Lægðin hefur áhrif á mælana Kristín Ólafsdóttir skrifar 10. janúar 2024 14:52 Benedikt Gunnar Ófeigsson, jarðeðlisfræðingur. Vísir/arnar Líkur á eldgosi á Reykjanesskaga á næstu dögum aukast stöðugt, að mati jarðeðlisfræðings. Ekki sé sjálfgefið að atburðarásin verði með sama hætti og síðast. Veður hefur áhrif á mæla á svæðinu þessa dagana og náið er fylgst með vefmyndavélum. Lítil breyting er á stöðunni á Reykjanesskaga milli daga. Landris í Svartsengi heldur áfram með svipuðum hætti, skjálftavirkn kemur og fer en viðvarandi virkni er á kvikuganginum við Sundhnúkagígg, að sögn Benedikts Gunnars Ófeigssonar jarðeðlisfræðings. Þá hafa mælingar Veðurstofunnar ekki farið varhluta af lægð sem gengið hefur yfir suðvesturhornið. „Mikill vindur hefur áhrif á næmni skjálftakerfisins og þá sjáum við ekki minnstu skjálftana og það er kannski það sem við erum að fylgjast svolítið mikið með á kvikuganginum núna, það eru minnstu skjálftarnir.“ Þannig að það er legið yfir vefmyndavélunum? „Já já, en við eigum svosem ekki von á að það byrji gos án þess að við sjáum neitt. En já já, við horfum á vefmyndavélarnar líka,“ segir Benedikt. Benedikt segir ekki taldar auknar líkur á gosi nær Grindavík, eða inni í bænum. Enn eru taldar langmestar líkur á að gos hefjist á svipuðum slóðum og síðast, á svæðinu frá Hagafelli að Stóra-Skógfelli. „En kannski erum við að horfa á að líkur á að það hefjist eldgos aukist með tíma. Og öll gögn sem við erum að horfa á benda til þess að staðan sé svipuð og fyrir átjánda [desember]. Þannig að fólk er á tánum, miðað við að þetta geti byrjað hvenær sem er,“ segir Benedikt. „En við þurfum líka að hafa í huga að það getur líka endað þannig að það gerist ekki neitt í langan tíma. Og þá fara menn að vera óþolinmóðir og segja: Nei nei, það er ekkert að gerast en svo gæti það allt í einu komið. Þannig að menn verða að hafa þolinmæði í þetta. Það er ekkert sjálfgefið að þetta hagi sér eins og síðast. En við teljum allavega mjög miklar líkur á því.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Fleiri fréttir Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Sjá meira
Lítil breyting er á stöðunni á Reykjanesskaga milli daga. Landris í Svartsengi heldur áfram með svipuðum hætti, skjálftavirkn kemur og fer en viðvarandi virkni er á kvikuganginum við Sundhnúkagígg, að sögn Benedikts Gunnars Ófeigssonar jarðeðlisfræðings. Þá hafa mælingar Veðurstofunnar ekki farið varhluta af lægð sem gengið hefur yfir suðvesturhornið. „Mikill vindur hefur áhrif á næmni skjálftakerfisins og þá sjáum við ekki minnstu skjálftana og það er kannski það sem við erum að fylgjast svolítið mikið með á kvikuganginum núna, það eru minnstu skjálftarnir.“ Þannig að það er legið yfir vefmyndavélunum? „Já já, en við eigum svosem ekki von á að það byrji gos án þess að við sjáum neitt. En já já, við horfum á vefmyndavélarnar líka,“ segir Benedikt. Benedikt segir ekki taldar auknar líkur á gosi nær Grindavík, eða inni í bænum. Enn eru taldar langmestar líkur á að gos hefjist á svipuðum slóðum og síðast, á svæðinu frá Hagafelli að Stóra-Skógfelli. „En kannski erum við að horfa á að líkur á að það hefjist eldgos aukist með tíma. Og öll gögn sem við erum að horfa á benda til þess að staðan sé svipuð og fyrir átjánda [desember]. Þannig að fólk er á tánum, miðað við að þetta geti byrjað hvenær sem er,“ segir Benedikt. „En við þurfum líka að hafa í huga að það getur líka endað þannig að það gerist ekki neitt í langan tíma. Og þá fara menn að vera óþolinmóðir og segja: Nei nei, það er ekkert að gerast en svo gæti það allt í einu komið. Þannig að menn verða að hafa þolinmæði í þetta. Það er ekkert sjálfgefið að þetta hagi sér eins og síðast. En við teljum allavega mjög miklar líkur á því.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Fleiri fréttir Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Sjá meira