Enn fleiri sektaðir vegna fullyrðinga um CBD Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. janúar 2024 15:19 Svavar Jóhannsson framkvæmdastjóri hjá Fitness sport. Vísir/vilhelm Neytendastofa hefur sektað Fitness Sport ehf og Ozon ehf fyrir fullyrðingar um lyfjavirkni snyrtivara sem innihalda CBD og fyrirtækin selja á heimasíðu sinni og auglýsa á samfélagsmiðlum. Fjöldi fyrirtækja hefur verið sektaður fyrir það sama undanfarið ár. Sekt Ozon ehf. hljóðar upp á 200 þúsund krónur. Neytendastofa fann að fullyrðingum sem birtar voru á Facebook-síðu Ozon ehf og vefsíðunum hempliving.is og gottcbd.is. Ozon hélt því fram í andsvörum sínum að um væri að ræða hampvörur sem innihéldu kannabínóða sem rannsóknir sýni að bæti húðheilsu einstaklinga á marga vegu og gagnist vel við verkjum sem leiði til betri svefns og einbeitingu. Svo tók Ozon fram að félagið hefði fjarlægt allar fullyrðingar sem stofnunin hefði bent á. Tók félagið þó fram að það efni hafi allt verið undir almennum fróðleik og hvergi fullyrt um að að vörurnar lækni sjúkdóma. Taldi Neytendastofa fullyrðingarnar veita rangar upplýsingar um helstu einkenni varanna þar sem gefið væri til kynna að vörurnar hefðu lyfjavirkni. Því taldi stofnunin fullyrðingarnar líklegar til að raska verulega fjárhagslegri hegðun neytenda. Viðskiptahættir félagsins væru því til þess fallnir að valda því að hinn almenni neytandi sem fullyrðingarnar beinast að taki viðskiptaákvörðun sem hann myndi ekki annars hafa tekið. Var sektin ákvörðuð 200 þúsund krónur. Sekt Fitness sport var lægri eða upp á 100 þúsund krónur. Málið laut að fullyrðingum sem birtar voru á vefsíðu félagsins, fitnesssport.is. Fitness Sport hélt því fram að félagið hefði á engan hátt fullyrt um að vara læknaði sjúkleika eða hefði aðra virkni sem breyti líffærastarfsemi. Þvert á móti hefði verið tekið fram að árangur af vörunum væri einstaklingsbundinn. Þær verkanir sem kæmu fram á vefsíðu félagsins væru það sem viðskiptavinir hefðu fundið fyrir við notkun fæli því ekki í sér brot. Taldi félagið sig engar reglur hafa brotið en færði enga sönnun fyrir fullyrðinu sinni. Taldi Neytendastofa fullyrðingarnar veita rangar upplýsingar um helstu einkenni varanna þar sem gefið væri til kynna að vörurnar hefðu lyfjavirkni. Því taldi stofnunin fullyrðingarnar líklegar til að raska verulega fjárhagslegri hegðun neytenda. Viðskiptahættir félagsins væru því til þess fallnir að valda því að hinn almenni neytandi sem fullyrðingarnar beinast að taki viðskiptaákvörðun sem hann myndi ekki annars hafa tekið. Taldi stofnunin jafnframt að félaginu hafi ekki tekist að sanna umræddar fullyrðingar. Voru 100 þúsund krónur metnar sem hæfileg sekt. Lyf Verslun Mest lesið „Það er hægt að byrja að fjárfesta með fimm þúsund krónum á mánuði“ Atvinnulíf Rukkuð um sex þúsund kall eftir lagningu á Snæfellsnesi Neytendur Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Bretland aftur inn í Reiki í Evrópu hjá Sýn og Símanum Neytendur „Það er draumur að vera á BMW og keyra fram á nótt” Samstarf „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Viðskipti innlent Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Viðskipti innlent Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Viðskipti erlent Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rukkuð um sex þúsund kall eftir lagningu á Snæfellsnesi Bretland aftur inn í Reiki í Evrópu hjá Sýn og Símanum Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Vara við eggjum í kleinuhringjum Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur „Þær eru bara of dýrar“ Skamma og banna Play að blekkja neytendur Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Kaffi heldur áfram að hækka í verði Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Sjá meira
Sekt Ozon ehf. hljóðar upp á 200 þúsund krónur. Neytendastofa fann að fullyrðingum sem birtar voru á Facebook-síðu Ozon ehf og vefsíðunum hempliving.is og gottcbd.is. Ozon hélt því fram í andsvörum sínum að um væri að ræða hampvörur sem innihéldu kannabínóða sem rannsóknir sýni að bæti húðheilsu einstaklinga á marga vegu og gagnist vel við verkjum sem leiði til betri svefns og einbeitingu. Svo tók Ozon fram að félagið hefði fjarlægt allar fullyrðingar sem stofnunin hefði bent á. Tók félagið þó fram að það efni hafi allt verið undir almennum fróðleik og hvergi fullyrt um að að vörurnar lækni sjúkdóma. Taldi Neytendastofa fullyrðingarnar veita rangar upplýsingar um helstu einkenni varanna þar sem gefið væri til kynna að vörurnar hefðu lyfjavirkni. Því taldi stofnunin fullyrðingarnar líklegar til að raska verulega fjárhagslegri hegðun neytenda. Viðskiptahættir félagsins væru því til þess fallnir að valda því að hinn almenni neytandi sem fullyrðingarnar beinast að taki viðskiptaákvörðun sem hann myndi ekki annars hafa tekið. Var sektin ákvörðuð 200 þúsund krónur. Sekt Fitness sport var lægri eða upp á 100 þúsund krónur. Málið laut að fullyrðingum sem birtar voru á vefsíðu félagsins, fitnesssport.is. Fitness Sport hélt því fram að félagið hefði á engan hátt fullyrt um að vara læknaði sjúkleika eða hefði aðra virkni sem breyti líffærastarfsemi. Þvert á móti hefði verið tekið fram að árangur af vörunum væri einstaklingsbundinn. Þær verkanir sem kæmu fram á vefsíðu félagsins væru það sem viðskiptavinir hefðu fundið fyrir við notkun fæli því ekki í sér brot. Taldi félagið sig engar reglur hafa brotið en færði enga sönnun fyrir fullyrðinu sinni. Taldi Neytendastofa fullyrðingarnar veita rangar upplýsingar um helstu einkenni varanna þar sem gefið væri til kynna að vörurnar hefðu lyfjavirkni. Því taldi stofnunin fullyrðingarnar líklegar til að raska verulega fjárhagslegri hegðun neytenda. Viðskiptahættir félagsins væru því til þess fallnir að valda því að hinn almenni neytandi sem fullyrðingarnar beinast að taki viðskiptaákvörðun sem hann myndi ekki annars hafa tekið. Taldi stofnunin jafnframt að félaginu hafi ekki tekist að sanna umræddar fullyrðingar. Voru 100 þúsund krónur metnar sem hæfileg sekt.
Lyf Verslun Mest lesið „Það er hægt að byrja að fjárfesta með fimm þúsund krónum á mánuði“ Atvinnulíf Rukkuð um sex þúsund kall eftir lagningu á Snæfellsnesi Neytendur Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Bretland aftur inn í Reiki í Evrópu hjá Sýn og Símanum Neytendur „Það er draumur að vera á BMW og keyra fram á nótt” Samstarf „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Viðskipti innlent Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Viðskipti innlent Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Viðskipti erlent Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rukkuð um sex þúsund kall eftir lagningu á Snæfellsnesi Bretland aftur inn í Reiki í Evrópu hjá Sýn og Símanum Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Vara við eggjum í kleinuhringjum Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur „Þær eru bara of dýrar“ Skamma og banna Play að blekkja neytendur Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Kaffi heldur áfram að hækka í verði Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Sjá meira