Arnór lagði upp gegn Hollywood-liðinu og Rúnar Þór skoraði Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 29. janúar 2024 21:30 Arnór lét finna fyrir sér. Clive Brunskill/Getty Images Arnór Sigurðsson lagði upp eitt af fjórum mörkum Blackburn Rovers þegar liðið lagði Hollywood-lið Wrexham í ensku bikarkeppninni í knattspyrnu, FA Cup. Þá er Rúnar Þór Sigurgeirsson áfram á toppnum í hollensku B-deildinni. Þrátt fyrir að lið Wrexham hafi fengið mikla athygli síðan Hollywood-tvíeykið Ryan Reynolds og Rob McElhenney keyptu félagið þá kom allverulega á óvart þegar Andy Cannon kom gestunum frá Wales yfir í Blackburn enda heimamenn tveimur deildum ofar. A cannon from Andy Cannon A top finish from the @Wrexham_AFC man!#EmiratesFACup pic.twitter.com/0Ro433m3PZ— Emirates FA Cup (@EmiratesFACup) January 29, 2024 Eftir mark gestanna skiptu heimamenn um gír og skoruðu þeir tvívegis á þremur mínútum. Sammie Szmodics jafnaði metin eftir undirbúning Sam Gallagher. Arnór fær skráða á sig stoðsendinguna en eins og sjá má hér að neðan sá Gallagher um mest alla vinnuna sjálfur. Sam Gallagher makes the defence pay @Rovers#EmiratesFACup pic.twitter.com/KYkOUfUpJP— Emirates FA Cup (@EmiratesFACup) January 29, 2024 Undir lok fyrri hálfleiks bætti Szmodics við öðru marki sínu og þriðja marki Blackburn. Hans fimmta mark í FA Cup og 21. mark á leiktíðinni til þessa. Sam Gallagher var að sama skapi hvergi nærri hættur en hann vann boltann inn á vítateig Wrexham á 59. mínútu. Það nýtti Sondre Tronstad sér en skot hans - sem fór af varnarmanni - gulltryggði sigur Blackburn. SONNYYYY So much credit has to go to Gallagher for winning the ball high up the pitch, and Tronstad powers it in for @Rovers #EmiratesFACup pic.twitter.com/v4V3PQjgM9— Emirates FA Cup (@EmiratesFACup) January 29, 2024 Þar sem mörkin urðu ekki fleiri þá lauk leiknum með 4-1 sigri Blackburn Rovers og liðið komið áfram í 5. umferð FA Cup. Þar mætir það Newcastle United á heimavelli. Í hollensku B-deildinni skoraði Rúnar Þór Sigurgeirsson markið sem tryggði Willem II stig á útivelli gegn Jong PSV. Willem II stefnir rakleiðis upp í efstu deild en liðið trónir á toppnum með 50 stig að loknum 23 leikjum,. Fótbolti Enski boltinn Hollenski boltinn Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Goðsögn fallin frá Enski boltinn „Ég elska peninga“ Sport Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Fleiri fréttir United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Sjá meira
Þrátt fyrir að lið Wrexham hafi fengið mikla athygli síðan Hollywood-tvíeykið Ryan Reynolds og Rob McElhenney keyptu félagið þá kom allverulega á óvart þegar Andy Cannon kom gestunum frá Wales yfir í Blackburn enda heimamenn tveimur deildum ofar. A cannon from Andy Cannon A top finish from the @Wrexham_AFC man!#EmiratesFACup pic.twitter.com/0Ro433m3PZ— Emirates FA Cup (@EmiratesFACup) January 29, 2024 Eftir mark gestanna skiptu heimamenn um gír og skoruðu þeir tvívegis á þremur mínútum. Sammie Szmodics jafnaði metin eftir undirbúning Sam Gallagher. Arnór fær skráða á sig stoðsendinguna en eins og sjá má hér að neðan sá Gallagher um mest alla vinnuna sjálfur. Sam Gallagher makes the defence pay @Rovers#EmiratesFACup pic.twitter.com/KYkOUfUpJP— Emirates FA Cup (@EmiratesFACup) January 29, 2024 Undir lok fyrri hálfleiks bætti Szmodics við öðru marki sínu og þriðja marki Blackburn. Hans fimmta mark í FA Cup og 21. mark á leiktíðinni til þessa. Sam Gallagher var að sama skapi hvergi nærri hættur en hann vann boltann inn á vítateig Wrexham á 59. mínútu. Það nýtti Sondre Tronstad sér en skot hans - sem fór af varnarmanni - gulltryggði sigur Blackburn. SONNYYYY So much credit has to go to Gallagher for winning the ball high up the pitch, and Tronstad powers it in for @Rovers #EmiratesFACup pic.twitter.com/v4V3PQjgM9— Emirates FA Cup (@EmiratesFACup) January 29, 2024 Þar sem mörkin urðu ekki fleiri þá lauk leiknum með 4-1 sigri Blackburn Rovers og liðið komið áfram í 5. umferð FA Cup. Þar mætir það Newcastle United á heimavelli. Í hollensku B-deildinni skoraði Rúnar Þór Sigurgeirsson markið sem tryggði Willem II stig á útivelli gegn Jong PSV. Willem II stefnir rakleiðis upp í efstu deild en liðið trónir á toppnum með 50 stig að loknum 23 leikjum,.
Fótbolti Enski boltinn Hollenski boltinn Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Goðsögn fallin frá Enski boltinn „Ég elska peninga“ Sport Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Fleiri fréttir United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Sjá meira