Hrósaði Snorra í hástert: „Miklu meiri stríðsmaður í honum“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 23. janúar 2024 12:15 Snorri Steinn Guðjónsson tekur utan um Bjarka Má Elísson. vísir/vilhelm Einar Jónsson, þjálfari Fram, hrósaði Snorra Steini Guðjónssyni, þjálfara íslenska karlalandsliðsins í handbolta, eftir sigurinn á Króatíu í gær. Ísland vann Króatíu með fimm marka mun, 30-35, í milliriðli 1 á EM í Þýskalandi í gær. Þetta var fyrsti sigur Íslendinga á Króötum á stórmóti og hann gerir það að verkum að Ísland á enn möguleika á að komast í forkeppni Ólympíuleikanna. Einar merkti breytingu á fasi Snorra frá fyrstu leikjum Íslands á mótinu. „Það er ekkert rosalega óeðlilegt að það hafi tekið smá tíma fyrir Snorra að finna sitt lið, finna réttu blönduna, hvernig eigum við að spila. Líka viðhorfið hjá honum. Hann fór rosalega passívur inn í mótið, rólegur og yfirvegaður á hliðarlínunni og ég skil hann mjög vel,“ sagði Einar í Besta sætinu, hlaðvarpi íþróttadeildar Sýnar, þar sem hann fór yfir Króatíuleikinn ásamt Stefáni Árna Pálssyni og Hreiðari Levý Guðmundssyni. „Mér finnst miklu meiri stríðsmaður í honum. Hann er fagnandi, sleppir sér meira og er miklu meira inni í leiknum. Mér finnst annar bragur yfir honum.“ Stefán Árni vakti athygli á því að Snorri hefði brýnt raustina í leikhléi í fyrri hálfleiknum í gær. „Hann á ekkert að vera viðkvæmur fyrir því. Hann á bara að vera hann sjálfur. Þó hann blóti í leikhléum eða láta menn heyra það, það er ekkert að því. Hann má alveg sýna ástríðu, vera fúll og sár og vondur. Hann má líka gleðjast og fagna. Mér finnst hann búinn að vaxa rosalega inni í mótinu,“ sagði Einar. „Þrátt fyrir mótlætið og erfiðleikana er hann búinn að sýna hvers konar karakter hann er og fær þjálfari. Við höfum rætt leikmenn sem hafa klárlega stigið upp og snúið við taflinu en það má ekki gleyma því að þetta er ekki bara Snorra að kenna þegar illa gengur en leikmenn frábærir þegar vel gengur.“ Einari fannst Snorri hitta í mark með ákvörðunum sínum í leiknum gegn Króatíu. „Snorri var frábær í dag [í gær]. Þær breytingar sem hann gerði, áherslubreytingar í vörn og skiptingarnar og allt það, heppnuðust allar. Það er ekki bara heppni. Hann er bara klókur og góður þjálfari og gerði þetta frábærlega í dag,“ sagði Einar. Ísland mætir Austurríki í lokaleik sínum í milliriðli 1 á morgun og gæti þurft að vinna að minnsta kosti fimm marka sigur til að komast í forkeppni Ólympíuleikanna. Þáttinn má heyra í spilaranum að ofan. Besta sætið er aðgengilegt á öllum helstu hlaðvarpsveitum, t.a.m. á Spotify hér. Hver einasti leikur Íslands á EM verður gerður upp af sérfræðingum í Besta sætinu. EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Besta sætið Tengdar fréttir Besta sætið: „Ekki alltaf bestu leikmennirnir sem mynda besta liðið“ „Loksins kom það, loksins kom sigur gegn Króötum og Ólympíudraumurinn lifir,“ sagði Stefán Árni Pálsson í Besta sætinu eftir sigur Íslands á Króatíu á EM karla í handbolta. 22. janúar 2024 18:30 Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti Man. United - Newcastle | Án Bruno en geta komist upp fyrir Liverpool Enski boltinn „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Óvissa í Indlandi lætur City selja Fótbolti Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Fleiri fréttir Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Sjá meira
Ísland vann Króatíu með fimm marka mun, 30-35, í milliriðli 1 á EM í Þýskalandi í gær. Þetta var fyrsti sigur Íslendinga á Króötum á stórmóti og hann gerir það að verkum að Ísland á enn möguleika á að komast í forkeppni Ólympíuleikanna. Einar merkti breytingu á fasi Snorra frá fyrstu leikjum Íslands á mótinu. „Það er ekkert rosalega óeðlilegt að það hafi tekið smá tíma fyrir Snorra að finna sitt lið, finna réttu blönduna, hvernig eigum við að spila. Líka viðhorfið hjá honum. Hann fór rosalega passívur inn í mótið, rólegur og yfirvegaður á hliðarlínunni og ég skil hann mjög vel,“ sagði Einar í Besta sætinu, hlaðvarpi íþróttadeildar Sýnar, þar sem hann fór yfir Króatíuleikinn ásamt Stefáni Árna Pálssyni og Hreiðari Levý Guðmundssyni. „Mér finnst miklu meiri stríðsmaður í honum. Hann er fagnandi, sleppir sér meira og er miklu meira inni í leiknum. Mér finnst annar bragur yfir honum.“ Stefán Árni vakti athygli á því að Snorri hefði brýnt raustina í leikhléi í fyrri hálfleiknum í gær. „Hann á ekkert að vera viðkvæmur fyrir því. Hann á bara að vera hann sjálfur. Þó hann blóti í leikhléum eða láta menn heyra það, það er ekkert að því. Hann má alveg sýna ástríðu, vera fúll og sár og vondur. Hann má líka gleðjast og fagna. Mér finnst hann búinn að vaxa rosalega inni í mótinu,“ sagði Einar. „Þrátt fyrir mótlætið og erfiðleikana er hann búinn að sýna hvers konar karakter hann er og fær þjálfari. Við höfum rætt leikmenn sem hafa klárlega stigið upp og snúið við taflinu en það má ekki gleyma því að þetta er ekki bara Snorra að kenna þegar illa gengur en leikmenn frábærir þegar vel gengur.“ Einari fannst Snorri hitta í mark með ákvörðunum sínum í leiknum gegn Króatíu. „Snorri var frábær í dag [í gær]. Þær breytingar sem hann gerði, áherslubreytingar í vörn og skiptingarnar og allt það, heppnuðust allar. Það er ekki bara heppni. Hann er bara klókur og góður þjálfari og gerði þetta frábærlega í dag,“ sagði Einar. Ísland mætir Austurríki í lokaleik sínum í milliriðli 1 á morgun og gæti þurft að vinna að minnsta kosti fimm marka sigur til að komast í forkeppni Ólympíuleikanna. Þáttinn má heyra í spilaranum að ofan. Besta sætið er aðgengilegt á öllum helstu hlaðvarpsveitum, t.a.m. á Spotify hér. Hver einasti leikur Íslands á EM verður gerður upp af sérfræðingum í Besta sætinu.
EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Besta sætið Tengdar fréttir Besta sætið: „Ekki alltaf bestu leikmennirnir sem mynda besta liðið“ „Loksins kom það, loksins kom sigur gegn Króötum og Ólympíudraumurinn lifir,“ sagði Stefán Árni Pálsson í Besta sætinu eftir sigur Íslands á Króatíu á EM karla í handbolta. 22. janúar 2024 18:30 Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti Man. United - Newcastle | Án Bruno en geta komist upp fyrir Liverpool Enski boltinn „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Óvissa í Indlandi lætur City selja Fótbolti Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Fleiri fréttir Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Sjá meira
Besta sætið: „Ekki alltaf bestu leikmennirnir sem mynda besta liðið“ „Loksins kom það, loksins kom sigur gegn Króötum og Ólympíudraumurinn lifir,“ sagði Stefán Árni Pálsson í Besta sætinu eftir sigur Íslands á Króatíu á EM karla í handbolta. 22. janúar 2024 18:30