GTA 6 hakkarinn í ótímabundna öryggisvistun Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 21. desember 2023 22:05 Arion Kurtaj hafði ítrekað lýst því yfir að hann myndi halda glæpum sínum áfram. Átján ára gamall tölvuþrjótur sem birti myndskeið úr hinum væntanlega tölvuleik Grand theft Auto 6 hefur verið dæmdur í ótímabundna vistun á öryggissjúkrahúsi. Hann er sagður hættulegur samfélaginu og er ofbeldisfullur í þokkabót. Breski strákurinn heitir Arion Kurtaj og er frá Oxford. Í umfjöllun BBC um málið kemur fram að hann sé einhverfur og hafi verið lykilmeðlimur í alþjóðlegu gengi tölvuglæpamanna að nafni Lapsus$. Gengið réðist á nokkur stórfyrirtæki líkt og Uber, Nvidia og leikjaframleiðandann Rockstar Games með miklum fjárhagslegum skaða fyrir fyrirtækin. Það vakti heimsathygli þegar myndböndum úr GTA 6 var lekið í september í fyrra en það var löngu áður en framleiðandinn Rockstar hafði tilkynnt að framleiðslan stæði yfir. Stikla sem framleiðandinn birti úr leiknum á dögunum er sú vinsælasta í heimi. Komst yfir klippurnar tölvulaus á hótelherbergi Í umfjöllun BBC kemur fram að dómari hafi úrskurðað að Kurtaj væri mikil ógn við samfélagið. Hann hefði ítrekað lýst því yfir í haldi lögreglu að hann myndi halda áfram netglæpum sínum. Þá er því lýst í frétt BBC hvernig Arton hafi verið í haldi lögreglu þegar honum tókst að brjótast inn í Slack spjall starfsmanna Rockstar þar sem hann var á skilorði vegna brota gegn Nvidia. Hann hafi verið undir eftirliti lögreglu á Travelodge hóteli og verið án tölvu sem hafði verið tekin af honum. Þess í stað notaði hann Amazon Firestick fjarstýringu, snjallsjónvarpið á hótelherberginu og farsíma til þess að brjótast inn á netþjóna Rockstar. Þar stal hann 90 klippum úr GTA6 sem enginn í heiminum á þessum tíma hafði hugmynd um að væri í vinnslu. Hann braust þá næst inn á Slack spjallborð starfsmanna fyrirtækisins og sagði þeim að hann myndi leka grunnkóða leiksins ef fyrirtækið hefði ekki samband við hann innan sólarhrings. Því næst birti hann klippurnar og grunnkóðann. Fram kemur í umfjöllun BBC að Arton hafi sýnt af sér ofbeldisfulla hegðun í haldi lögreglu. Verjendur hans báðu dómara um að taka tillit til þess að glæpir hans hefðu haft lágmarksáhrif á fyrirtækin. Forsvarsmenn Rockstar fullyrtu hinsvegar að lekinn hefði kostað fyrirtækið fimm milljónir bandaríkjadala, eða því sem nemur rúmum 700 milljónum íslenskra króna auk þúsunda klukkustunda starfsmanna sem höfðu farið í vinnslu leiksins. Bretland Leikjavísir Mest lesið Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Fleiri fréttir Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Sjá meira
Breski strákurinn heitir Arion Kurtaj og er frá Oxford. Í umfjöllun BBC um málið kemur fram að hann sé einhverfur og hafi verið lykilmeðlimur í alþjóðlegu gengi tölvuglæpamanna að nafni Lapsus$. Gengið réðist á nokkur stórfyrirtæki líkt og Uber, Nvidia og leikjaframleiðandann Rockstar Games með miklum fjárhagslegum skaða fyrir fyrirtækin. Það vakti heimsathygli þegar myndböndum úr GTA 6 var lekið í september í fyrra en það var löngu áður en framleiðandinn Rockstar hafði tilkynnt að framleiðslan stæði yfir. Stikla sem framleiðandinn birti úr leiknum á dögunum er sú vinsælasta í heimi. Komst yfir klippurnar tölvulaus á hótelherbergi Í umfjöllun BBC kemur fram að dómari hafi úrskurðað að Kurtaj væri mikil ógn við samfélagið. Hann hefði ítrekað lýst því yfir í haldi lögreglu að hann myndi halda áfram netglæpum sínum. Þá er því lýst í frétt BBC hvernig Arton hafi verið í haldi lögreglu þegar honum tókst að brjótast inn í Slack spjall starfsmanna Rockstar þar sem hann var á skilorði vegna brota gegn Nvidia. Hann hafi verið undir eftirliti lögreglu á Travelodge hóteli og verið án tölvu sem hafði verið tekin af honum. Þess í stað notaði hann Amazon Firestick fjarstýringu, snjallsjónvarpið á hótelherberginu og farsíma til þess að brjótast inn á netþjóna Rockstar. Þar stal hann 90 klippum úr GTA6 sem enginn í heiminum á þessum tíma hafði hugmynd um að væri í vinnslu. Hann braust þá næst inn á Slack spjallborð starfsmanna fyrirtækisins og sagði þeim að hann myndi leka grunnkóða leiksins ef fyrirtækið hefði ekki samband við hann innan sólarhrings. Því næst birti hann klippurnar og grunnkóðann. Fram kemur í umfjöllun BBC að Arton hafi sýnt af sér ofbeldisfulla hegðun í haldi lögreglu. Verjendur hans báðu dómara um að taka tillit til þess að glæpir hans hefðu haft lágmarksáhrif á fyrirtækin. Forsvarsmenn Rockstar fullyrtu hinsvegar að lekinn hefði kostað fyrirtækið fimm milljónir bandaríkjadala, eða því sem nemur rúmum 700 milljónum íslenskra króna auk þúsunda klukkustunda starfsmanna sem höfðu farið í vinnslu leiksins.
Bretland Leikjavísir Mest lesið Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Fleiri fréttir Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Sjá meira