Plötuðu gesti Vikunnar upp úr skónum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. janúar 2024 09:41 Fjórmenningarnir á mynd fyrir þáttinn. Róbert setti svo á sig loðhúfuna, sólgleraugun og áhorfendur tóku ekki eftir neinu. gústiB Síðasti Vikuþáttur ársins hjá Gísla Marteini á RÚV fór fram laugardagskvöldið 30. desember þar sem árið var gert upp. Skína með Patrik Atlasyni, Prettyboitjokko, var valið lag ársins og Patrik boðið í þáttinn til að flytja lagið. Lagið var flutt í þættinum og virtist flutningurinn hafa tekist nokkuð vel. Nú hefur hins vegar komið í ljós að Patrik var ekki á svæðinu. Hann var ekki einu sinni á landinu. Ágúst Beinteinn Árnason, betur þekktur sem Gústi B, segir frá því á samfélagsmiðlum að flugi Patrik til landsins hafi verið frestað og því góð ráð dýr á næstsíðasta degi ársins. Ekki hafi komið til greina að sleppa því að mæta í þáttinn. Hann hafi fengið hugmynd að lausn. Hugmyndin fólst í því að klæða Róbert Frey Samaniego, stundum nefndur Done-gæinn vegna samnefnds mysupróteindrykks sem hann framleiðir, upp sem Prettyboitjokko og láta reyna á það. Gústi þeytti skífum, Logi Tómasson hóf sönginn og Adam Ægir Pálsson var á svæðinu. Svo virtist Patrik vera mættur á sviðið en nú liggur fyrir að hann var alls ekki á svæðinu, ekki einu sinni á landinu. Róbert klæddi sig upp eins og Patrik og enginn tók eftir neinu. Gísli Marteinn og hópur barna kom upp á svið í síðari hluta ársins til að dansa með Patrik og félögum. Enginn Patrik var á svæðinu.RÚV „Sorry RÚV“ segir Gústi á Instagram og birtir myndband af samtali þeirra Patriks þegar sá síðarnefndi upplýsir að hann missi af þættinum. Samkvæmt heimildum fréttastofu vissi Gísli Marteinn af breytingunni á skipan sveitarinnar um klukkustund áður en atriðið fór í loftið. Gústi og félagar kynntu þá fyrir Gísla stöðuna sem upp var komin og hvernig þeir ætluðu að flytja atriðið. Atriðið fékk grænt ljós og var flutt í sjónvarpi allra landsmanna þótt Patrik sjálfur væri enn erlendis. Engin umræða hefur farið fram um fjarveru Patriks síðan og ljóst að fáir hafi gert athugasemd við Patrikslausan flutning á hans vinsælasta lagi í sjónvarpinu. Ríkisútvarpið Bíó og sjónvarp Fjölmiðlar Mest lesið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Superstore-leikari látinn Lífið Fleiri fréttir Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Sjá meira
Lagið var flutt í þættinum og virtist flutningurinn hafa tekist nokkuð vel. Nú hefur hins vegar komið í ljós að Patrik var ekki á svæðinu. Hann var ekki einu sinni á landinu. Ágúst Beinteinn Árnason, betur þekktur sem Gústi B, segir frá því á samfélagsmiðlum að flugi Patrik til landsins hafi verið frestað og því góð ráð dýr á næstsíðasta degi ársins. Ekki hafi komið til greina að sleppa því að mæta í þáttinn. Hann hafi fengið hugmynd að lausn. Hugmyndin fólst í því að klæða Róbert Frey Samaniego, stundum nefndur Done-gæinn vegna samnefnds mysupróteindrykks sem hann framleiðir, upp sem Prettyboitjokko og láta reyna á það. Gústi þeytti skífum, Logi Tómasson hóf sönginn og Adam Ægir Pálsson var á svæðinu. Svo virtist Patrik vera mættur á sviðið en nú liggur fyrir að hann var alls ekki á svæðinu, ekki einu sinni á landinu. Róbert klæddi sig upp eins og Patrik og enginn tók eftir neinu. Gísli Marteinn og hópur barna kom upp á svið í síðari hluta ársins til að dansa með Patrik og félögum. Enginn Patrik var á svæðinu.RÚV „Sorry RÚV“ segir Gústi á Instagram og birtir myndband af samtali þeirra Patriks þegar sá síðarnefndi upplýsir að hann missi af þættinum. Samkvæmt heimildum fréttastofu vissi Gísli Marteinn af breytingunni á skipan sveitarinnar um klukkustund áður en atriðið fór í loftið. Gústi og félagar kynntu þá fyrir Gísla stöðuna sem upp var komin og hvernig þeir ætluðu að flytja atriðið. Atriðið fékk grænt ljós og var flutt í sjónvarpi allra landsmanna þótt Patrik sjálfur væri enn erlendis. Engin umræða hefur farið fram um fjarveru Patriks síðan og ljóst að fáir hafi gert athugasemd við Patrikslausan flutning á hans vinsælasta lagi í sjónvarpinu.
Ríkisútvarpið Bíó og sjónvarp Fjölmiðlar Mest lesið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Superstore-leikari látinn Lífið Fleiri fréttir Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Sjá meira