Algjör viðsnúningur á gengi Ajax eftir martraðabyrjun Siggeir Ævarsson skrifar 16. desember 2023 11:30 Kristian Hlynsson hefur fest sig í sessi sem byrjunarliðsmaður og raðar inn mörkum Jeroen van den Berg/Soccrates/Getty Images Hollenski risinn Ajax virðist vera vaknaður eftir hræðilega byrjun á tímabilinu en eftir fjóra sigurleiki í röð er liðið komið upp í 5. sæti deildarinnar. Tímabilið fór skelfilega af stað og varð að lokum versta byrjun liðsins í deildinni frá upphafi. Liðið sat í fallsæti eftir sjö leiki þar sem aðeins fimm stig voru komin í sarpinn og stuðningsmenn liðsins létu öllum illum látum. Þann 23. október var þjálfari liðsins, Maurice Steijn, rekinn eftir 4-3 tap gegn FC Utrecht. Steijn skrifaði undir samning til ársins 2026 í júní á þessu ári en í þeim ellefu leikjum sem hann stýrði liðinu náði hann aðeins tveimur sigrum í hús. Ráðning Steijn þótti nokkuð umdeild en hann hafði enga tengingu við liðið eins og flestir þjálfarar liðsins í gegnum tíðina. Þann 30. október var John van 't Schip fenginn til að taka við stöðunni út tímabilið, en hann lék á sínum tíma 273 deildarleiki fyrir Ajax og hefur áður þjálfað liðið. Undir hans hefur algjör viðsnúningur orðið á gengi liðsins. Liðið hefur unnið fjóra síðustu leiki sína í deildinni og tryggði sér áframhaldandi þátttöku í Evrópukeppni með sigri á AEK Aþenu í fyrrakvöld. Var þetta jafnframt fyrsti sigur liðsins í Evrópudeildinni. Næsti leikur Ajax er heimaleikur gegn Zwolle á morgun. Liðið er sem stendur með 24 stig í 5. sæti eftir 15 leiki. Enn eru þó níu stig í næstu lið fyrir ofan, Twente og AZ. Á toppi deildarinnar trónir svo PSV sem hefur haft algjöra yfirburði í vetur og er með fullt hús stiga. Fótbolti Hollenski boltinn Tengdar fréttir Þjálfara Ajax sparkað eftir hörmulegt gengi Unglingalandsliðsmaðurinn Kristian Nökkvi Hlynsson og liðsfélagar hans hjá Ajax eru án þjálfara eftir að Maurice Steijn var látinn taka poka sinn í dag. 23. október 2023 18:00 Segir að Ajax verði að líta á sig sem fallkandítat Fyrrverandi leikmaður Ajax segir að félagið verði að hugsa eins og það sé í fallbaráttu. 23. október 2023 17:00 Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn „Ég elska peninga“ Sport Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Fleiri fréttir United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Sjá meira
Tímabilið fór skelfilega af stað og varð að lokum versta byrjun liðsins í deildinni frá upphafi. Liðið sat í fallsæti eftir sjö leiki þar sem aðeins fimm stig voru komin í sarpinn og stuðningsmenn liðsins létu öllum illum látum. Þann 23. október var þjálfari liðsins, Maurice Steijn, rekinn eftir 4-3 tap gegn FC Utrecht. Steijn skrifaði undir samning til ársins 2026 í júní á þessu ári en í þeim ellefu leikjum sem hann stýrði liðinu náði hann aðeins tveimur sigrum í hús. Ráðning Steijn þótti nokkuð umdeild en hann hafði enga tengingu við liðið eins og flestir þjálfarar liðsins í gegnum tíðina. Þann 30. október var John van 't Schip fenginn til að taka við stöðunni út tímabilið, en hann lék á sínum tíma 273 deildarleiki fyrir Ajax og hefur áður þjálfað liðið. Undir hans hefur algjör viðsnúningur orðið á gengi liðsins. Liðið hefur unnið fjóra síðustu leiki sína í deildinni og tryggði sér áframhaldandi þátttöku í Evrópukeppni með sigri á AEK Aþenu í fyrrakvöld. Var þetta jafnframt fyrsti sigur liðsins í Evrópudeildinni. Næsti leikur Ajax er heimaleikur gegn Zwolle á morgun. Liðið er sem stendur með 24 stig í 5. sæti eftir 15 leiki. Enn eru þó níu stig í næstu lið fyrir ofan, Twente og AZ. Á toppi deildarinnar trónir svo PSV sem hefur haft algjöra yfirburði í vetur og er með fullt hús stiga.
Fótbolti Hollenski boltinn Tengdar fréttir Þjálfara Ajax sparkað eftir hörmulegt gengi Unglingalandsliðsmaðurinn Kristian Nökkvi Hlynsson og liðsfélagar hans hjá Ajax eru án þjálfara eftir að Maurice Steijn var látinn taka poka sinn í dag. 23. október 2023 18:00 Segir að Ajax verði að líta á sig sem fallkandítat Fyrrverandi leikmaður Ajax segir að félagið verði að hugsa eins og það sé í fallbaráttu. 23. október 2023 17:00 Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn „Ég elska peninga“ Sport Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Fleiri fréttir United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Sjá meira
Þjálfara Ajax sparkað eftir hörmulegt gengi Unglingalandsliðsmaðurinn Kristian Nökkvi Hlynsson og liðsfélagar hans hjá Ajax eru án þjálfara eftir að Maurice Steijn var látinn taka poka sinn í dag. 23. október 2023 18:00
Segir að Ajax verði að líta á sig sem fallkandítat Fyrrverandi leikmaður Ajax segir að félagið verði að hugsa eins og það sé í fallbaráttu. 23. október 2023 17:00