmi um ákall frá fólki um það að nú verði tekist á við þetta og brugðist við. Þessi mýta um að spilling sé eitthvað sem er aðeins erlendis en ekki til á Íslandi, að nú er að brotna úr henni. Ég verð að segja að ég vona að nú fari að koma að því að við setjumst niður og segjum hvernig við ætlum að takast á við þetta. Greinum vandann, setjum stefnu um baráttu gegn spillingu og stofnum sérstaka stofnun sem hefur það að eina hlutverki að rannsaka spillingu og þá sérstaklega pólitíska spillingu sem er mjög mikill veikleiki á Íslandi.“ Skerum okkur algjörlega úr Ísland hefur með 72 stig, Finnland með 87 stig, Noregur með 84 og Svíþjóð með 82 stig. Danmörk hefur flest stig, alls níutíu. „Við skerum okkur algjörlega úr þegar kemur að Norðurlöndunum. Það er í samræmi við aðrar mælingar, tjáningarfrelsismælingar, stöðu fjölmiðla, og það kom til dæmis fyrir einu eða tveimur árum mæling á akademísku frelsi. Við drögum þetta tvennt sérstaklega fram vegna þess að þetta er eitthvað sem við verðum að hafa áhyggjur af. Við eigum að geta borið okkur saman við Norðurlöndin og verið á pari við þau.“ Stjórnsýsla Tengdar fréttir Ísland aldrei fengið jafn slæma einkunn á spillingarlista Transparency International hefur birt nýjan árlegan lista sinn um spillingu í ríkjum heims. Ísland fellur úr 14. til 17. sæti listans árið 2022 í 19. sætið nú og hefur aldrei mælst neðar. 30. janúar 2024 07:28 Mest lesið Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Erlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Erlent Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Fleiri fréttir Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Sjá meira
Niðurstaðan er í samræmi við langtímaþróun Íslands í vísitölunni en landið hefur misst sex stig á síðustu fimm árum en tíu síðastliðinn áratug. Atli Þór Fanndal, framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Transparency International, telur að Samherjamálin í Namibíu hafi þarna áhrif en líka óróleiki í stjórnmálum og erfiðleikar í stjórnarsamstarfinu. „Það getur haft þau áhrif að fólk missir aðeins trúna á getu til að viðhalda góðri stjórnsýslu sem hefur auðvitað áhrif á þetta en síðan höfum við líka séð mál á síðasta ári eins og eftirmál einkavæðingar Íslandsbanka sem ég held að sé almennt viðurkennt að hafi ekki tekist eins og eðlilegt hefði verið. Síðan eru stóru tíðindin sem við tókum eftir þau að gríðarlegur fjöldi hefur núna stöðu grunaðs fyrir að mögulega greiða mútur eða taka þeim.“ Þeir voru tæplega tuttugu á síðasta ári. „Þetta eru stór tíðindi á Íslandi. Bæði erum við ofboðslega fámennt samfélag þannig að þessi tala er rosalega há. Það sem er mikilvægara er það að við erum ekki samfélag sem hefur lagt það í vana sinn að rannsaka þegar svona vísbendingar koma fram. Þetta gæti haft áhrif.“ Gæti reynst jákvæð Atli segir samt að þessi laka útkoma gæti á endanum reynst jákvæð. „Þetta er náttúrulega dæmi um ákall frá fólki um það að nú verði tekist á við þetta og brugðist við. Þessi mýta um að spilling sé eitthvað sem er aðeins erlendis en ekki til á Íslandi, að nú er að brotna úr henni. Ég verð að segja að ég vona að nú fari að koma að því að við setjumst niður og segjum hvernig við ætlum að takast á við þetta. Greinum vandann, setjum stefnu um baráttu gegn spillingu og stofnum sérstaka stofnun sem hefur það að eina hlutverki að rannsaka spillingu og þá sérstaklega pólitíska spillingu sem er mjög mikill veikleiki á Íslandi.“ Skerum okkur algjörlega úr Ísland hefur með 72 stig, Finnland með 87 stig, Noregur með 84 og Svíþjóð með 82 stig. Danmörk hefur flest stig, alls níutíu. „Við skerum okkur algjörlega úr þegar kemur að Norðurlöndunum. Það er í samræmi við aðrar mælingar, tjáningarfrelsismælingar, stöðu fjölmiðla, og það kom til dæmis fyrir einu eða tveimur árum mæling á akademísku frelsi. Við drögum þetta tvennt sérstaklega fram vegna þess að þetta er eitthvað sem við verðum að hafa áhyggjur af. Við eigum að geta borið okkur saman við Norðurlöndin og verið á pari við þau.“
Stjórnsýsla Tengdar fréttir Ísland aldrei fengið jafn slæma einkunn á spillingarlista Transparency International hefur birt nýjan árlegan lista sinn um spillingu í ríkjum heims. Ísland fellur úr 14. til 17. sæti listans árið 2022 í 19. sætið nú og hefur aldrei mælst neðar. 30. janúar 2024 07:28 Mest lesið Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Erlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Erlent Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Fleiri fréttir Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Sjá meira
Ísland aldrei fengið jafn slæma einkunn á spillingarlista Transparency International hefur birt nýjan árlegan lista sinn um spillingu í ríkjum heims. Ísland fellur úr 14. til 17. sæti listans árið 2022 í 19. sætið nú og hefur aldrei mælst neðar. 30. janúar 2024 07:28
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent