Drottningin áhugasöm um Grindavík í síðasta nýárspartýinu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 4. janúar 2024 11:08 Árni Þór Sigurðsson, sendiherra Íslands í Danmörku, og eiginkona hans Sigurbjörg Þorsteinsdóttir áttu fund með Margréti Þórhildi Danadrottningu í gær. Jarðhræringar á Reykjanesskaga voru efst á baugi. Vísir/Getty Margrét Þórhildur Danadrottning var forvitin um stöðu mála í Grindavík og jarðhræringar á Reykjanesskaga þegar hún ræddi við sendiherra Íslands í Danmörku í nýársmóttöku í Kristjánsborgarhöll í gær. Hefðbundin nýársmóttaka Margrétar Þórhildar Danadrottningar var haldin fyrir sendiherra erlendra ríkja í Danmörku. Árni Þór Sigurðsson sendiherra og eiginkona hans Sigurbjörg Þorsteinsdóttir voru fulltrúar Íslands á móttökunni en fengu einnig sérstaka áheyrn drottningar. „Það var stutt, eins og oft við svona tilfelli en hún var áhugasöm og spurði mig út í stöðuna með eldgosið og íbúana í Grindavík. Hún var greinilega vel heima í því og upplýst,“ segir Árni Þór í samtali við fréttastofu. „Hún var að forvitnast um það hvernig fólk upplifði þessa stöðu á vettvangi og ég reyndi að segja henni af því sem maður vissi sjálfur. Hún var forvitin að vita um líðan fólks og hvernig fólk upplifir það að vera flutt að heiman í margar vikur. Hún vissi um þetta og þekkti Grindavík.“ Jafnframt hafi þau rætt samskipti ríkjanna tveggja og hún minnst á frú Vigdísi, vinkonu sína, beðið fyrir kveðju og þau svo rætt komandi forsetakosningar. Mikil tímamót eru yfirvofandi í Danmörku og þetta síðasta nýársmóttaka Margrétar. Hún tilkynnti það í gamlársávarpi sínu að hún muni stíga til hliðar 14. janúar næstkomandi og rétta Friðriki syni sínum keflið. „Þetta er ekki venjulegt hér og þau vita ekki alveg hvernig þetta fer fram. Ég var líka aðeins að spyrja starfsmenn hallarinnar út í það hvernig svona skipti fari fram Þeir voru svolítið bara eitt spurningamerki og sögðust ekki vita það, hefðu aldrei gert þetta áður,“ segir Árni. „Ég held að þetta verði ekki svona mikið, eins og í Bretlandi, það verður engin krýning. Það verður bara ríkisráðsfundur og forsætisráðherrann tilkynnir svo að þeir hafi fengið nýjan þjóðhöfðingja.“ Danmörk Íslendingar erlendis Sendiráð Íslands Kóngafólk Eldgos á Reykjanesskaga Utanríkismál Margrét Þórhildur II Danadrottning Tengdar fréttir „Líkt og tíminn hefði staðið í stað“ „Ég fæddist ekki konungssinni. Ég varð konungssinni þökk sé drottningunni okkar.“ 2. janúar 2024 07:25 Drottningin hafi varpað sprengju í danskt samfélag Sendiherra Íslands í Danmörku segir Margréti Þórhildi Danadrottningu hafa varpað sprengju í danskt samfélag með ákvörðun sinni að afsala sér krúnunni. Danir hafi verið algjörlega óviðbúnir þessum tíðindum og mörgum sé verulega brugðið. 1. janúar 2024 12:17 Margrét drottning ræddi við Karl konung fyrir ávarpið Margrét Þórhildur Danadrottning ræddi við frænda sinn, Karl Gústaf Svíakonung, og tilkynnti honum um ákvörðun sína að afsala sér krúnunni áður en hún greindi dönsku þjóðinni frá hinu sama í áramótaávarpi sínu í gærkvöldi. 1. janúar 2024 10:42 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Fleiri fréttir Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Sjá meira
Hefðbundin nýársmóttaka Margrétar Þórhildar Danadrottningar var haldin fyrir sendiherra erlendra ríkja í Danmörku. Árni Þór Sigurðsson sendiherra og eiginkona hans Sigurbjörg Þorsteinsdóttir voru fulltrúar Íslands á móttökunni en fengu einnig sérstaka áheyrn drottningar. „Það var stutt, eins og oft við svona tilfelli en hún var áhugasöm og spurði mig út í stöðuna með eldgosið og íbúana í Grindavík. Hún var greinilega vel heima í því og upplýst,“ segir Árni Þór í samtali við fréttastofu. „Hún var að forvitnast um það hvernig fólk upplifði þessa stöðu á vettvangi og ég reyndi að segja henni af því sem maður vissi sjálfur. Hún var forvitin að vita um líðan fólks og hvernig fólk upplifir það að vera flutt að heiman í margar vikur. Hún vissi um þetta og þekkti Grindavík.“ Jafnframt hafi þau rætt samskipti ríkjanna tveggja og hún minnst á frú Vigdísi, vinkonu sína, beðið fyrir kveðju og þau svo rætt komandi forsetakosningar. Mikil tímamót eru yfirvofandi í Danmörku og þetta síðasta nýársmóttaka Margrétar. Hún tilkynnti það í gamlársávarpi sínu að hún muni stíga til hliðar 14. janúar næstkomandi og rétta Friðriki syni sínum keflið. „Þetta er ekki venjulegt hér og þau vita ekki alveg hvernig þetta fer fram. Ég var líka aðeins að spyrja starfsmenn hallarinnar út í það hvernig svona skipti fari fram Þeir voru svolítið bara eitt spurningamerki og sögðust ekki vita það, hefðu aldrei gert þetta áður,“ segir Árni. „Ég held að þetta verði ekki svona mikið, eins og í Bretlandi, það verður engin krýning. Það verður bara ríkisráðsfundur og forsætisráðherrann tilkynnir svo að þeir hafi fengið nýjan þjóðhöfðingja.“
Danmörk Íslendingar erlendis Sendiráð Íslands Kóngafólk Eldgos á Reykjanesskaga Utanríkismál Margrét Þórhildur II Danadrottning Tengdar fréttir „Líkt og tíminn hefði staðið í stað“ „Ég fæddist ekki konungssinni. Ég varð konungssinni þökk sé drottningunni okkar.“ 2. janúar 2024 07:25 Drottningin hafi varpað sprengju í danskt samfélag Sendiherra Íslands í Danmörku segir Margréti Þórhildi Danadrottningu hafa varpað sprengju í danskt samfélag með ákvörðun sinni að afsala sér krúnunni. Danir hafi verið algjörlega óviðbúnir þessum tíðindum og mörgum sé verulega brugðið. 1. janúar 2024 12:17 Margrét drottning ræddi við Karl konung fyrir ávarpið Margrét Þórhildur Danadrottning ræddi við frænda sinn, Karl Gústaf Svíakonung, og tilkynnti honum um ákvörðun sína að afsala sér krúnunni áður en hún greindi dönsku þjóðinni frá hinu sama í áramótaávarpi sínu í gærkvöldi. 1. janúar 2024 10:42 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Fleiri fréttir Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Sjá meira
„Líkt og tíminn hefði staðið í stað“ „Ég fæddist ekki konungssinni. Ég varð konungssinni þökk sé drottningunni okkar.“ 2. janúar 2024 07:25
Drottningin hafi varpað sprengju í danskt samfélag Sendiherra Íslands í Danmörku segir Margréti Þórhildi Danadrottningu hafa varpað sprengju í danskt samfélag með ákvörðun sinni að afsala sér krúnunni. Danir hafi verið algjörlega óviðbúnir þessum tíðindum og mörgum sé verulega brugðið. 1. janúar 2024 12:17
Margrét drottning ræddi við Karl konung fyrir ávarpið Margrét Þórhildur Danadrottning ræddi við frænda sinn, Karl Gústaf Svíakonung, og tilkynnti honum um ákvörðun sína að afsala sér krúnunni áður en hún greindi dönsku þjóðinni frá hinu sama í áramótaávarpi sínu í gærkvöldi. 1. janúar 2024 10:42