Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hrollvekjunni The Piper Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 5. janúar 2024 10:01 Julian Sands og Charlotte Hope eru í aðalhlutverkum í hryllingsmyndinni The Piper. Hrollvekjan The Piper verður frumsýnd í Smárabíó föstudaginn 19. janúar næstkomandi. Myndin er í leikstjórn Erlings Óttars Thoroddsen sem gerði meðal annars spennutryllinn Kulda sem kom út fyrir nokkrum misserum. The Piper segir frá Mel sem er flautuleikari og tónskáld. Hún fær það verkefni í hendurnar að klára alræmdan flautukonsert sem lærimeistari hennar samdi en ekki líður á löngu þar til hún áttar sig á að það er eitthvað skelfilegt falið innan í laglínunni sem ógnar bæði henni og ungri dóttur hennar. Klippa: Stikla úr The Piper Myndin er að hluta til byggð á ævintýrinu um Rottufangarann í Hamelin (e. The Pied Piper of Hamelin). Í þeirri sögu kom dularfullur flautuleikari til þýsku borgarinnar Hamelin og bauðst til að aðstoða við rottufaraldurinn sem geisaði þar. Hann spilaði laglínu á flautuna og leiddi allar rotturnar í burtu. En þegar yfirvöld neituðu að greiða honum fyrir hjálpina, þá spilaði rottufangarinn annað lag á flautuna og leiddi öll börnin í Hamelin í burtu um miðja nótt, og sáust þau aldrei framar. Erlingur skrifaði myndina ásamt því að leikstýra henni, en í aðalhlutverkum eru þau Charlotte Hope (Game of Thrones, The Theory of Everything, The Nun) og Julian Sands (A Room With A View, Arachnophobia, The Girl With The Dragon Tattoo). The Piper er ein af síðustu myndum sem Sands lék í, en hann lést snemma árið 2023 í fjallgöngu í Kaliforníu. Tónlistin, sem spilar lykilhlutverk í myndinni, var samin af Christopher Young sem á að baki glæstan feril sem tónskáld, og þá aðallega fyrir hrollvekjur. Meðal þeirra stórmynda sem hann hefur unnið við eru Hellraiser, Drag Me To Hell, Spider-Man 3, Sinister og The Grudge, og mætti lengi áfram telja upp. Myndin var framleidd af Millennium Media. Bíó og sjónvarp Mest lesið Draumalíf: „Fæstir þora úr búbblunni sinni“ Áskorun Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Lífið „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Lífið Þegar allt sauð upp úr Lífið Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Lífið Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Lífið Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Lífið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Miðasala á Björk hefst á morgun Tónlist Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Fleiri fréttir Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sjá meira
The Piper segir frá Mel sem er flautuleikari og tónskáld. Hún fær það verkefni í hendurnar að klára alræmdan flautukonsert sem lærimeistari hennar samdi en ekki líður á löngu þar til hún áttar sig á að það er eitthvað skelfilegt falið innan í laglínunni sem ógnar bæði henni og ungri dóttur hennar. Klippa: Stikla úr The Piper Myndin er að hluta til byggð á ævintýrinu um Rottufangarann í Hamelin (e. The Pied Piper of Hamelin). Í þeirri sögu kom dularfullur flautuleikari til þýsku borgarinnar Hamelin og bauðst til að aðstoða við rottufaraldurinn sem geisaði þar. Hann spilaði laglínu á flautuna og leiddi allar rotturnar í burtu. En þegar yfirvöld neituðu að greiða honum fyrir hjálpina, þá spilaði rottufangarinn annað lag á flautuna og leiddi öll börnin í Hamelin í burtu um miðja nótt, og sáust þau aldrei framar. Erlingur skrifaði myndina ásamt því að leikstýra henni, en í aðalhlutverkum eru þau Charlotte Hope (Game of Thrones, The Theory of Everything, The Nun) og Julian Sands (A Room With A View, Arachnophobia, The Girl With The Dragon Tattoo). The Piper er ein af síðustu myndum sem Sands lék í, en hann lést snemma árið 2023 í fjallgöngu í Kaliforníu. Tónlistin, sem spilar lykilhlutverk í myndinni, var samin af Christopher Young sem á að baki glæstan feril sem tónskáld, og þá aðallega fyrir hrollvekjur. Meðal þeirra stórmynda sem hann hefur unnið við eru Hellraiser, Drag Me To Hell, Spider-Man 3, Sinister og The Grudge, og mætti lengi áfram telja upp. Myndin var framleidd af Millennium Media.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Draumalíf: „Fæstir þora úr búbblunni sinni“ Áskorun Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Lífið „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Lífið Þegar allt sauð upp úr Lífið Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Lífið Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Lífið Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Lífið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Miðasala á Björk hefst á morgun Tónlist Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Fleiri fréttir Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sjá meira