Finnur fjölskyldu sína loksins eftir áttatíu ár Jón Þór Stefánsson skrifar 28. janúar 2024 08:46 Fræg ljósmynd frá Varsjá tekin í maí 1943 þegar gyðingum var gert að yfirgefa gettóið í borginni. Myndin er úr safni og tengist fréttinni ekki beint. Getty Barnungur drengur sem fannst yfirgefinn í gettói í Varsjá árið 1943 hefur fundið fjölskyldu sína á ný, nú háaldraður maður. Endurfundurinn varð fyrir tilstilli erfðarannsóknar sem leiddi í ljós að hann ætti fjölskyldu í Bandaríkjunum. The Guardian fjallar um málið. Drengurinn slapp úr helförinni einungis tveggja ára gamall, en hann var meðal annars falinn í poka. Ekkert var vitað um hann, ekki einu sinni hvert nafn hans væri. Á eftirstríðsárunum flutti hann til Ísrael og þar, átta ára gamall, fékk hann nafnið sem hann ber enn þann dag í dag, Shamlom Korey. Í dag er Korey 83 ára gamall og á þrjú börn og átta barnabörn. Allt stefnir í að í sumar muni hann hitta aðra blóðfjölskyldumeðlimi sína í fyrsta skipti. „Ég vissi ekkert. Ef það væri ekki fyrir DNA-rannsóknina þá væri ekkert haldbært,“ er haft eftir Korey í The Guardian. Ann Meddin Hellman, 77 ára gömul frænka hans sem er búsett í Suður Karólínuríki Bandaríkjanna, gekkst undir erfðarannsókn sem Jagiellonian-háskólinn í Kraká í Póllandi hefur leitt. Og rannsóknin leiddi þennan skyldleika í ljós. Afi Hellmann flutti til Bandaríkjanna árið 1893 og bjargaði þar með sínum hluta fjölskyldunnar frá helförinni. Erfðarannsóknin telur ljóst að Korey sé barnabarn bróður afa hennar. „Þegar við fengum myndina af honum senda hugsuðum bæði ég og maðurinn minn að þetta hlyti að vera bróðir minn. Við höfðum haldið að þessi hluti fjölskyldunnar hefði verið algjörlega þurrkaður út í helförinni.“ Í gær, 27 janúar, voru 79 ár frá því að starfsemi útrýmingarbúðanna í Auschwitz-Birkenau hætti eftir frelsun rauða hersins árið 1945. Dagurinn er jafnframt alþjóðlegur minningardagur um helförina. Seinni heimsstyrjöldin Pólland Mest lesið Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Sjá meira
The Guardian fjallar um málið. Drengurinn slapp úr helförinni einungis tveggja ára gamall, en hann var meðal annars falinn í poka. Ekkert var vitað um hann, ekki einu sinni hvert nafn hans væri. Á eftirstríðsárunum flutti hann til Ísrael og þar, átta ára gamall, fékk hann nafnið sem hann ber enn þann dag í dag, Shamlom Korey. Í dag er Korey 83 ára gamall og á þrjú börn og átta barnabörn. Allt stefnir í að í sumar muni hann hitta aðra blóðfjölskyldumeðlimi sína í fyrsta skipti. „Ég vissi ekkert. Ef það væri ekki fyrir DNA-rannsóknina þá væri ekkert haldbært,“ er haft eftir Korey í The Guardian. Ann Meddin Hellman, 77 ára gömul frænka hans sem er búsett í Suður Karólínuríki Bandaríkjanna, gekkst undir erfðarannsókn sem Jagiellonian-háskólinn í Kraká í Póllandi hefur leitt. Og rannsóknin leiddi þennan skyldleika í ljós. Afi Hellmann flutti til Bandaríkjanna árið 1893 og bjargaði þar með sínum hluta fjölskyldunnar frá helförinni. Erfðarannsóknin telur ljóst að Korey sé barnabarn bróður afa hennar. „Þegar við fengum myndina af honum senda hugsuðum bæði ég og maðurinn minn að þetta hlyti að vera bróðir minn. Við höfðum haldið að þessi hluti fjölskyldunnar hefði verið algjörlega þurrkaður út í helförinni.“ Í gær, 27 janúar, voru 79 ár frá því að starfsemi útrýmingarbúðanna í Auschwitz-Birkenau hætti eftir frelsun rauða hersins árið 1945. Dagurinn er jafnframt alþjóðlegur minningardagur um helförina.
Seinni heimsstyrjöldin Pólland Mest lesið Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Sjá meira