Verði kannski komin á byrjunarreit eftir tíu daga Vésteinn Örn Pétursson skrifar 29. janúar 2024 21:05 Víðir ræddi við Sindra Sindrason í beinni útsendingu í kvöld. Vísir/Arnar Víðir Reynisson segir aðgerðir við verðmætabjörgun í Grindavík heilt yfir hafa gengið vel í dag, þrátt fyrir hnökra í upphafi dags. Hann segist vel skilja reiði og pirring Grindvíkinga. Með áframhaldandi landrisi aukist óvissan um hvað gerist næst. Grindvíkingar fengu í fyrsta skipti að vitja eigna sinna í bænum í dag síðan 14. janúar þegar síðast gaus við bæinn. Samkvæmt leiðbeiningum Almannavarna mega ekki vera fleiri en þrjú hundruð manns í bænum hverju sinni og fóru tvö holl inn í bæinn í dag, þrjá tíma í senn klukkan níu og klukkan tvö. „Það voru talsverðir hnökrar í morgun, út af veðrinu fyrst og fremst. Það gekk illa að halda Krýsuvíkurveginum og Suðurstrandarveginum opnum til að byrja með. Um tíuleytið var þetta farið að rúlla ágætlega og þetta gekk síðan bara mjög vel í dag. Ég get ekki sagt annað en að það hafi gert það. Við vorum með okkar fólk þarna í Grindavík og það hitti mjög mikið af íbúum,“ segir Víðir Reynisson sviðsstjóri Almannavarna. Rætt var við hann í myndveri í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. „Sorg er orð sem maður heyrði nokkrum sinnum í dag. Þetta eru auðvitað ólýsanlegar aðstæður, að vera að skammtað þrjá klukkutíma til að fara heim, taka eitthvað af dótinu sínu og vita ekki hvað tekur við. Þetta eru náttúrulega bara aðstæður sem ég held að ekkert okkar geti sett sig í.“ Ráða illa við veðrið Í dag hefur komið fram gagnrýni á skipulag verðmætabjörgunar í Grindavík. Fólk er látið keyra um Suðurstrandarveg til Grindavíkur, og margir sem fara því um Krýsuvíkurveg á leið sinni. „Við ráðum náttúrulega illa við veðrið en gerðum okkar besta í að reyna að halda leiðunum opnum,“ sagði Víðir. Raunverulekinn sé sá að valið standi á milli margra vondra möguleika til að leysa verkefnið. „Þetta var niðurstaðan. Bæði vorum við heimamenn með okkur í þessu, sérfræðinga frá Vegagerðinni, umferðarsérfræðinga og aðra í að velja þetta. Menn voru ekki á eitt sáttir, það er bara þannig. En þetta var niðurstaðan og eftir að búið var að opna þarna í morgun þá gekk þetta bara vel,“ sagði Víðir. Aðstæður sem fólk komi inn í séu ólýsanlegar. Reiði fólks og pirringur sé vel skiljanlegur. Víðir segir hættu í bænum metna samskonar og að undanförnu. Mikil hætta sé á sprunguopnunum á sama tíma og landris heldur áfram í Svartsengi. „Þá erum við í þessari óvissu. Það styttist í að sá tími komi að landrisið nái þeirri hæð sem var bæði fyrir 18. desember og 14. janúar. Kannski enn og aftur lendum við á byrjunarreit eftir viku, tíu daga.“ Skjálftar við Bláfjöll ekki til að slá á áhyggjurnar Aðspurður um jarðskjálfta við Bláfjöll segir Víðir tvennt sem Almannavarnir horfi til. Annars vegar hættu á eldgosum líkt og Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur hefur rætt um. „En ekki síður að þetta er svæðið þar sem stærstu skjálftar í nágrenni Reykjavíkur verða. Við höfum talað um þetta sem hluta af þessari atburðarás. Alveg frá því í janúar 2020 hefur skjálfti við Brennisteinsfjöll verið eitt af því sem við höfum haft áhyggjur af og þær minnka ekki við þetta,“ sagði Víðir. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Almannavarnir Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Hefði verið til í fleiri til að bera hægindastólana Einar Dagbjartsson, íbúi í Grindavík, var á meðal Grindvíkinga sem fengu að sækja eigur sínar til Grindavíkur í dag. Hann segir að vel hafi gengið þó að hann hefði verið til í fleiri hendur til að aðstoða sig, við að sækja dót upp á þriðju hæð. 29. janúar 2024 14:43 Takmarka aðgengi svo hægt sé að rýma skyndilega Sérfræðingar í áhættugreiningu hafa greint hvert einasta svæði í Grindavík og leiðbeint Almannavörnum þannig að unnt sé að hleypa íbúum bæjarins heim til sín í skamma stund. Víðir Reynisson, sviðsstjóri Almannavarna, segir bæinn hættulegan og sífelt erfiðara verði að halda lífi í honum. 29. janúar 2024 11:14 Miklar umferðartafir við Grindavík Miklar umferðartafir eru við Grindavík. Hafa Grindvíkingar á leið í bæinn að sækja eignir þurft að snúa við. Vegagerðin mun senda fleiri snjóruðningstæki á vettvang. Einstefna um bæinn er til að koma í veg fyrir flöskuháls, samkvæmt bæjaryfirvöldum. 29. janúar 2024 09:18 Skoða þarf viðbrögð við eldgosi nærri höfuðborgarsvæðinu Eldfjallafræðingur segir jarðskjálftahrinuna um helgina nærri Bláfjöllum til marks um að allt kerfið sé komið af stað. 29. janúar 2024 13:21 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Innlent Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent Fleiri fréttir Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Sjá meira
Grindvíkingar fengu í fyrsta skipti að vitja eigna sinna í bænum í dag síðan 14. janúar þegar síðast gaus við bæinn. Samkvæmt leiðbeiningum Almannavarna mega ekki vera fleiri en þrjú hundruð manns í bænum hverju sinni og fóru tvö holl inn í bæinn í dag, þrjá tíma í senn klukkan níu og klukkan tvö. „Það voru talsverðir hnökrar í morgun, út af veðrinu fyrst og fremst. Það gekk illa að halda Krýsuvíkurveginum og Suðurstrandarveginum opnum til að byrja með. Um tíuleytið var þetta farið að rúlla ágætlega og þetta gekk síðan bara mjög vel í dag. Ég get ekki sagt annað en að það hafi gert það. Við vorum með okkar fólk þarna í Grindavík og það hitti mjög mikið af íbúum,“ segir Víðir Reynisson sviðsstjóri Almannavarna. Rætt var við hann í myndveri í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. „Sorg er orð sem maður heyrði nokkrum sinnum í dag. Þetta eru auðvitað ólýsanlegar aðstæður, að vera að skammtað þrjá klukkutíma til að fara heim, taka eitthvað af dótinu sínu og vita ekki hvað tekur við. Þetta eru náttúrulega bara aðstæður sem ég held að ekkert okkar geti sett sig í.“ Ráða illa við veðrið Í dag hefur komið fram gagnrýni á skipulag verðmætabjörgunar í Grindavík. Fólk er látið keyra um Suðurstrandarveg til Grindavíkur, og margir sem fara því um Krýsuvíkurveg á leið sinni. „Við ráðum náttúrulega illa við veðrið en gerðum okkar besta í að reyna að halda leiðunum opnum,“ sagði Víðir. Raunverulekinn sé sá að valið standi á milli margra vondra möguleika til að leysa verkefnið. „Þetta var niðurstaðan. Bæði vorum við heimamenn með okkur í þessu, sérfræðinga frá Vegagerðinni, umferðarsérfræðinga og aðra í að velja þetta. Menn voru ekki á eitt sáttir, það er bara þannig. En þetta var niðurstaðan og eftir að búið var að opna þarna í morgun þá gekk þetta bara vel,“ sagði Víðir. Aðstæður sem fólk komi inn í séu ólýsanlegar. Reiði fólks og pirringur sé vel skiljanlegur. Víðir segir hættu í bænum metna samskonar og að undanförnu. Mikil hætta sé á sprunguopnunum á sama tíma og landris heldur áfram í Svartsengi. „Þá erum við í þessari óvissu. Það styttist í að sá tími komi að landrisið nái þeirri hæð sem var bæði fyrir 18. desember og 14. janúar. Kannski enn og aftur lendum við á byrjunarreit eftir viku, tíu daga.“ Skjálftar við Bláfjöll ekki til að slá á áhyggjurnar Aðspurður um jarðskjálfta við Bláfjöll segir Víðir tvennt sem Almannavarnir horfi til. Annars vegar hættu á eldgosum líkt og Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur hefur rætt um. „En ekki síður að þetta er svæðið þar sem stærstu skjálftar í nágrenni Reykjavíkur verða. Við höfum talað um þetta sem hluta af þessari atburðarás. Alveg frá því í janúar 2020 hefur skjálfti við Brennisteinsfjöll verið eitt af því sem við höfum haft áhyggjur af og þær minnka ekki við þetta,“ sagði Víðir.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Almannavarnir Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Hefði verið til í fleiri til að bera hægindastólana Einar Dagbjartsson, íbúi í Grindavík, var á meðal Grindvíkinga sem fengu að sækja eigur sínar til Grindavíkur í dag. Hann segir að vel hafi gengið þó að hann hefði verið til í fleiri hendur til að aðstoða sig, við að sækja dót upp á þriðju hæð. 29. janúar 2024 14:43 Takmarka aðgengi svo hægt sé að rýma skyndilega Sérfræðingar í áhættugreiningu hafa greint hvert einasta svæði í Grindavík og leiðbeint Almannavörnum þannig að unnt sé að hleypa íbúum bæjarins heim til sín í skamma stund. Víðir Reynisson, sviðsstjóri Almannavarna, segir bæinn hættulegan og sífelt erfiðara verði að halda lífi í honum. 29. janúar 2024 11:14 Miklar umferðartafir við Grindavík Miklar umferðartafir eru við Grindavík. Hafa Grindvíkingar á leið í bæinn að sækja eignir þurft að snúa við. Vegagerðin mun senda fleiri snjóruðningstæki á vettvang. Einstefna um bæinn er til að koma í veg fyrir flöskuháls, samkvæmt bæjaryfirvöldum. 29. janúar 2024 09:18 Skoða þarf viðbrögð við eldgosi nærri höfuðborgarsvæðinu Eldfjallafræðingur segir jarðskjálftahrinuna um helgina nærri Bláfjöllum til marks um að allt kerfið sé komið af stað. 29. janúar 2024 13:21 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Innlent Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent Fleiri fréttir Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Sjá meira
Hefði verið til í fleiri til að bera hægindastólana Einar Dagbjartsson, íbúi í Grindavík, var á meðal Grindvíkinga sem fengu að sækja eigur sínar til Grindavíkur í dag. Hann segir að vel hafi gengið þó að hann hefði verið til í fleiri hendur til að aðstoða sig, við að sækja dót upp á þriðju hæð. 29. janúar 2024 14:43
Takmarka aðgengi svo hægt sé að rýma skyndilega Sérfræðingar í áhættugreiningu hafa greint hvert einasta svæði í Grindavík og leiðbeint Almannavörnum þannig að unnt sé að hleypa íbúum bæjarins heim til sín í skamma stund. Víðir Reynisson, sviðsstjóri Almannavarna, segir bæinn hættulegan og sífelt erfiðara verði að halda lífi í honum. 29. janúar 2024 11:14
Miklar umferðartafir við Grindavík Miklar umferðartafir eru við Grindavík. Hafa Grindvíkingar á leið í bæinn að sækja eignir þurft að snúa við. Vegagerðin mun senda fleiri snjóruðningstæki á vettvang. Einstefna um bæinn er til að koma í veg fyrir flöskuháls, samkvæmt bæjaryfirvöldum. 29. janúar 2024 09:18
Skoða þarf viðbrögð við eldgosi nærri höfuðborgarsvæðinu Eldfjallafræðingur segir jarðskjálftahrinuna um helgina nærri Bláfjöllum til marks um að allt kerfið sé komið af stað. 29. janúar 2024 13:21
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent