Samira kom færandi hendi á heimaslóðir í Gana Siggeir Ævarsson skrifar 27. desember 2023 17:45 Samira Suleman ásamt ungum iðkendum Twitter@Skagamenn Samira Suleman, fótboltakona og yngri flokka þjálfari hjá ÍA, hélt í jólafrí á heimaslóðir í Gana þetta árið með fullar ferðatöskur af fótboltabúnaði. Búnaðinum safnaði Samira hér á Íslandi og fékk hann „að gjöf frá góðhjörtuðu fólki“ eins og segir í færslu Skagamanna um gjafirnar. Það voru ungir knattspyrnuiðkendur í Gana sem nutu góðs af gjöfunum en Samira sagði í samtali við Stöð 2 fyrr í vetur að margir væru þarna að fá fótboltaskó í fyrsta sinn. Samira sagði jafnframt að verkefni eins og þetta væri ómetanlegt fyrir samfélagið og krakkana á hennar heimaslóðum í Gana. „Þetta skiptir þau öllu máli. Þetta eru hæfileikaríkir krakkar. Ég kynntist þessu í mínum uppvexti og þegar ég var að vinna mig upp. En fótboltatreyjur hafa ótrúlega mikið að segja. Íþróttir almennt stuðla að því að færa ungmenni saman svo þau geti stundað félagslíf saman og ræktað hæfileika sína til að ná langt. Verkefni sem þetta skiptir þessa krakka mjög miklu.“ Skagamenn deildu nokkrum myndum frá afhendingunni á Twitter og vonast til að þetta árlega verkefni festi sig í sessi og vaxi fiskur um hrygg þegar fram líða stundir. Samira Suleman fór í frí um jólin heim til Ghana með fullar ferðatöskur af fótboltavarningi til þessa að gefa áhugasömum fótboltaiðkendum á sínum heimaslóðum Vörurnar fékk hún gefins frá góðhjörtuðu fólki hér á landi Hér eru nokkrar myndir af því er hún afhendi varninginn pic.twitter.com/9k80rJQM3f— ÍA Akranes FC (@Skagamenn) December 27, 2023 Fótbolti Akranes Íslenski boltinn Mest lesið Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Fótbolti ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Fótbolti Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Enski boltinn Fleiri fréttir „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Sjá meira
Búnaðinum safnaði Samira hér á Íslandi og fékk hann „að gjöf frá góðhjörtuðu fólki“ eins og segir í færslu Skagamanna um gjafirnar. Það voru ungir knattspyrnuiðkendur í Gana sem nutu góðs af gjöfunum en Samira sagði í samtali við Stöð 2 fyrr í vetur að margir væru þarna að fá fótboltaskó í fyrsta sinn. Samira sagði jafnframt að verkefni eins og þetta væri ómetanlegt fyrir samfélagið og krakkana á hennar heimaslóðum í Gana. „Þetta skiptir þau öllu máli. Þetta eru hæfileikaríkir krakkar. Ég kynntist þessu í mínum uppvexti og þegar ég var að vinna mig upp. En fótboltatreyjur hafa ótrúlega mikið að segja. Íþróttir almennt stuðla að því að færa ungmenni saman svo þau geti stundað félagslíf saman og ræktað hæfileika sína til að ná langt. Verkefni sem þetta skiptir þessa krakka mjög miklu.“ Skagamenn deildu nokkrum myndum frá afhendingunni á Twitter og vonast til að þetta árlega verkefni festi sig í sessi og vaxi fiskur um hrygg þegar fram líða stundir. Samira Suleman fór í frí um jólin heim til Ghana með fullar ferðatöskur af fótboltavarningi til þessa að gefa áhugasömum fótboltaiðkendum á sínum heimaslóðum Vörurnar fékk hún gefins frá góðhjörtuðu fólki hér á landi Hér eru nokkrar myndir af því er hún afhendi varninginn pic.twitter.com/9k80rJQM3f— ÍA Akranes FC (@Skagamenn) December 27, 2023
Fótbolti Akranes Íslenski boltinn Mest lesið Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Fótbolti ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Fótbolti Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Enski boltinn Fleiri fréttir „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Sjá meira