Ange hrósaði leikmönnum sínum í hástert Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 14. janúar 2024 20:25 Sáttur með sína menn. Catherine Ivill/Getty Images „Ég er hæstánægður, við spiluðum virkilega vel. Auðvitað byrjuðum við ekki vel, fengum á okkur mark, og vitum í hvaða stöðu Manchester United er hvað varðar að þurfa að ná í úrslit,“ sagði Ange Postecoglou, þjálfari Tottenham Hotspur, eftir 2-2 jafntefli liðsins á Old Trafford í dag. Manchester United og Tottenham Hotspur mættust í ensku úrvalsdeild karla í knattspyrnu í dag. Heimamenn í Man United komust yfir snemma leiks og voru 2-1 yfir í hálfleik. Gestirnir frá Lundúnum jöfnuðu metin strax í upphafi síðari hálfleiks og voru óheppnir að vinna ekki leikinn. „Strákarnir svöruðu frábærlega eftir að við lentum undir. Við spiluðum virkilega góðan fótbolta og jafnvel fyrir það vorum við að skapa fín tækifæri. Við stjórnuðum leiknum í síðari hálfleik, ég gæti ekki verið hamingjusamari.“ „Við áttum virkilega erfiða viku utan vallar, menn veikir og fleira. Þessi hópur leikmanna hefur staðið sig frábærlega.“ Rodrigo Bentancur skoraði jöfnunarmark Spurs í síðari hálfleik en hann, líkt og þónokkrir leikmenn liðsins, hefði í raun átt að sleppa leiknum. „Ef ég á að vera hreinskilinn þá ætti hann enn að vera frá keppni. En hann kom að mér og sagði að hann vildi hjálpa til. Það sýnir karakterinn sem hann býr yfir, hann var frábær í dag.“ Ange Postecoglou was full of praise for his @SpursOfficial squad following issues with injuries and illness in the week pic.twitter.com/x7w1X0Nbpo— Premier League (@premierleague) January 14, 2024 „Strákarnir eru að gefa mér allt sem þeir eiga, hvort það séu strákarnir sem eru að spila út úr stöðu sem og þeir sem hafa ekki spilað í dágóða stund vegna meiðsla. Það eru margar ástæður fyrir að við ættum ekki að standa okkur á þessu getustigi, meira að segja ég hefði samþykkt það,“ sagði Ange að endingu. Tottenham er í 5. sæti með 40 stig að loknum 21 leik á meðan Man United er í 7. sæti með 32 stig. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Ótrúleg tölfræði Jokic Körfubolti Enn kvarnast úr liði Blika Íslenski boltinn Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Jafnt í stórleiknum Fótbolti Gray hetja Tottenham Enski boltinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Enski boltinn Spennutryllir eftir tvö burst Sport Fleiri fréttir Jöfnuðu 128 ára gamalt met Gray hetja Tottenham Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Sjá meira
Manchester United og Tottenham Hotspur mættust í ensku úrvalsdeild karla í knattspyrnu í dag. Heimamenn í Man United komust yfir snemma leiks og voru 2-1 yfir í hálfleik. Gestirnir frá Lundúnum jöfnuðu metin strax í upphafi síðari hálfleiks og voru óheppnir að vinna ekki leikinn. „Strákarnir svöruðu frábærlega eftir að við lentum undir. Við spiluðum virkilega góðan fótbolta og jafnvel fyrir það vorum við að skapa fín tækifæri. Við stjórnuðum leiknum í síðari hálfleik, ég gæti ekki verið hamingjusamari.“ „Við áttum virkilega erfiða viku utan vallar, menn veikir og fleira. Þessi hópur leikmanna hefur staðið sig frábærlega.“ Rodrigo Bentancur skoraði jöfnunarmark Spurs í síðari hálfleik en hann, líkt og þónokkrir leikmenn liðsins, hefði í raun átt að sleppa leiknum. „Ef ég á að vera hreinskilinn þá ætti hann enn að vera frá keppni. En hann kom að mér og sagði að hann vildi hjálpa til. Það sýnir karakterinn sem hann býr yfir, hann var frábær í dag.“ Ange Postecoglou was full of praise for his @SpursOfficial squad following issues with injuries and illness in the week pic.twitter.com/x7w1X0Nbpo— Premier League (@premierleague) January 14, 2024 „Strákarnir eru að gefa mér allt sem þeir eiga, hvort það séu strákarnir sem eru að spila út úr stöðu sem og þeir sem hafa ekki spilað í dágóða stund vegna meiðsla. Það eru margar ástæður fyrir að við ættum ekki að standa okkur á þessu getustigi, meira að segja ég hefði samþykkt það,“ sagði Ange að endingu. Tottenham er í 5. sæti með 40 stig að loknum 21 leik á meðan Man United er í 7. sæti með 32 stig.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Ótrúleg tölfræði Jokic Körfubolti Enn kvarnast úr liði Blika Íslenski boltinn Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Jafnt í stórleiknum Fótbolti Gray hetja Tottenham Enski boltinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Enski boltinn Spennutryllir eftir tvö burst Sport Fleiri fréttir Jöfnuðu 128 ára gamalt met Gray hetja Tottenham Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Sjá meira