Bayern bendir á sturlaða staðreynd um Glódísi: „Svo sterk“ Sindri Sverrisson skrifar 28. desember 2023 15:31 Glódís Perla Viggósdóttir er sannkallaður klettur í vörn Bayern München. Getty/Catherine Steenkeste Glódís Perla Viggósdóttir er ekki bara komin í hóp bestu varnarmanna heims heldur virðist hún einhver áreiðanlegasta knattspyrnukona sem fyrirfinnst. Félagslið Glódísar, þýsku meistararnir í Bayern München, bendir í dag á þá mögnuðu staðreynd að Glódís lék allar mínútur sem í boði voru með liðinu á árinu sem nú er að líða, eða alls 2.790 mínútur. Glódís lék einmitt allar mínútur sem í boði voru í deildarleikjum Bayern á síðustu leiktíð, þegar liðið varð Þýskalandsmeistari. Á almanaksárinu 2023 hefur hún spilað 22 deildarleiki, þrjá bikarleiki, og sex leiki í Meistaradeild Evrópu. Alla þessa leiki, 31 talsins, hefur Glódís spilað frá upphafi til enda. „Svo sterk,“ stendur í færslu Bayern á samfélagsmiðlum um fyrirliðann, en Glódís fékk fyrirliðabandið hjá bæði Bayern og íslenska landsliðinu á þessu ári. . ! @glodisperla hat dieses Jahr in jeder Partie 90 Minuten durchgespielt so stark. #FCBayern #MiaSanMia pic.twitter.com/UnX08e8YuR— FC Bayern Frauen (@FCBfrauen) December 28, 2023 Og það sem Bayern bendir ekki á er að Glódís var sömuleiðis önnur af tveimur leikmönnum Íslands sem spiluðu allar mínúturnar í Þjóðadeildinni í ár, eða sex leiki frá upphafi til enda. Hin er raunar einnig á mála hjá Bayern, en að láni hjá Leverkusen þar sem hún hefur farið á kostum í vetur, en það er Karólína Lea Vilhjálmsdóttir. Þannig bætast við 540 mínútur hjá Glódísi sem spilaði svo auk þess alla nema einn af sjö vináttulandsleikjum Íslands á árinu. Henni var vissulega skipt af velli í tveimur þessara leikja en eini leikurinn sem Glódís spilaði ekki á árinu var í 5-0 sigrinum gegn Filippseyjum, í Pinatar-bikarnum svokallaða. Glódís lék því allar 3.330 mínúturnar af keppnisleikjum sem í boði voru fyrir hana á árinu 2023. Ef vináttulandsleikirnir eru teknir með spilaði hún svo 3.797 af 3.960 mínútum sem í boði voru á árinu. Þýski boltinn Landslið kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Glódís og Hákon hlutu afgerandi kosningu Glódís Perla Viggósdóttir er knattspyrnukona ársins og Hákon Arnar Haraldsson er knattspyrnumaður ársins. Bæði hlutu þau nafnbótina í fyrsta sinn í fyrra og halda henni. 22. desember 2023 13:34 Fleiri konur en karlar í fyrsta sinn á topp tíu listanum: Þessi eru á topp tíu Vísir birtir í dag topp tíu listann yfir besta íþróttafólk ársins á Íslandi að mati Samtaka íþróttafréttamanna en þetta er sögulegt kjör því í fyrsta sinn í 68 ára sögu kjörsins eru karlar í minnihluta meðal þeirra tíu efstu í kjörinu. 22. desember 2023 06:00 Mest lesið Opinberað að Beard tók eigið líf Enski boltinn Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti Davíð Smári hættur fyrir vestan Íslenski boltinn Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn Íslenski boltinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Íslenski boltinn Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Enski boltinn Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Formúla 1 Mikael Ellert og félagar í vondum málum Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Opinberað að Beard tók eigið líf Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Mikael Ellert og félagar í vondum málum Mikael, Kolbeinn og Stefán Ingi á skotskónum Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Stutt í landsleiki en meiðsli Ísaks ekki sögð alvarleg Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Frá Fram á Hlíðarenda Áhugasamur verði Amorim rekinn Hefur enga trú lengur á Amorim Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Sjáðu endurkomusigur Arsenal og fyrsta mark Watkins Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti „Til að vera með í einhverri baráttu þurfum við að sýna betri frammistöðu“ „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ „Strákarnir voru alltaf að stríða mér af því ég var ekki búinn að skora“ „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ María skorað þriðjung marka Linköping í deildinni Börsungar á toppinn Sjá meira
Félagslið Glódísar, þýsku meistararnir í Bayern München, bendir í dag á þá mögnuðu staðreynd að Glódís lék allar mínútur sem í boði voru með liðinu á árinu sem nú er að líða, eða alls 2.790 mínútur. Glódís lék einmitt allar mínútur sem í boði voru í deildarleikjum Bayern á síðustu leiktíð, þegar liðið varð Þýskalandsmeistari. Á almanaksárinu 2023 hefur hún spilað 22 deildarleiki, þrjá bikarleiki, og sex leiki í Meistaradeild Evrópu. Alla þessa leiki, 31 talsins, hefur Glódís spilað frá upphafi til enda. „Svo sterk,“ stendur í færslu Bayern á samfélagsmiðlum um fyrirliðann, en Glódís fékk fyrirliðabandið hjá bæði Bayern og íslenska landsliðinu á þessu ári. . ! @glodisperla hat dieses Jahr in jeder Partie 90 Minuten durchgespielt so stark. #FCBayern #MiaSanMia pic.twitter.com/UnX08e8YuR— FC Bayern Frauen (@FCBfrauen) December 28, 2023 Og það sem Bayern bendir ekki á er að Glódís var sömuleiðis önnur af tveimur leikmönnum Íslands sem spiluðu allar mínúturnar í Þjóðadeildinni í ár, eða sex leiki frá upphafi til enda. Hin er raunar einnig á mála hjá Bayern, en að láni hjá Leverkusen þar sem hún hefur farið á kostum í vetur, en það er Karólína Lea Vilhjálmsdóttir. Þannig bætast við 540 mínútur hjá Glódísi sem spilaði svo auk þess alla nema einn af sjö vináttulandsleikjum Íslands á árinu. Henni var vissulega skipt af velli í tveimur þessara leikja en eini leikurinn sem Glódís spilaði ekki á árinu var í 5-0 sigrinum gegn Filippseyjum, í Pinatar-bikarnum svokallaða. Glódís lék því allar 3.330 mínúturnar af keppnisleikjum sem í boði voru fyrir hana á árinu 2023. Ef vináttulandsleikirnir eru teknir með spilaði hún svo 3.797 af 3.960 mínútum sem í boði voru á árinu.
Þýski boltinn Landslið kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Glódís og Hákon hlutu afgerandi kosningu Glódís Perla Viggósdóttir er knattspyrnukona ársins og Hákon Arnar Haraldsson er knattspyrnumaður ársins. Bæði hlutu þau nafnbótina í fyrsta sinn í fyrra og halda henni. 22. desember 2023 13:34 Fleiri konur en karlar í fyrsta sinn á topp tíu listanum: Þessi eru á topp tíu Vísir birtir í dag topp tíu listann yfir besta íþróttafólk ársins á Íslandi að mati Samtaka íþróttafréttamanna en þetta er sögulegt kjör því í fyrsta sinn í 68 ára sögu kjörsins eru karlar í minnihluta meðal þeirra tíu efstu í kjörinu. 22. desember 2023 06:00 Mest lesið Opinberað að Beard tók eigið líf Enski boltinn Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti Davíð Smári hættur fyrir vestan Íslenski boltinn Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn Íslenski boltinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Íslenski boltinn Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Enski boltinn Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Formúla 1 Mikael Ellert og félagar í vondum málum Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Opinberað að Beard tók eigið líf Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Mikael Ellert og félagar í vondum málum Mikael, Kolbeinn og Stefán Ingi á skotskónum Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Stutt í landsleiki en meiðsli Ísaks ekki sögð alvarleg Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Frá Fram á Hlíðarenda Áhugasamur verði Amorim rekinn Hefur enga trú lengur á Amorim Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Sjáðu endurkomusigur Arsenal og fyrsta mark Watkins Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti „Til að vera með í einhverri baráttu þurfum við að sýna betri frammistöðu“ „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ „Strákarnir voru alltaf að stríða mér af því ég var ekki búinn að skora“ „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ María skorað þriðjung marka Linköping í deildinni Börsungar á toppinn Sjá meira
Glódís og Hákon hlutu afgerandi kosningu Glódís Perla Viggósdóttir er knattspyrnukona ársins og Hákon Arnar Haraldsson er knattspyrnumaður ársins. Bæði hlutu þau nafnbótina í fyrsta sinn í fyrra og halda henni. 22. desember 2023 13:34
Fleiri konur en karlar í fyrsta sinn á topp tíu listanum: Þessi eru á topp tíu Vísir birtir í dag topp tíu listann yfir besta íþróttafólk ársins á Íslandi að mati Samtaka íþróttafréttamanna en þetta er sögulegt kjör því í fyrsta sinn í 68 ára sögu kjörsins eru karlar í minnihluta meðal þeirra tíu efstu í kjörinu. 22. desember 2023 06:00
Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn Íslenski boltinn
Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn Íslenski boltinn