Enginn þarf að flytja út sem vill það ekki Bjarki Sigurðsson skrifar 8. janúar 2024 11:58 Skálatún var stofnað fyrir 70 árum síðan. Vísir/Vilhelm Íbúar Skálatúns eru í algjörum forgangi hjá Mosfellsbæ að sögn sviðsstjóra velferðarsviðs. Aðstandendur hafa lýst því að þeim finnist íbúarnir gleymast í allri umræðu um starfsemina. Skálatún í Mosfellsbæ er heimili yfir þrjátíu einstaklinga með þroskahömlun og samanstendur af sex sambýlum. Í fyrrasumar tók Mosfellsbær við rekstri Skálatúns af bindindissamtökunum IOGT. Fréttastofa kíkti í heimsókn þegar því var fagnað að Mosfellsbær hefði tekið yfir starfsemina. Klippa: Sameiningarfögnuður í Skálatúni Breytingar hafa orðið á lífi íbúanna síðan þá en í síðustu viku var tilkynnt að það þyrfti að loka sundlaug á lóðinni þar sem burðarvirki hennar væri ótraust. Þá var tilkynnt á fundi fyrir aðstandendur íbúa í vor að það myndu ekki fleiri íbúar flytja þar inn. Sigurbjörg Fjölnisdóttir, sviðsstjóri velferðarsviðs Mosfellsbæjar, segir að þrátt fyrir það sé ekki beint verið að vinna að því að loka Skálatúni. „Við ræddum á aðstandendafundinum að enginn þyrfti að flytja ef hann vill það ekki. Það eru engar slíkar ákvarðanir sem liggja fyrir að við séum að fara að flytja einhverja út sem vilja vera áfram í sínu húsnæði. En við bjóðum þeim það sem vilja,“ segir Sigurbjörg. Sigurbjörg Fjölnisdóttir er sviðsstjóri velferðarsviðs Mosfellsbæjar. Aðstandendur íbúanna hafa rætt á samfélagsmiðlum um að þeim finnist íbúarnir gleymast í allri umræðu um Skálatún. Sigurbjörg segir það ekki vera málið innan Mosfellsbæjar, þar séu íbúarnir í algjörum forgangi. „Í rauninni er það þannig að íbúar á Skálatúni eru íbúar eins og aðrir íbúar í Mosfellsbæ. Með því að við tókum yfir þjónustuna erum við með þá íbúa á sama stað og aðra. Þeir eru jafn háir og allir aðrir í sveitarfélaginu,“ segir Sigurbjörg. Mosfellsbær Málefni fatlaðs fólks Tengdar fréttir Samþætta eigi alla þjónustu við börn í Skálatúni Stefnt er að uppbyggingu á samþættri þjónustu við börn í Skálatúni í Mosfellsbæ. Markmiðið er að þar verði á einum stað helstu stofnanir og samtök sem koma að þjónustu við börn og ungmenni auk úrræða fyrir börn með fjölþættan vanda. 25. maí 2023 23:34 „Ég er í hálfgerðu sjokki og átti ekki von á þessu“ Ákveðið hefur verið að loka sundlauginni í Skálatúni til frambúðar vegna ástands hennar. Hið vinsæla ungbarnasund Snorra er því í lausu lofti og segir Snorri ákvörðunina hafa komið sér í opna skjöldu. Hann tími samt ekki að hætta alveg strax. 5. janúar 2024 20:28 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Skortir lækna í Breiðholti Innlent Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Erlent Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu Erlent Vilja ekki feita innflytjendur Erlent Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Innlent Fleiri fréttir Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Sjá meira
Skálatún í Mosfellsbæ er heimili yfir þrjátíu einstaklinga með þroskahömlun og samanstendur af sex sambýlum. Í fyrrasumar tók Mosfellsbær við rekstri Skálatúns af bindindissamtökunum IOGT. Fréttastofa kíkti í heimsókn þegar því var fagnað að Mosfellsbær hefði tekið yfir starfsemina. Klippa: Sameiningarfögnuður í Skálatúni Breytingar hafa orðið á lífi íbúanna síðan þá en í síðustu viku var tilkynnt að það þyrfti að loka sundlaug á lóðinni þar sem burðarvirki hennar væri ótraust. Þá var tilkynnt á fundi fyrir aðstandendur íbúa í vor að það myndu ekki fleiri íbúar flytja þar inn. Sigurbjörg Fjölnisdóttir, sviðsstjóri velferðarsviðs Mosfellsbæjar, segir að þrátt fyrir það sé ekki beint verið að vinna að því að loka Skálatúni. „Við ræddum á aðstandendafundinum að enginn þyrfti að flytja ef hann vill það ekki. Það eru engar slíkar ákvarðanir sem liggja fyrir að við séum að fara að flytja einhverja út sem vilja vera áfram í sínu húsnæði. En við bjóðum þeim það sem vilja,“ segir Sigurbjörg. Sigurbjörg Fjölnisdóttir er sviðsstjóri velferðarsviðs Mosfellsbæjar. Aðstandendur íbúanna hafa rætt á samfélagsmiðlum um að þeim finnist íbúarnir gleymast í allri umræðu um Skálatún. Sigurbjörg segir það ekki vera málið innan Mosfellsbæjar, þar séu íbúarnir í algjörum forgangi. „Í rauninni er það þannig að íbúar á Skálatúni eru íbúar eins og aðrir íbúar í Mosfellsbæ. Með því að við tókum yfir þjónustuna erum við með þá íbúa á sama stað og aðra. Þeir eru jafn háir og allir aðrir í sveitarfélaginu,“ segir Sigurbjörg.
Mosfellsbær Málefni fatlaðs fólks Tengdar fréttir Samþætta eigi alla þjónustu við börn í Skálatúni Stefnt er að uppbyggingu á samþættri þjónustu við börn í Skálatúni í Mosfellsbæ. Markmiðið er að þar verði á einum stað helstu stofnanir og samtök sem koma að þjónustu við börn og ungmenni auk úrræða fyrir börn með fjölþættan vanda. 25. maí 2023 23:34 „Ég er í hálfgerðu sjokki og átti ekki von á þessu“ Ákveðið hefur verið að loka sundlauginni í Skálatúni til frambúðar vegna ástands hennar. Hið vinsæla ungbarnasund Snorra er því í lausu lofti og segir Snorri ákvörðunina hafa komið sér í opna skjöldu. Hann tími samt ekki að hætta alveg strax. 5. janúar 2024 20:28 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Skortir lækna í Breiðholti Innlent Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Erlent Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu Erlent Vilja ekki feita innflytjendur Erlent Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Innlent Fleiri fréttir Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Sjá meira
Samþætta eigi alla þjónustu við börn í Skálatúni Stefnt er að uppbyggingu á samþættri þjónustu við börn í Skálatúni í Mosfellsbæ. Markmiðið er að þar verði á einum stað helstu stofnanir og samtök sem koma að þjónustu við börn og ungmenni auk úrræða fyrir börn með fjölþættan vanda. 25. maí 2023 23:34
„Ég er í hálfgerðu sjokki og átti ekki von á þessu“ Ákveðið hefur verið að loka sundlauginni í Skálatúni til frambúðar vegna ástands hennar. Hið vinsæla ungbarnasund Snorra er því í lausu lofti og segir Snorri ákvörðunina hafa komið sér í opna skjöldu. Hann tími samt ekki að hætta alveg strax. 5. janúar 2024 20:28