„Ég vildi bara að þessum manni yrði bjargað“ Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 19. desember 2023 23:55 Ernir Snær Bjarnason og Finnur Snær Baldvinsson voru á leið til að skoða eldgosið þegar þeir urðu varir við neyðarboð frá manni sem reyndist kaldur og hrakinn. Finnur Snær Baldvinsson Ernir Snær Bjarnason er flugmaðurinn sem varð var við göngumann sem sendi neyðarboð við gosstöðvarnar á Reykjanesi fyrr í kvöld. Hann hringsólaði yfir manninum í klukkustund áður en hann var sóttur af þyrlu Landhelgisgæslunnar. Ernir er flugmaður hjá Icelandair og yfirkennari í flugskóla Reykjavíkur. Fyrr í kvöld hugðist hann fljúga yfir eldgosið með Finni Snæ Baldvinssyni félaga sínum, sem einnig er flugmaður. Þegar þeir voru að fljúga framhjá Kleifarvatni urðu þeir varir við ljósmerki sem reyndist vera SOS neyðarmerki. „Það er svona fítus á mörgum vasaljósum og símum“ útskýrir Ernir í samtali við Vísi. „Morse kóðinn er þrjú stutt, þrjú löng, þrjú stutt. Þetta er eitthvað sem maður lærir sem flugmaður. Hann lýsti þessu beint að okkur.“ Hugðust senda dróna til að athuga málið Ernir segir þá félaga strax hafa áttað sig á að um neyðarboð væri að ræða. Hann hafði samband við flugturn og flugumferðarstjóri lét viðbragðsaðila vita. „Þegar ég tilkynnti þetta ætluðu þeir að senda einhvern dróna til að skoða þetta, en ég sagði við þá að ég vildi bara að þessum manni yrði bjargað. Ekkert að kíkja á þetta neitt.“ Svo fór að þyrla Landhelgisgæslunnar var ræst út ásamt björgunarsveitum á Suðurnesjum. Á meðan flaug Ernir í hringi yfir manninum. „Við flugum yfir honum í klukkutíma til að hann myndi ekki fara neitt, vorum alltaf með hann í augsýn.“ Þyrla Landhelgisgæslunnar lýsir í átt að manninum. Finnur Snær Baldvinsson Það hafi reynst honum erfitt að geta ekki átt nein samskipti við manninn. Hann var alltaf að blikka okkur og biðja um hjálp. Hann vissi ekki að við vorum löngu búnir að biðja um hana. Þegar áhöfn Landhelgisgæslunnar hafði náð í manninn benti Ernir þeim á að það væri annað ljós nokkur hundruð metra í burtu. „Þegar þeir fóru að skoða það kom í ljós að þetta var búnaðurinn hans. Upphaflega héldum við að þeir væru tveir, að það væri einhver sem lægi þarna en sem betur fer reyndist það vera farangurinn.“ Mjög skrítið að vera einn á ferð Manninum var bjargað um klukkan hálf tíu og hann fluttur til aðhlynningar á sjúkrahús. Ernir segist ekki hafa neinar upplýsingar um líðan hans, það hafi verið niðamyrkur og ekki hægt að sjá hvort maðurinn væri slasaður. Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar sagði fyrr í kvöld að hann hefði verið kaldur og hrakinn. Ernir fékk þær upplýsingar frá Landhelgisgæslunni að maðurinn hefði að öllum líkindum orðið úti ef þeir félagar hefðu ekki komið auga á hann og brugðist við. Finnur Snær Baldvinsson Að sögn Ernis var ískalt á svæðinu og mikið frost. „Við opnuðum gluggann á flugvélinni í nokkrar sekúndur en þurftum að loka strax vegna kulda. Það var enginn á ferð þarna í kring og mjög skrítið að vera einn á ferð þarna við Litla hrút, við gamla gíginn. Ætli hann hafi ekki verið á leið að gosinu en hafi villst af leið.“ Honum þykir líklegra að maðurinn hafi notað vasaljós frekar en síma til að gefa ljósmerkið, ljósið hafi verið það skært. Sennilega hafi ekki verið símasamband eins og stundum sé raunin í dölum á svæðinu og maðurinn því ekki getað hringt eftir hjálp. Fer sáttur að sofa Ernir er reynslumikill flugmaður en hefur ekki lent í atviki eins og þessu fyrr. Í kvöld fékk hann upplýsingar frá Landhelgisgæslunni um að maðurinn hefði að öllum líkindum orðið úti ef þeir félagar hefðu ekki komið auga á hann og brugðist við. Ernir segir frábært að hafa getað hjálpað og að hann fari sáttur að sofa í kvöld. Þá sé atvikið áminning um mikilvægi þess að kunna að nota Morse kóðann. „Þetta er eitthvað sem maður lærir snemma í flugnámi, hvernig eigi að bregðast við ef maður finnur einhvern í neyð. Maður hefur svona stundum pælt í þessu.“ Fréttir af flugi Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Landhelgisgæslan Grindavík Mest lesið Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Erlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Fleiri fréttir Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Sjá meira
Ernir er flugmaður hjá Icelandair og yfirkennari í flugskóla Reykjavíkur. Fyrr í kvöld hugðist hann fljúga yfir eldgosið með Finni Snæ Baldvinssyni félaga sínum, sem einnig er flugmaður. Þegar þeir voru að fljúga framhjá Kleifarvatni urðu þeir varir við ljósmerki sem reyndist vera SOS neyðarmerki. „Það er svona fítus á mörgum vasaljósum og símum“ útskýrir Ernir í samtali við Vísi. „Morse kóðinn er þrjú stutt, þrjú löng, þrjú stutt. Þetta er eitthvað sem maður lærir sem flugmaður. Hann lýsti þessu beint að okkur.“ Hugðust senda dróna til að athuga málið Ernir segir þá félaga strax hafa áttað sig á að um neyðarboð væri að ræða. Hann hafði samband við flugturn og flugumferðarstjóri lét viðbragðsaðila vita. „Þegar ég tilkynnti þetta ætluðu þeir að senda einhvern dróna til að skoða þetta, en ég sagði við þá að ég vildi bara að þessum manni yrði bjargað. Ekkert að kíkja á þetta neitt.“ Svo fór að þyrla Landhelgisgæslunnar var ræst út ásamt björgunarsveitum á Suðurnesjum. Á meðan flaug Ernir í hringi yfir manninum. „Við flugum yfir honum í klukkutíma til að hann myndi ekki fara neitt, vorum alltaf með hann í augsýn.“ Þyrla Landhelgisgæslunnar lýsir í átt að manninum. Finnur Snær Baldvinsson Það hafi reynst honum erfitt að geta ekki átt nein samskipti við manninn. Hann var alltaf að blikka okkur og biðja um hjálp. Hann vissi ekki að við vorum löngu búnir að biðja um hana. Þegar áhöfn Landhelgisgæslunnar hafði náð í manninn benti Ernir þeim á að það væri annað ljós nokkur hundruð metra í burtu. „Þegar þeir fóru að skoða það kom í ljós að þetta var búnaðurinn hans. Upphaflega héldum við að þeir væru tveir, að það væri einhver sem lægi þarna en sem betur fer reyndist það vera farangurinn.“ Mjög skrítið að vera einn á ferð Manninum var bjargað um klukkan hálf tíu og hann fluttur til aðhlynningar á sjúkrahús. Ernir segist ekki hafa neinar upplýsingar um líðan hans, það hafi verið niðamyrkur og ekki hægt að sjá hvort maðurinn væri slasaður. Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar sagði fyrr í kvöld að hann hefði verið kaldur og hrakinn. Ernir fékk þær upplýsingar frá Landhelgisgæslunni að maðurinn hefði að öllum líkindum orðið úti ef þeir félagar hefðu ekki komið auga á hann og brugðist við. Finnur Snær Baldvinsson Að sögn Ernis var ískalt á svæðinu og mikið frost. „Við opnuðum gluggann á flugvélinni í nokkrar sekúndur en þurftum að loka strax vegna kulda. Það var enginn á ferð þarna í kring og mjög skrítið að vera einn á ferð þarna við Litla hrút, við gamla gíginn. Ætli hann hafi ekki verið á leið að gosinu en hafi villst af leið.“ Honum þykir líklegra að maðurinn hafi notað vasaljós frekar en síma til að gefa ljósmerkið, ljósið hafi verið það skært. Sennilega hafi ekki verið símasamband eins og stundum sé raunin í dölum á svæðinu og maðurinn því ekki getað hringt eftir hjálp. Fer sáttur að sofa Ernir er reynslumikill flugmaður en hefur ekki lent í atviki eins og þessu fyrr. Í kvöld fékk hann upplýsingar frá Landhelgisgæslunni um að maðurinn hefði að öllum líkindum orðið úti ef þeir félagar hefðu ekki komið auga á hann og brugðist við. Ernir segir frábært að hafa getað hjálpað og að hann fari sáttur að sofa í kvöld. Þá sé atvikið áminning um mikilvægi þess að kunna að nota Morse kóðann. „Þetta er eitthvað sem maður lærir snemma í flugnámi, hvernig eigi að bregðast við ef maður finnur einhvern í neyð. Maður hefur svona stundum pælt í þessu.“
Fréttir af flugi Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Landhelgisgæslan Grindavík Mest lesið Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Erlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Fleiri fréttir Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Sjá meira