Danska flutningaskipið varð fyrir annarri árás Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 31. desember 2023 11:46 Skipið Maersk Hangzhou hefur orðið fyrir tveimur árásum í Rauðahafinu síðastliðinn sólarhring. Shipspotting.com Danska fragtskipið sem varð í gær fyrir loftárás í Rauðahafinu varð fyrir annarri árás í morgun. Miðlæg stjórnstöð Bandaríkjahers, Centcom, greinir frá þessu. Skipið Maersk Hangzhou varð fyrir árás af höndum Hútana í gær eins og Vísir greindi frá fyrr í dag. Klukkan hálf átta í morgun að íslenskum tíma sendi skipið frá sér annað neyðarkall. Í neyðarkallinu kom fram að fjórir smábátar hefðu gert atlögu að skipinu. Áhafnir smábátanna fjögurra hleyptu af skotvopnum í átt að skipinu og komust í 20 metra fjarlægð frá því. Iranian-backed Houthi small boats attack merchant vessel and U.S. Navy helicopters in Southern Red SeaOn Dec. 31 at 6:30am (Sanaa time) the container ship MAERSK HANGZHOU issued a second distress call in less than 24 hours reporting being under attack by four Iranian-backed pic.twitter.com/pj8NAzjbVF— U.S. Central Command (@CENTCOM) December 31, 2023 Öryggisteymi Maersk Hangzhou hóf gagnskothríð á bátana og tvær þyrlur bandaríska flotans brugðust við neyðarkallinu og komu á vettvang. Samkvæmt Centcom munu bandarísku þyrlurnar hafa sökkt þremur fjögurra bátana og drepið árásarmennina innanborðs. Sá fjórði komst undan. Samkvæmt yfirlýsingu frá fyrirtækinu Mærsk sem á skipið sem um ræðir kemur fram að skipið sé í góðu ástandi. Jafnframt kemur fram að þyrlurnar bandarísku og áhafnir þeirra hafi ekki hlotið skaða af völdum árásarmannanna. Danmörk Jemen Skipaflutningar Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Danskt fragtskip hæft af eldflaug Danskt fragtskip í eigu olíu- og flutningarisans Mærsk var hæft af eldflaug í gærkvöldi á siglingu um Rauðahafið. Þessu greinir DR frá. 31. desember 2023 08:19 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Fleiri fréttir Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Sjá meira
Skipið Maersk Hangzhou varð fyrir árás af höndum Hútana í gær eins og Vísir greindi frá fyrr í dag. Klukkan hálf átta í morgun að íslenskum tíma sendi skipið frá sér annað neyðarkall. Í neyðarkallinu kom fram að fjórir smábátar hefðu gert atlögu að skipinu. Áhafnir smábátanna fjögurra hleyptu af skotvopnum í átt að skipinu og komust í 20 metra fjarlægð frá því. Iranian-backed Houthi small boats attack merchant vessel and U.S. Navy helicopters in Southern Red SeaOn Dec. 31 at 6:30am (Sanaa time) the container ship MAERSK HANGZHOU issued a second distress call in less than 24 hours reporting being under attack by four Iranian-backed pic.twitter.com/pj8NAzjbVF— U.S. Central Command (@CENTCOM) December 31, 2023 Öryggisteymi Maersk Hangzhou hóf gagnskothríð á bátana og tvær þyrlur bandaríska flotans brugðust við neyðarkallinu og komu á vettvang. Samkvæmt Centcom munu bandarísku þyrlurnar hafa sökkt þremur fjögurra bátana og drepið árásarmennina innanborðs. Sá fjórði komst undan. Samkvæmt yfirlýsingu frá fyrirtækinu Mærsk sem á skipið sem um ræðir kemur fram að skipið sé í góðu ástandi. Jafnframt kemur fram að þyrlurnar bandarísku og áhafnir þeirra hafi ekki hlotið skaða af völdum árásarmannanna.
Danmörk Jemen Skipaflutningar Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Danskt fragtskip hæft af eldflaug Danskt fragtskip í eigu olíu- og flutningarisans Mærsk var hæft af eldflaug í gærkvöldi á siglingu um Rauðahafið. Þessu greinir DR frá. 31. desember 2023 08:19 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Fleiri fréttir Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Sjá meira
Danskt fragtskip hæft af eldflaug Danskt fragtskip í eigu olíu- og flutningarisans Mærsk var hæft af eldflaug í gærkvöldi á siglingu um Rauðahafið. Þessu greinir DR frá. 31. desember 2023 08:19