Flugumferðarstjórar bjóði upp á gula viðvörun Árni Sæberg skrifar 17. desember 2023 08:50 Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair. Vísir/Vilhelm Forstjóri Icelandair líkir verkfallsaðgerðum flugumferðarstjóra við óveður sem olli félaginu um eins milljarðs króna tjóni fyrir sléttu ári. Aðgerðirnar valdi félaginu miklu tjóni en bitni fyrst og fremst á fólki sem stefnir á ferðalög í kringum hátíðirnar. Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, gerir kjaradeilu Félags flugumferðarstjóra og Isavia að umfjöllunarefni sínu í aðsendri grein, sem birt var í gærkvöldi. Þar rifjar Bogi Nils upp þann atburð sem mest áhrif hefur haft á rekstur flugfélaga síðustu ár, ef ekki allra tíma, faraldur kórónuveirunnar. Nú séu tvö ár liðin frá því að Icelandair tók á flug á ný eftir að hafa verið í híði í átján mánuði vegna faraldursins. „Sem betur fer hefur Icelandair og ferðaþjónustan á Íslandi náð sér vel á strik og á fyrstu níu mánuðum þessa árs námu útflutningstekjur Íslendinga vegna flugs og ferðaþjónustu 35 prósent af heildarútflutningstekjum þjóðarinnar.“ Lokun Reykjanesbrautarinnar kostaði milljarð Þá segir Bogi Nils það krefjandi að reka flugfélag í miðju Atlantshafinu þar sem allra veðra er von. Í því samhengi rifjar hann upp vonskuveður sem skall á fyrir sléttu ári síðan, með þeim afleiðingum að Reykjanesbrautinni var lokað. „Mikið tjón hlaust af og mat Icelandair beint tjón félagsins á um einn milljarð króna. Nú í haust hafa jarðhræringar á Reykjanesi, og fréttaflutningur þar að lútandi, haft talsverð áhrif á ferðaþjónustuna og flugfélögin.“ Verkföll á versta tíma Bogi Nils segir starfsfólk Icelandair hafa svo sannarlega vonað að veðrið yrði félaginu hliðholt í kringum hátíðirnar. Það vilji fyrst og fremst að farþegar Icelandair eigi ánægjulegt ferðalag og komist á leiðarenda til þess að hitta ættingja og vini, eða þá að fara í langþráð frí. „Hvað gerist þá? Jú, nokkrir tugir starfsmanna opinbers fyrirtækis, ISAVIA, ákveða að loka landinu með reglulegu millibili nú fyrir jólin. Með því valda þeir flugfélögunum verulegu tjóni. Flugfélögunum sem eru grundvöllurinn að þeirra atvinnu og atvinnuöryggi en eru samt ekki aðili að vinnudeilunni.“ Aðgerðirnar bitni þó helst á þeim sem síst skyldi. Á fólki sem er að ferðast á þessum mikilvæga tíma ársins. Starfsfólk Icelandair hugsi fyrst og fremst til farþega félagsins en það sé sárt að horfa upp á þá óvissu og óþægindi sem þessi atburðarás valdi þeim á tímum þar sem gleði eigi að ríkja. Bjóst við samstöðu í greininni Bogi Nils segir að í ljósi þess sem gengið hefur á í rekstri flugfélaga og ferðaþjónustu á undanförnum árum, myndi hann ætla að þau sem starfa í greininnu myndu standa saman. Því sé mjög sérstakt að horfa upp á að aðgerðir flugumferðastjóra núna beinist nær eingöngu að íslensku flugfélögunum tveimur. „Tímasetning aðgerðanna innan dagsins er þannig að erlend flugfélög, sem fljúga hingað til lands, verða fyrir mun minni áhrifum hlutfallslega en þau íslensku. Þessu til viðbótar er stór hluti farþega íslensku flugfélaganna að ferðast á milli Evrópu og N-Ameríku í gegnum Ísland. Þar eru íslensku flugfélögin í samkeppni við stór erlend flugfélög sem fljúga beint yfir hafið en í gegnum íslenska flugumsjónarsvæðið. Engin truflun hefur orðið eða verður hjá þeim flugfélögum þar sem flugumferðarstjórar hafa gert sérstakan samning um að fara eingöngu í verkfall þar sem íslensku félögin starfa.“ Besta vopnið skynsamir langtímasamningar Loks setur Bogi Nils verkföllin í víðara efnahagslegt samhengi. Á sama tíma og flugfélögin horfi upp á grafalvarlegu stöðu, að landinu sé lokað reglulega á viðkvæmasta tíma með tilheyrandi kostnaði og óþægindum, séu Íslendingar að glíma við mjög háa verðbólgu og vexti. Besta vopnið gegn þessum vítahring séu skynsamir langtímasamningar á vinnumarkaði, sem útflutningsgreinarnar hafi efni á. „Til að vinna á verðbólgubálinu eru stöðugleiki og hógværar launahækkanir grundvallaratriði. Nú þegar hafa örfáir einstaklingar valdið þjóðfélaginu verulegu tjóni. Eigum við ekki að láta þar við sitja?“ Kjaraviðræður 2023 Icelandair Fréttir af flugi Kjaramál Stéttarfélög Ferðalög Ferðamennska á Íslandi Jól Mest lesið Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Erlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Fleiri fréttir Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Sjá meira
Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, gerir kjaradeilu Félags flugumferðarstjóra og Isavia að umfjöllunarefni sínu í aðsendri grein, sem birt var í gærkvöldi. Þar rifjar Bogi Nils upp þann atburð sem mest áhrif hefur haft á rekstur flugfélaga síðustu ár, ef ekki allra tíma, faraldur kórónuveirunnar. Nú séu tvö ár liðin frá því að Icelandair tók á flug á ný eftir að hafa verið í híði í átján mánuði vegna faraldursins. „Sem betur fer hefur Icelandair og ferðaþjónustan á Íslandi náð sér vel á strik og á fyrstu níu mánuðum þessa árs námu útflutningstekjur Íslendinga vegna flugs og ferðaþjónustu 35 prósent af heildarútflutningstekjum þjóðarinnar.“ Lokun Reykjanesbrautarinnar kostaði milljarð Þá segir Bogi Nils það krefjandi að reka flugfélag í miðju Atlantshafinu þar sem allra veðra er von. Í því samhengi rifjar hann upp vonskuveður sem skall á fyrir sléttu ári síðan, með þeim afleiðingum að Reykjanesbrautinni var lokað. „Mikið tjón hlaust af og mat Icelandair beint tjón félagsins á um einn milljarð króna. Nú í haust hafa jarðhræringar á Reykjanesi, og fréttaflutningur þar að lútandi, haft talsverð áhrif á ferðaþjónustuna og flugfélögin.“ Verkföll á versta tíma Bogi Nils segir starfsfólk Icelandair hafa svo sannarlega vonað að veðrið yrði félaginu hliðholt í kringum hátíðirnar. Það vilji fyrst og fremst að farþegar Icelandair eigi ánægjulegt ferðalag og komist á leiðarenda til þess að hitta ættingja og vini, eða þá að fara í langþráð frí. „Hvað gerist þá? Jú, nokkrir tugir starfsmanna opinbers fyrirtækis, ISAVIA, ákveða að loka landinu með reglulegu millibili nú fyrir jólin. Með því valda þeir flugfélögunum verulegu tjóni. Flugfélögunum sem eru grundvöllurinn að þeirra atvinnu og atvinnuöryggi en eru samt ekki aðili að vinnudeilunni.“ Aðgerðirnar bitni þó helst á þeim sem síst skyldi. Á fólki sem er að ferðast á þessum mikilvæga tíma ársins. Starfsfólk Icelandair hugsi fyrst og fremst til farþega félagsins en það sé sárt að horfa upp á þá óvissu og óþægindi sem þessi atburðarás valdi þeim á tímum þar sem gleði eigi að ríkja. Bjóst við samstöðu í greininni Bogi Nils segir að í ljósi þess sem gengið hefur á í rekstri flugfélaga og ferðaþjónustu á undanförnum árum, myndi hann ætla að þau sem starfa í greininnu myndu standa saman. Því sé mjög sérstakt að horfa upp á að aðgerðir flugumferðastjóra núna beinist nær eingöngu að íslensku flugfélögunum tveimur. „Tímasetning aðgerðanna innan dagsins er þannig að erlend flugfélög, sem fljúga hingað til lands, verða fyrir mun minni áhrifum hlutfallslega en þau íslensku. Þessu til viðbótar er stór hluti farþega íslensku flugfélaganna að ferðast á milli Evrópu og N-Ameríku í gegnum Ísland. Þar eru íslensku flugfélögin í samkeppni við stór erlend flugfélög sem fljúga beint yfir hafið en í gegnum íslenska flugumsjónarsvæðið. Engin truflun hefur orðið eða verður hjá þeim flugfélögum þar sem flugumferðarstjórar hafa gert sérstakan samning um að fara eingöngu í verkfall þar sem íslensku félögin starfa.“ Besta vopnið skynsamir langtímasamningar Loks setur Bogi Nils verkföllin í víðara efnahagslegt samhengi. Á sama tíma og flugfélögin horfi upp á grafalvarlegu stöðu, að landinu sé lokað reglulega á viðkvæmasta tíma með tilheyrandi kostnaði og óþægindum, séu Íslendingar að glíma við mjög háa verðbólgu og vexti. Besta vopnið gegn þessum vítahring séu skynsamir langtímasamningar á vinnumarkaði, sem útflutningsgreinarnar hafi efni á. „Til að vinna á verðbólgubálinu eru stöðugleiki og hógværar launahækkanir grundvallaratriði. Nú þegar hafa örfáir einstaklingar valdið þjóðfélaginu verulegu tjóni. Eigum við ekki að láta þar við sitja?“
Kjaraviðræður 2023 Icelandair Fréttir af flugi Kjaramál Stéttarfélög Ferðalög Ferðamennska á Íslandi Jól Mest lesið Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Erlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Fleiri fréttir Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Sjá meira