Tók lítið eftir tuttugu þúsund Þjóðverjum Sindri Sverrisson skrifar 19. janúar 2024 15:01 Elliði Snær Viðarsson ræddi við fjölmiðla á hóteli landsliðsins í Köln í dag. VÍSIR/VILHELM „Nóttin var stutt. Ég svaf alla vega ekki rosalega mikið. En hún var bara ágæt,“ sagði landsliðsmaðurinn Elliði Snær Viðarsson daginn eftir tapið sára gegn Þýskalandi á EM í handbolta. Hann villi meiri læti í Lanxess-höllinni í Köln. Elliði og félagar í landsliðinu ræddu við blaðamenn á hóteli landsliðsins í Köln í hádeginu. Menn tóku sér skiljanlega sinn tíma í að melta tapið gegn Þýskalandi í gærkvöld: „Við tókum fund hérna og borðuðum svo saman, og svo fóru einhverjir að sofa, einhverjir í meðhöndlun og einhverjir að spjalla uppi á herbergjum. Bara eins og gengur að gerast.“ Óþolandi að hafa ekki fengið nein stig Elliði segir erfitt að kyngja tapinu, og þeirri staðreynd að Ísland sé enn án stiga í milliriðlinum. „Já, klárlega. Á sama tíma var þetta góð frammistaða í gær og ég er ánægður með að við spiluðum góðan leik. En það er óþolandi að hafa ekki fengið nein stig út úr þessu. Í fyrsta lagi vildum við taka stig með okkur inn í milliriðilinn, og svo fannst mér við eiga að vinna í gær miðað við frammistöðu. Það er vel frústrerandi að vera ekki komnir með nein stig.“ Klippa: Elliði tók lítið eftir fjöldanum Vonandi meiri læti í næstu leikjum Þeir 150 stuðningsmenn Íslands sem voru í Lanxess-höllinni í gær máttu sín lítils gegn tæplega 20 þúsund Þjóðverjum en hvernig var að spila við þessar aðstæður? „Maður tók svo sem ekki mikið eftir því að það væru tuttugu þúsund manns í höllinni. Það voru ekkert rosa mikil læti, ekki eins og maður hafði búist við. Mér fannst við ná líka að halda þeim ágætlega í skefjum með okkar frammistöðu. Það verða vonandi meiri læti í næstu leikjum,“ segir Elliði sem nú þarf að vera klár í leik við eitt allra besta landslið heims, Frakka, á morgun klukkan 14.30. „Það leggst ótrúlega vel í mig. Við erum svo sem ekkert búnir að fara yfir þá en ef við höldum áfram því sama og í gær þá munum við gefa þeim góðan leik, og vonandi dettur hann fyrir okkur.“ Næsti leikur Íslands á EM er gegn Frakklandi á morgun klukkan 14:30 að íslenskum tíma. Öflugt teymi Vísis og Stöðvar 2 er í Þýskalandi og fjallar um mótið í máli og myndum. Landslið karla í handbolta Tengdar fréttir Ísland með 42 prósent hornanýtingu á EM og níu víti farið í súginn Íslensku hornamennirnir og vítaskytturnar hafa engan veginn náð sér á strik á Evrópumótinu í Þýskalandi. Tölfræðin sýnir það svart á hvítu. 19. janúar 2024 14:01 Bollasúpan Knorr átti ekki möguleika í Ými Einar Jónsson, þjálfari Fram, hreifst mjög af frammistöðu Ýmis Arnar Gíslasonar í leik Íslands og Þýskalands í gær. Þjóðverjar unnu leikinn, 26-24. 19. janúar 2024 13:02 EM í dag: Þetta var gjörsamlega óþolandi Þeir Henry Birgir Gunnarsson og Sindri Sverrisson voru hundsvekktir eftir tapið gegn Þjóðverjum í gær og þeir renna yfir vonbrigðin í þætti dagsins. 19. janúar 2024 11:00 „Langbesta frammistaða liðsins í þessu móti“ Rúnar Sigtryggsson var gestur í Besta sætinu í gær þar sem hann fór yfir frammistöðu Íslands í naumu tapi á móti heimamönnum í þýska landsliðinu í fyrsta leik liðanna í milliriðli á Evrópumótinu í handbolta. 19. janúar 2024 10:00 Skýrsla Henrys: Úlfurinn át strákana okkar Hvað á maður að segja? Þvílík vonbrigði þessi leikur í kvöld og mótið í heild sinni. Draumurinn um óvænt undanúrslit er dáinn og Ólympíudraumurinn færist fjær. Þetta er alls ekki nógu gott. 18. janúar 2024 23:01 Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Enski boltinn „Menn beita öllum brögðum“ Enski boltinn „Vont að vakna einn daginn og geta ekki gert það sem ég vil“ Sport Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Enski boltinn Fleiri fréttir Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Sjá meira
Elliði og félagar í landsliðinu ræddu við blaðamenn á hóteli landsliðsins í Köln í hádeginu. Menn tóku sér skiljanlega sinn tíma í að melta tapið gegn Þýskalandi í gærkvöld: „Við tókum fund hérna og borðuðum svo saman, og svo fóru einhverjir að sofa, einhverjir í meðhöndlun og einhverjir að spjalla uppi á herbergjum. Bara eins og gengur að gerast.“ Óþolandi að hafa ekki fengið nein stig Elliði segir erfitt að kyngja tapinu, og þeirri staðreynd að Ísland sé enn án stiga í milliriðlinum. „Já, klárlega. Á sama tíma var þetta góð frammistaða í gær og ég er ánægður með að við spiluðum góðan leik. En það er óþolandi að hafa ekki fengið nein stig út úr þessu. Í fyrsta lagi vildum við taka stig með okkur inn í milliriðilinn, og svo fannst mér við eiga að vinna í gær miðað við frammistöðu. Það er vel frústrerandi að vera ekki komnir með nein stig.“ Klippa: Elliði tók lítið eftir fjöldanum Vonandi meiri læti í næstu leikjum Þeir 150 stuðningsmenn Íslands sem voru í Lanxess-höllinni í gær máttu sín lítils gegn tæplega 20 þúsund Þjóðverjum en hvernig var að spila við þessar aðstæður? „Maður tók svo sem ekki mikið eftir því að það væru tuttugu þúsund manns í höllinni. Það voru ekkert rosa mikil læti, ekki eins og maður hafði búist við. Mér fannst við ná líka að halda þeim ágætlega í skefjum með okkar frammistöðu. Það verða vonandi meiri læti í næstu leikjum,“ segir Elliði sem nú þarf að vera klár í leik við eitt allra besta landslið heims, Frakka, á morgun klukkan 14.30. „Það leggst ótrúlega vel í mig. Við erum svo sem ekkert búnir að fara yfir þá en ef við höldum áfram því sama og í gær þá munum við gefa þeim góðan leik, og vonandi dettur hann fyrir okkur.“ Næsti leikur Íslands á EM er gegn Frakklandi á morgun klukkan 14:30 að íslenskum tíma. Öflugt teymi Vísis og Stöðvar 2 er í Þýskalandi og fjallar um mótið í máli og myndum.
Landslið karla í handbolta Tengdar fréttir Ísland með 42 prósent hornanýtingu á EM og níu víti farið í súginn Íslensku hornamennirnir og vítaskytturnar hafa engan veginn náð sér á strik á Evrópumótinu í Þýskalandi. Tölfræðin sýnir það svart á hvítu. 19. janúar 2024 14:01 Bollasúpan Knorr átti ekki möguleika í Ými Einar Jónsson, þjálfari Fram, hreifst mjög af frammistöðu Ýmis Arnar Gíslasonar í leik Íslands og Þýskalands í gær. Þjóðverjar unnu leikinn, 26-24. 19. janúar 2024 13:02 EM í dag: Þetta var gjörsamlega óþolandi Þeir Henry Birgir Gunnarsson og Sindri Sverrisson voru hundsvekktir eftir tapið gegn Þjóðverjum í gær og þeir renna yfir vonbrigðin í þætti dagsins. 19. janúar 2024 11:00 „Langbesta frammistaða liðsins í þessu móti“ Rúnar Sigtryggsson var gestur í Besta sætinu í gær þar sem hann fór yfir frammistöðu Íslands í naumu tapi á móti heimamönnum í þýska landsliðinu í fyrsta leik liðanna í milliriðli á Evrópumótinu í handbolta. 19. janúar 2024 10:00 Skýrsla Henrys: Úlfurinn át strákana okkar Hvað á maður að segja? Þvílík vonbrigði þessi leikur í kvöld og mótið í heild sinni. Draumurinn um óvænt undanúrslit er dáinn og Ólympíudraumurinn færist fjær. Þetta er alls ekki nógu gott. 18. janúar 2024 23:01 Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Enski boltinn „Menn beita öllum brögðum“ Enski boltinn „Vont að vakna einn daginn og geta ekki gert það sem ég vil“ Sport Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Enski boltinn Fleiri fréttir Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Sjá meira
Ísland með 42 prósent hornanýtingu á EM og níu víti farið í súginn Íslensku hornamennirnir og vítaskytturnar hafa engan veginn náð sér á strik á Evrópumótinu í Þýskalandi. Tölfræðin sýnir það svart á hvítu. 19. janúar 2024 14:01
Bollasúpan Knorr átti ekki möguleika í Ými Einar Jónsson, þjálfari Fram, hreifst mjög af frammistöðu Ýmis Arnar Gíslasonar í leik Íslands og Þýskalands í gær. Þjóðverjar unnu leikinn, 26-24. 19. janúar 2024 13:02
EM í dag: Þetta var gjörsamlega óþolandi Þeir Henry Birgir Gunnarsson og Sindri Sverrisson voru hundsvekktir eftir tapið gegn Þjóðverjum í gær og þeir renna yfir vonbrigðin í þætti dagsins. 19. janúar 2024 11:00
„Langbesta frammistaða liðsins í þessu móti“ Rúnar Sigtryggsson var gestur í Besta sætinu í gær þar sem hann fór yfir frammistöðu Íslands í naumu tapi á móti heimamönnum í þýska landsliðinu í fyrsta leik liðanna í milliriðli á Evrópumótinu í handbolta. 19. janúar 2024 10:00
Skýrsla Henrys: Úlfurinn át strákana okkar Hvað á maður að segja? Þvílík vonbrigði þessi leikur í kvöld og mótið í heild sinni. Draumurinn um óvænt undanúrslit er dáinn og Ólympíudraumurinn færist fjær. Þetta er alls ekki nógu gott. 18. janúar 2024 23:01