Hvít jól um allt land Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 20. desember 2023 07:49 Jólin verða hvít um allt land, þó þau geti verið svolítið flekkótt syðst. Vísir/Vilhelm Allir landsmenn mega eiga von á hvítum jólum, þó jörð geti verið hvítflekkótt syðst. Veðurspáin fyrir helgina skánaði í morgun frá því sem var og segir vakthafandi veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands að allir geti átt von á hvítum jólum. „Föstudagurinn er með rólegheitum, norðlæg átt og éljagangur um norðan- og austanvert landið en líklega meira og minna alveg þurrt og bjart yfir sunnan- og vestantil. Á laugardag þá kemur lægðin býsna nálægt okkur þannig að það bætir nokkuð í vind, það verður skýjað og éljagangur nokkuð víða á landinu,“ segir Óli Þór Árnason, veðurfræðingur. Komi lægðin nær landinu gæti snjóað um sunnanvert landið en hann segir það ekki sjálfgefið. „Aðfangadagur eins og hann er núna er hann alveg þurr sunnantil en áfram éljagangur fyrir norðan og austan. Jóladagur er svoleiðis líka,“ segir Óli Þór. „Þessi föl sem kom í nótt og sá snjór sem var fyrir hann tekur ekkert upp þó rigni um tíma í dag. Hann sígur og blotnar og svo frystir hann aftur. Þessir tímar í dag eru síðustu tímarnir sem maður sér hláku fyrir jól og sá snjór sem verður eftir hann er ekkert að fara. Það getur verið að það verði eitthvað flekkótt syðst á landinu en á höfuðborgarsvæðinu er mjög líklegt að verði meira og minna hvít jól og fyrir norðan og austan verða þau klárlega hvít.“ Veður Jól Mest lesið Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Innlent Gummi lögga er maður ársins 2025 Innlent „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Fleiri fréttir Gular viðvaranir taka gildi Hvessir þegar líður á daginn Spáin fyrir gamlárskvöld að teiknast upp Frystir norðaustantil í kvöld Væta vestantil eftir hádegi Kuldaskil á leið yfir landið Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Jólin verða rauð eftir allt saman Gengur í langvinnt hvassviðri seinni partinn Hiti geti mest náð átján stigum Vara við hættu á skriðuföllum og krapaflóðum Líklegt að hitamet verði slegið um jólin Appelsínugular og gular viðvaranir á aðfangadag Ákveðin suðaustanátt, milt og skúrir síðdegis Hiti að sjö stigum og mildast syðst Fer að lægja norðvestantil um hádegi Djúp lægð grefur um sig Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Tíðindalítið veður en bætir í vind í kvöld Dálítil snjókoma norðantil en þurrt sunnan heiða Lægðin á undanhaldi Víða allhvass vindur og rigning Siggi stormur spáir rauðum jólum Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Stormur gengur yfir sunnan- og vestanvert landið Austan stormur og gular viðvaranir á morgun Hvassviðri eða stormur og gular viðvaranir Bæta við gulri viðvörun á Vestfjörðum og miðhálendi Sjá meira
Veðurspáin fyrir helgina skánaði í morgun frá því sem var og segir vakthafandi veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands að allir geti átt von á hvítum jólum. „Föstudagurinn er með rólegheitum, norðlæg átt og éljagangur um norðan- og austanvert landið en líklega meira og minna alveg þurrt og bjart yfir sunnan- og vestantil. Á laugardag þá kemur lægðin býsna nálægt okkur þannig að það bætir nokkuð í vind, það verður skýjað og éljagangur nokkuð víða á landinu,“ segir Óli Þór Árnason, veðurfræðingur. Komi lægðin nær landinu gæti snjóað um sunnanvert landið en hann segir það ekki sjálfgefið. „Aðfangadagur eins og hann er núna er hann alveg þurr sunnantil en áfram éljagangur fyrir norðan og austan. Jóladagur er svoleiðis líka,“ segir Óli Þór. „Þessi föl sem kom í nótt og sá snjór sem var fyrir hann tekur ekkert upp þó rigni um tíma í dag. Hann sígur og blotnar og svo frystir hann aftur. Þessir tímar í dag eru síðustu tímarnir sem maður sér hláku fyrir jól og sá snjór sem verður eftir hann er ekkert að fara. Það getur verið að það verði eitthvað flekkótt syðst á landinu en á höfuðborgarsvæðinu er mjög líklegt að verði meira og minna hvít jól og fyrir norðan og austan verða þau klárlega hvít.“
Veður Jól Mest lesið Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Innlent Gummi lögga er maður ársins 2025 Innlent „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Fleiri fréttir Gular viðvaranir taka gildi Hvessir þegar líður á daginn Spáin fyrir gamlárskvöld að teiknast upp Frystir norðaustantil í kvöld Væta vestantil eftir hádegi Kuldaskil á leið yfir landið Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Jólin verða rauð eftir allt saman Gengur í langvinnt hvassviðri seinni partinn Hiti geti mest náð átján stigum Vara við hættu á skriðuföllum og krapaflóðum Líklegt að hitamet verði slegið um jólin Appelsínugular og gular viðvaranir á aðfangadag Ákveðin suðaustanátt, milt og skúrir síðdegis Hiti að sjö stigum og mildast syðst Fer að lægja norðvestantil um hádegi Djúp lægð grefur um sig Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Tíðindalítið veður en bætir í vind í kvöld Dálítil snjókoma norðantil en þurrt sunnan heiða Lægðin á undanhaldi Víða allhvass vindur og rigning Siggi stormur spáir rauðum jólum Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Stormur gengur yfir sunnan- og vestanvert landið Austan stormur og gular viðvaranir á morgun Hvassviðri eða stormur og gular viðvaranir Bæta við gulri viðvörun á Vestfjörðum og miðhálendi Sjá meira