Vill tug milljarða frá stjórnarformanni Newcastle fyrir að vinna myrkraverk prinsins Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 16. janúar 2024 23:31 Yasir Al-Rumayyan í golfi. Richard Heathcote/Getty Images Yasir Al-Rumayyan, formaður enska úrvalsdeildarfélagsins Newcastle United og LIV-mótaraðarinnar í golfi, gæti verið stefnt í einkamáli fyrir að „fylgja fyrirmælum krónprinsins Mohammed Bin Salman. Talið er að lögsóknin muni hljóða upp á rúma tíu milljarða íslenskra króna. Al-Rumayyan er yfirmaður fjárfestingasjóðs Sádi-Arabíu, PIF, sem á 80 prósent hlut í Newcastle og rekur LIV-mótaröðina í golfi að mestu. Hann á að hafa fylgt fyrirmælum Mohammed Bin Salman, krónprins Sádi-Arabíu, er kom að meiða, þagga niðri í og á endanum eyðileggja fjölskyldu fyrrum yfirmanns leyniþjónustu Sádi-Arabíu, Dr Saad Aljabri. Newcastle's executive chairman Yasir Al-Rumayyan is facing a $74m lawsuit for carrying out malicious instructions of Mohammed Bin Salman.Legal papers were dispatched to Al-Rumayyan at multiple high-profile locations including St James Park.Full story from @AdamCrafton_— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) January 16, 2024 Frá þessu greinir The Athletic en í frétt miðilsins segir að skjöl þess efnis hafi verið send á skrifstofur Al-Rumayyan víðsvegar um heim. Þar á meðal á St. James´ Park, heimavöll Newcastle. Í skjölunum kemur fram að sótt hafi verið um leyfi til að bæta Al-Rumayyan og fleirum innan ríkistjórnar Sádi-Arabíu við dómsmál sem er nú þegar í gangi í Kanada. Ásakar Aljabri samlanda sína um að taka þátt í þriggja og hálfs árs herferð gegn prins Mohammed bin Nayef. Bin Nayef var vikið úr embætti 2017 en hann átti að vera arftaki krúnunnar. Þess í stað hefur hann verið í varðhaldi frá árinu 2020. EXCLUSIVE Newcastle chair Yasir Al Rumayyan faces $74m lawsuit for allegedly having carried out instructions of Saudi Crown Prince MBS, with malicious intent of harming, silencing & ultimately destroying family of Saudi ex-intelligence chiefhttps://t.co/cqgS5eI8y4— Adam Crafton (@AdamCrafton_) January 16, 2024 Aljabri, fyrrverandi starfsmaður leyniþjónustu Sádi-Arabíu, flúði þaðan eftir að Bin Nayef var vikið úr embætti. Fyrst fór hann til Tyrklands og þaðan til Kanada. Árið 2021 var hann sakaður um að hafa dregið að sér milljónir Bandaríkjadala í hundraðatali. Aljabri neitar sök. Fari svo að kanadískir dómstólar samþykki að bæta Al-Rumayyan og samstarfsmönnum hans við lögsóknina þá ætlar fjölskylda Aljabri að sækja um skaðabætur upp á tíu milljarða íslenskra króna. The Athletic bar málið undir ensku úrvalsdeildina – sem leyfði kaup PIF á Newcastle United fyrir ekki svo löngu síðan – en forráðamenn deildarinnar vildu ekki tjá sig að svo stöddu. Fótbolti Enski boltinn Sádi-Arabía Mest lesið Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Calvert-Lewin á leið til Leeds Enski boltinn Willum lagði upp sigurmark Birmingham Enski boltinn PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Fótbolti Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Íslenski boltinn Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Fleiri fréttir Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Sjá meira
Al-Rumayyan er yfirmaður fjárfestingasjóðs Sádi-Arabíu, PIF, sem á 80 prósent hlut í Newcastle og rekur LIV-mótaröðina í golfi að mestu. Hann á að hafa fylgt fyrirmælum Mohammed Bin Salman, krónprins Sádi-Arabíu, er kom að meiða, þagga niðri í og á endanum eyðileggja fjölskyldu fyrrum yfirmanns leyniþjónustu Sádi-Arabíu, Dr Saad Aljabri. Newcastle's executive chairman Yasir Al-Rumayyan is facing a $74m lawsuit for carrying out malicious instructions of Mohammed Bin Salman.Legal papers were dispatched to Al-Rumayyan at multiple high-profile locations including St James Park.Full story from @AdamCrafton_— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) January 16, 2024 Frá þessu greinir The Athletic en í frétt miðilsins segir að skjöl þess efnis hafi verið send á skrifstofur Al-Rumayyan víðsvegar um heim. Þar á meðal á St. James´ Park, heimavöll Newcastle. Í skjölunum kemur fram að sótt hafi verið um leyfi til að bæta Al-Rumayyan og fleirum innan ríkistjórnar Sádi-Arabíu við dómsmál sem er nú þegar í gangi í Kanada. Ásakar Aljabri samlanda sína um að taka þátt í þriggja og hálfs árs herferð gegn prins Mohammed bin Nayef. Bin Nayef var vikið úr embætti 2017 en hann átti að vera arftaki krúnunnar. Þess í stað hefur hann verið í varðhaldi frá árinu 2020. EXCLUSIVE Newcastle chair Yasir Al Rumayyan faces $74m lawsuit for allegedly having carried out instructions of Saudi Crown Prince MBS, with malicious intent of harming, silencing & ultimately destroying family of Saudi ex-intelligence chiefhttps://t.co/cqgS5eI8y4— Adam Crafton (@AdamCrafton_) January 16, 2024 Aljabri, fyrrverandi starfsmaður leyniþjónustu Sádi-Arabíu, flúði þaðan eftir að Bin Nayef var vikið úr embætti. Fyrst fór hann til Tyrklands og þaðan til Kanada. Árið 2021 var hann sakaður um að hafa dregið að sér milljónir Bandaríkjadala í hundraðatali. Aljabri neitar sök. Fari svo að kanadískir dómstólar samþykki að bæta Al-Rumayyan og samstarfsmönnum hans við lögsóknina þá ætlar fjölskylda Aljabri að sækja um skaðabætur upp á tíu milljarða íslenskra króna. The Athletic bar málið undir ensku úrvalsdeildina – sem leyfði kaup PIF á Newcastle United fyrir ekki svo löngu síðan – en forráðamenn deildarinnar vildu ekki tjá sig að svo stöddu.
Fótbolti Enski boltinn Sádi-Arabía Mest lesið Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Calvert-Lewin á leið til Leeds Enski boltinn Willum lagði upp sigurmark Birmingham Enski boltinn PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Fótbolti Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Íslenski boltinn Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Fleiri fréttir Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Sjá meira