Dramatískir sigrar hjá Real Madríd og Barcelona Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 21. janúar 2024 19:46 Sigurmarkinu fagnað. Diego Souto/Getty Images Real Madríd vann gríðarlega dramatískan sigur á botnliði Almería í La Liga, úrvalsdeild karla í knattspyrnu á Spáni. Lokatölur 3-2 þar sem gestirnir komust 2-0 yfir. Spánarmeistarar Barcelona unnu einnig dramatískan sigur þökk sé Ferran Torres þegar þeir sóttu Real Betis heim. Það kom vægast sagt á óvart þegar Largie Ramazani kom Almería yfir strax á fyrstu mínútu í Madríd. Það kom hins vegar enn meira á óvart þegar Edgar González tvöfaldaði forystu gestanna rétt fyrir lok fyrri hálfleiks, staðan í hálfleik 0-2 og topplið Real í miklum vandræðum. Carlo Ancelotti brást við með þrefaldri skiptingu í hálfleik og átti hún eftir að skila sér. Þegar tíu mínútur voru liðnar af síðari hálfleik fengu heimamenn vítaspyrnu. Jude Bellingham fór á punktinn og skoraði af miklu öryggi. Hans 14. deildarmark á leiktíðinni. Sléttum tíu mínútum síðar jafnaði Vinícius Junior metin. Markið var þó einkar umdeild en það virtist sem Brasilíumaðurinn hafi notað hendi sína til að stýra boltanum í átt að marki. Staðan hins vegar orðin 2-2 og nægur tími fyrir heimamenn til að skora sigurmarkið. Það gerðu þeir þegar níu mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Hægri bakvörðurinn Dani Carvajal með markið eftir stoðsendingu Bellingham og lokatölur 3-2 Real Madríd í vil. #LALIGAHighlights | Real Madrid 3-2 UD AlmeríaWatch the highlights!#LALIGAEASPORTS pic.twitter.com/mmoRb9SuKK— LALIGA English (@LaLigaEN) January 21, 2024 Real Betis tók á móti Barcelona í síðasta leik dagsins. Ferran Torres kom gestunum frá Katalóníu yfir eftir sendingu frá hinum efnilega Pedri um miðbik fyrri hálfleiks. Pólska markavélin Robert Lewandowski hélt hann hefði jafnað metin undir lok fyrri hálfleiks en markið dæmt af. HALFTIME0 Betis1 Barça (Ferran Torres 21')#BetisBarça Join our Live Chat on Discord — FC Barcelona (@FCBarcelona) January 21, 2024 Torres bætti hins vegar við öðru marki Börsunga í upphafi síðari hálfleiks en Spánarmeisturunum tókst þó ekki að halda út. Isco, fyrrverandi leikmaður Real Madríd, minnkaði muninn á 56. mínútu og aðeins þremur mínútum síðar jafnaði Isco metin. Stefndi lengi vel í að það yrðu lokatölur leiksins en gestirnir skoruðu í tvígang undir lok leiksins. João Félix kom þeim yfir eftir sendingu frá Torres sem fullkomnaði þrennu sína og gulltryggði sigur Börsunga þegar tvær mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Lokatölur á Benito Villamarin-vellinum 2-4 og Börsungar nú með 44 stig í 3. sæti deildarinnar, sjö minna en Real Madríd sem er á toppi deildarinnar. Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Goðsögn fallin frá Enski boltinn „Ég elska peninga“ Sport Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Fleiri fréttir Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Sjá meira
Það kom vægast sagt á óvart þegar Largie Ramazani kom Almería yfir strax á fyrstu mínútu í Madríd. Það kom hins vegar enn meira á óvart þegar Edgar González tvöfaldaði forystu gestanna rétt fyrir lok fyrri hálfleiks, staðan í hálfleik 0-2 og topplið Real í miklum vandræðum. Carlo Ancelotti brást við með þrefaldri skiptingu í hálfleik og átti hún eftir að skila sér. Þegar tíu mínútur voru liðnar af síðari hálfleik fengu heimamenn vítaspyrnu. Jude Bellingham fór á punktinn og skoraði af miklu öryggi. Hans 14. deildarmark á leiktíðinni. Sléttum tíu mínútum síðar jafnaði Vinícius Junior metin. Markið var þó einkar umdeild en það virtist sem Brasilíumaðurinn hafi notað hendi sína til að stýra boltanum í átt að marki. Staðan hins vegar orðin 2-2 og nægur tími fyrir heimamenn til að skora sigurmarkið. Það gerðu þeir þegar níu mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Hægri bakvörðurinn Dani Carvajal með markið eftir stoðsendingu Bellingham og lokatölur 3-2 Real Madríd í vil. #LALIGAHighlights | Real Madrid 3-2 UD AlmeríaWatch the highlights!#LALIGAEASPORTS pic.twitter.com/mmoRb9SuKK— LALIGA English (@LaLigaEN) January 21, 2024 Real Betis tók á móti Barcelona í síðasta leik dagsins. Ferran Torres kom gestunum frá Katalóníu yfir eftir sendingu frá hinum efnilega Pedri um miðbik fyrri hálfleiks. Pólska markavélin Robert Lewandowski hélt hann hefði jafnað metin undir lok fyrri hálfleiks en markið dæmt af. HALFTIME0 Betis1 Barça (Ferran Torres 21')#BetisBarça Join our Live Chat on Discord — FC Barcelona (@FCBarcelona) January 21, 2024 Torres bætti hins vegar við öðru marki Börsunga í upphafi síðari hálfleiks en Spánarmeisturunum tókst þó ekki að halda út. Isco, fyrrverandi leikmaður Real Madríd, minnkaði muninn á 56. mínútu og aðeins þremur mínútum síðar jafnaði Isco metin. Stefndi lengi vel í að það yrðu lokatölur leiksins en gestirnir skoruðu í tvígang undir lok leiksins. João Félix kom þeim yfir eftir sendingu frá Torres sem fullkomnaði þrennu sína og gulltryggði sigur Börsunga þegar tvær mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Lokatölur á Benito Villamarin-vellinum 2-4 og Börsungar nú með 44 stig í 3. sæti deildarinnar, sjö minna en Real Madríd sem er á toppi deildarinnar.
Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Goðsögn fallin frá Enski boltinn „Ég elska peninga“ Sport Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Fleiri fréttir Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Sjá meira