Segir mikilvægt að Grindvíkingar fái andrými Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 19. desember 2023 16:11 Vilhjálmur lýsir gærkvöldinu sem gríðarlegu áfalli en jafnframt létti. Vísir/Vilhelm Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og Grindvíkingur segir mikilvægt að stuðningur stjórnvalda við Grindvíkinga haldi áfram þrátt fyrir að styttist vonandi í að þeir geti farið að fara heim. „Vonandi styttist í það að við getum farið heim aftur og byggt okkar góða samfélag áfram. Ég tel það að það sé komin einhver niðurstaða á þessu langa landrisi sem hefur verið þarna. Og að hraunrennslið sé frá byggðinni. Ég held að það eigi gefa okkur aukna von um að það sé farið að styttast í að við förum heim aftur,“ segir Vilhjálmur í samtali við fréttastofu en að þó eigi mikið vatn eftir að renna til sjávar og framvinda gossins aldrei fullkomlega viss. Áfall en léttir Vilhjálmur lýsir gærkvöldinu sem gríðarlegu áfalli en jafnframt létti. Hann hafi upplifað gærkvöldið sem mikið bakslag þar sem Grindvíkingar hefðu verið vongóðir að komast heim bráðum. Þegar staðsetning og átt hraunflæðisins urðu ljós hafi það verið mikill léttir. Heimili Vilhjálms í Grindavík varð fyrir skemmdum í jarðskjálftahrinunni í nóvember síðastliðinn. Fulltrúar fréttastofu fengu að líta við hjá honum og skoða skemmdirnar eins og sjá má í spilaranum hér fyrir neðan. „Auðvitað erum við farin að hugsa mikið um það að komast heim aftur en þegar við fjöllum um það að fara heim aftur þurfum við að átta okkur að því að þó að verði opnað fljótlega aftur inn í Grindavík er mikilvægt að stuðningur stjórnvalda haldi áfram út skólaárið og þó að við fáum að fara heim er ekki verið að fara að opna skóla eða leikskólaþjónustu eða æskulýðsstarfsemi í vetur í Grindavík,“ segir hann. Mikilvægt að þetta fái að þróast hægt og rólega Vilhjálmur segir mikilvægt að Grindvíkingar fái andrými og að stutt sé við bakið á þeim á þessum óvissutímum. Aðstæður fólks séu mismunandi og að treysti sér ekki allir til að fara heim strax. Sumir geti jafnvel ekki farið heim í bráð vegna þess að heimili þeirra hafi farið illa út úr jarðskjálftunum eða jafnvel eyðilagst. Einnig að enn sé unnið út frá því að skólahald grindvískra barna fari fram utan Grindavíkur. „Þannig að þetta verður bara svona náttúruleg opnun þannig að þeir komast sem að geta, eða treysta sér til. En aðrir sem kjósa að halda í þann fasta punkt sem þeir eru búnir að koma sér upp núna út skólaárið fái að velja það. Svo ræsist bærinn upp og kemur reynsla á innviðina. Þó að það sé opnað þá þýðir það ekkert endilega að allir þurfi að fara að drífa sig heim eða segja upp leiguhúsnæðinu sem það er með. Það er mjög mikilvægt að þetta fái að þróast hægt og rólega,“ segir Vilhjálmur. „Því fyrr sem hægt er að byrja að koma bænum í fyrra horf því betra en það gerist ekki allt í einu,“ segir hann að lokum. Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Grindavík Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Fleiri fréttir Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Sjá meira
„Vonandi styttist í það að við getum farið heim aftur og byggt okkar góða samfélag áfram. Ég tel það að það sé komin einhver niðurstaða á þessu langa landrisi sem hefur verið þarna. Og að hraunrennslið sé frá byggðinni. Ég held að það eigi gefa okkur aukna von um að það sé farið að styttast í að við förum heim aftur,“ segir Vilhjálmur í samtali við fréttastofu en að þó eigi mikið vatn eftir að renna til sjávar og framvinda gossins aldrei fullkomlega viss. Áfall en léttir Vilhjálmur lýsir gærkvöldinu sem gríðarlegu áfalli en jafnframt létti. Hann hafi upplifað gærkvöldið sem mikið bakslag þar sem Grindvíkingar hefðu verið vongóðir að komast heim bráðum. Þegar staðsetning og átt hraunflæðisins urðu ljós hafi það verið mikill léttir. Heimili Vilhjálms í Grindavík varð fyrir skemmdum í jarðskjálftahrinunni í nóvember síðastliðinn. Fulltrúar fréttastofu fengu að líta við hjá honum og skoða skemmdirnar eins og sjá má í spilaranum hér fyrir neðan. „Auðvitað erum við farin að hugsa mikið um það að komast heim aftur en þegar við fjöllum um það að fara heim aftur þurfum við að átta okkur að því að þó að verði opnað fljótlega aftur inn í Grindavík er mikilvægt að stuðningur stjórnvalda haldi áfram út skólaárið og þó að við fáum að fara heim er ekki verið að fara að opna skóla eða leikskólaþjónustu eða æskulýðsstarfsemi í vetur í Grindavík,“ segir hann. Mikilvægt að þetta fái að þróast hægt og rólega Vilhjálmur segir mikilvægt að Grindvíkingar fái andrými og að stutt sé við bakið á þeim á þessum óvissutímum. Aðstæður fólks séu mismunandi og að treysti sér ekki allir til að fara heim strax. Sumir geti jafnvel ekki farið heim í bráð vegna þess að heimili þeirra hafi farið illa út úr jarðskjálftunum eða jafnvel eyðilagst. Einnig að enn sé unnið út frá því að skólahald grindvískra barna fari fram utan Grindavíkur. „Þannig að þetta verður bara svona náttúruleg opnun þannig að þeir komast sem að geta, eða treysta sér til. En aðrir sem kjósa að halda í þann fasta punkt sem þeir eru búnir að koma sér upp núna út skólaárið fái að velja það. Svo ræsist bærinn upp og kemur reynsla á innviðina. Þó að það sé opnað þá þýðir það ekkert endilega að allir þurfi að fara að drífa sig heim eða segja upp leiguhúsnæðinu sem það er með. Það er mjög mikilvægt að þetta fái að þróast hægt og rólega,“ segir Vilhjálmur. „Því fyrr sem hægt er að byrja að koma bænum í fyrra horf því betra en það gerist ekki allt í einu,“ segir hann að lokum.
Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Grindavík Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Fleiri fréttir Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Sjá meira