Valdamestu hjón Repúblikana í Flórída flækt í kynlífshneyksli Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 26. desember 2023 09:42 Valdafíkn hjónanna hefur stundum verið líkt við hjónin sem margir þekkja úr sjónvarpsþáttunum „House of Cards.“ AP/Phelan M. Ebenhack Maðurinn sem Repúblikanaflokkurinn í Flórída hafði valið til að leiða flokkinn í gegnum forsetakosningarnar á næsta ári hefur verið sakaður um að nauðga æskuvinkonu sinni. Hann hefur verið sviptur embætti, en segir ásakanirnar byggða á þvættingi. Hann og eiginkona hans hafi stundað kynlíf með konunni um margra ára skeið. Hjónin Christian og Bridget Ziegler hafa skotist upp á stjörnuhimin Repúblikana á ógnarhraða en virðast nú vera að hrapa eins og kulnaðar halastjörnur á tvöföldum hraða. Christian var í ársbyrjun valinn til forystu Repúblikana í ríkinu, í aðdraganda forsetakosninga. Bridget er ein af stofnendum hreyfingarinnar „Moms for Liberty“ sem hefur á stuttum tíma laðað að sér 130.000 meðlimi. Hreyfingin er íhaldsöm í meira lagi, hún berst fyrir bókabanni í skólum, þykir stjórnast af kynþáttahatri og andstyggð á réttindum hinsegin fólks. Valdafíkn þeirra hefur stundum verið líkt við hjónin sem margir þekkja úr sjónvarpsþáttunum „House of Cards.“ Christian var í haust sakaður um að hafa nauðgað æskuvinkonu sinni. Hún hefur um árabil stundað kynlíf með hjónunum en segir að dag einn hafi húsfrúin ekki mætt og þá hafi hún ekki viljað fara ein í bólið með bóndanum. Hann hafi ekki hlustað á það og nauðgað æskuvinkonu sinni. Hann hefur nú verið rekinn úr embætti í Repúblikanaflokknum og sætir rannsókn vegna nauðgunarkæru. Á sama tíma er þess krafist að Bridget víki úr skólastjórn í Sarasota þar sem hún hefur setið í áratug. Hún þvertekur fyrir það þrátt fyrir að allir stjórnarmeðlimir hafi samþykkt að hún skuli hverfa á braut. Andstæðingar hennar segja að að öllu jöfnu komi fólki ekki við hvað annað fólk geri í svefnherberginu eða í frístundum sínum, en kona sem berjist af slíkum ákafa sem Bridget gegn mannréttindum annars fólks geti ekki sýnt af sér slíka hegðun. Samtökin sem Bridget stofnaði; Moms for Liberty, segjast berjast af krafti gegn innrás vinstriaflanna í bandarískt skólakerfi og hafa komist til nokkurra áhrifa innan Repúblikanaflokksins. Þau biðu þó talsvert afhroð í skólastjórnarkosningum sem haldin voru um allt land í nóvember og er það talið til marks um dvínandi ítök þeirra. Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Bandaríkin Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Sjá meira
Hjónin Christian og Bridget Ziegler hafa skotist upp á stjörnuhimin Repúblikana á ógnarhraða en virðast nú vera að hrapa eins og kulnaðar halastjörnur á tvöföldum hraða. Christian var í ársbyrjun valinn til forystu Repúblikana í ríkinu, í aðdraganda forsetakosninga. Bridget er ein af stofnendum hreyfingarinnar „Moms for Liberty“ sem hefur á stuttum tíma laðað að sér 130.000 meðlimi. Hreyfingin er íhaldsöm í meira lagi, hún berst fyrir bókabanni í skólum, þykir stjórnast af kynþáttahatri og andstyggð á réttindum hinsegin fólks. Valdafíkn þeirra hefur stundum verið líkt við hjónin sem margir þekkja úr sjónvarpsþáttunum „House of Cards.“ Christian var í haust sakaður um að hafa nauðgað æskuvinkonu sinni. Hún hefur um árabil stundað kynlíf með hjónunum en segir að dag einn hafi húsfrúin ekki mætt og þá hafi hún ekki viljað fara ein í bólið með bóndanum. Hann hafi ekki hlustað á það og nauðgað æskuvinkonu sinni. Hann hefur nú verið rekinn úr embætti í Repúblikanaflokknum og sætir rannsókn vegna nauðgunarkæru. Á sama tíma er þess krafist að Bridget víki úr skólastjórn í Sarasota þar sem hún hefur setið í áratug. Hún þvertekur fyrir það þrátt fyrir að allir stjórnarmeðlimir hafi samþykkt að hún skuli hverfa á braut. Andstæðingar hennar segja að að öllu jöfnu komi fólki ekki við hvað annað fólk geri í svefnherberginu eða í frístundum sínum, en kona sem berjist af slíkum ákafa sem Bridget gegn mannréttindum annars fólks geti ekki sýnt af sér slíka hegðun. Samtökin sem Bridget stofnaði; Moms for Liberty, segjast berjast af krafti gegn innrás vinstriaflanna í bandarískt skólakerfi og hafa komist til nokkurra áhrifa innan Repúblikanaflokksins. Þau biðu þó talsvert afhroð í skólastjórnarkosningum sem haldin voru um allt land í nóvember og er það talið til marks um dvínandi ítök þeirra.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Bandaríkin Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Sjá meira